Stelpurnar léttu álögunum af íslenska landsliðsbúningnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. janúar 2019 09:30 Stelpurnar fagna hér marki Elínar Mettu Jensen á La Manga í gær. Mynd/HeimasíðaKSÍ Stelpurnar náðu því í fyrstu tilraun sem strákarnir hafa beðið eftir í meira en þrjúhundruð daga. Íslenska kvennalandsliðið náði sögulegum sigri á La Manga í gær því þetta var fyrsti sigur A-landsliða Íslands í nýja landsliðsbúningnum sem aðeins karlalandsliðið fékk að spila í á árinu 2018. HM-búningur íslenska landsliðsins var frumsýndur um miðjan mars í fyrra og fyrsti leikur karlalandsliðsins í búningnum var á móti Mexíkó í vináttulandsleik í Santa Clara í Bandaríkjunum 23. mars 2018. Síðan eru liðnir 305 dagar og karlalandsliðið hefur spilað fimmtán leiki í búningnum án þess að ná að vinna leik. Liðið hefur vissulega gert jafntefli á móti Argentínu (1-1 á HM) og á móti nýkrýndum heimsmeisturum Frakka (2-2 í vináttulandsleik) en níu af fimmtán leikjum hafa tapast og liðið er enn að bíða eftir fyrsta sigrinum. Íslensku stelpurnar frumsýndu ekki bara nýja þjálfarann í gær heldur var þetta líka fyrsti leikur liðsins í nýju búningunum. Það var ekki að spyrja því að þrátt fyrir að hafa spilað sinn fyrsta leik í búningnum 304 dögum á eftir körlunum þá voru stelpurnar okkar á undan að vinna fyrsta leikinn. Elín Metta Jensen skoraði bæði mörk, fyrst eftir sendingu Öglu Maríu Albertsdóttur og svo eftir undirbúning Berglindar Bjargar Þorvalsdóttur.Leikir íslensku landsliðanna í HM-búningi Errea Sport:15. mars 2018: Nýr landsliðsbúningur kynntur 23. mars 2018: Karlandsliðið tapaði 3-0 á móti Mexíkó 27. mars 2018: Karlandsliðið tapaði 3-1 á móti Perú 2. júní 2018: Karlandsliðið tapaði 3-2 á móti Noregi7. júní 2018: Karlandsliðið gerði 2-2 jafntefli við Gana16. júní 2018: Karlandsliðið gerði 1-1 jafntefli við Argentínu (HM) 22. júní 2018: Karlandsliðið tapaði 2-0 á móti Nígeríu (HM) 26. júní 2018: Karlandsliðið tapaði 2-1 á móti Króatíu (HM) 8. september 2018: Karlandsliðið tapaði 6-0 á móti Sviss (Þjóðadeildin) 11. september 2018: Karlandsliðið tapaði 3-0 á móti Belgíu (Þjóðadeildin)11. október 2018: Karlalandsliðið gerði 2-2 jafntefli við Frakkland 15. október 2018: Karlandsliðið tapaði 2-1 á móti Sviss (Þjóðadeildin) 15. nóvember 2018: Karlandsliðið tapaði 2-0 á móti Belgíu (Þjóðadeildin)19. nóvember 2018: Karlalandsliðið gerði 2-2 jafntefli við Katar11. janúar 2019: Karlalandsliðið gerði 2-2 jafntefli við Svíþjóð15. janúar 2019: Karlalandsliðið gerði 0-0 jafntefli við Eistland21. janúar 2019: Kvennalandsliðið vann 2-1 sigur á Skotlandi EM 2020 í fótbolta Fótbolti Íslenski boltinn HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Í beinni: Celta Vigo - Barcelona | Börsungar vilja svara fyrir tapið síðast Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Sjá meira
Stelpurnar náðu því í fyrstu tilraun sem strákarnir hafa beðið eftir í meira en þrjúhundruð daga. Íslenska kvennalandsliðið náði sögulegum sigri á La Manga í gær því þetta var fyrsti sigur A-landsliða Íslands í nýja landsliðsbúningnum sem aðeins karlalandsliðið fékk að spila í á árinu 2018. HM-búningur íslenska landsliðsins var frumsýndur um miðjan mars í fyrra og fyrsti leikur karlalandsliðsins í búningnum var á móti Mexíkó í vináttulandsleik í Santa Clara í Bandaríkjunum 23. mars 2018. Síðan eru liðnir 305 dagar og karlalandsliðið hefur spilað fimmtán leiki í búningnum án þess að ná að vinna leik. Liðið hefur vissulega gert jafntefli á móti Argentínu (1-1 á HM) og á móti nýkrýndum heimsmeisturum Frakka (2-2 í vináttulandsleik) en níu af fimmtán leikjum hafa tapast og liðið er enn að bíða eftir fyrsta sigrinum. Íslensku stelpurnar frumsýndu ekki bara nýja þjálfarann í gær heldur var þetta líka fyrsti leikur liðsins í nýju búningunum. Það var ekki að spyrja því að þrátt fyrir að hafa spilað sinn fyrsta leik í búningnum 304 dögum á eftir körlunum þá voru stelpurnar okkar á undan að vinna fyrsta leikinn. Elín Metta Jensen skoraði bæði mörk, fyrst eftir sendingu Öglu Maríu Albertsdóttur og svo eftir undirbúning Berglindar Bjargar Þorvalsdóttur.Leikir íslensku landsliðanna í HM-búningi Errea Sport:15. mars 2018: Nýr landsliðsbúningur kynntur 23. mars 2018: Karlandsliðið tapaði 3-0 á móti Mexíkó 27. mars 2018: Karlandsliðið tapaði 3-1 á móti Perú 2. júní 2018: Karlandsliðið tapaði 3-2 á móti Noregi7. júní 2018: Karlandsliðið gerði 2-2 jafntefli við Gana16. júní 2018: Karlandsliðið gerði 1-1 jafntefli við Argentínu (HM) 22. júní 2018: Karlandsliðið tapaði 2-0 á móti Nígeríu (HM) 26. júní 2018: Karlandsliðið tapaði 2-1 á móti Króatíu (HM) 8. september 2018: Karlandsliðið tapaði 6-0 á móti Sviss (Þjóðadeildin) 11. september 2018: Karlandsliðið tapaði 3-0 á móti Belgíu (Þjóðadeildin)11. október 2018: Karlalandsliðið gerði 2-2 jafntefli við Frakkland 15. október 2018: Karlandsliðið tapaði 2-1 á móti Sviss (Þjóðadeildin) 15. nóvember 2018: Karlandsliðið tapaði 2-0 á móti Belgíu (Þjóðadeildin)19. nóvember 2018: Karlalandsliðið gerði 2-2 jafntefli við Katar11. janúar 2019: Karlalandsliðið gerði 2-2 jafntefli við Svíþjóð15. janúar 2019: Karlalandsliðið gerði 0-0 jafntefli við Eistland21. janúar 2019: Kvennalandsliðið vann 2-1 sigur á Skotlandi
EM 2020 í fótbolta Fótbolti Íslenski boltinn HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Í beinni: Celta Vigo - Barcelona | Börsungar vilja svara fyrir tapið síðast Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Sjá meira