Veikburða netöryggissveit og óvissa um stöðu netvarna Þorbjörn Þórðarson skrifar 22. janúar 2019 13:30 Frumvarp samgönguráðherra tryggir ekki netöryggisssveit Íslands aðgang að upplýsingum þannig að hún geti sinnt hlutverki sínu. Þetta er mat Póst- og fjarskiptastofnunar og kemur fram í umsögn stofnunarinnar um frumvarpið. Vísir/Getty Netöryggissveit Íslands er veikburða í samanburði við sambærilegar sveitir á Norðurlöndunum. Þá veit enginn með vissu hvar netvarnir Íslands standa í samanburði við aðrar þjóðir. Þetta segir forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar. Póst- og fjarskiptastofnun hefur starfrækt netöryggissveit Íslands (CERT-ÍS) frá árinu 2012 en í dag eru þrír einstaklingar í sveitinni. Hlutverk sveitarinnar er annars vegar að fylgjast með og vakta ógnir sem steðja að Íslandi í heild og hins vegar að fyrirbyggja og draga úr hættu á netárásum. Sveitinni berast á hverju ári mörg hundruð tilkynningar frá stofnunum og fyrirtækjum. Lagafrumvarp samgönguráðherra á að efla netöryggissveitina og fjölga verkefnum hennar. Með frumvarpinu er svokallað netumdæmi sveitarinnar útvíkkað og mun það til dæmis ná yfir bankastarfsemi, heilbrigðisþjónustu og orku-, vatns- og hitaveitur. Fyrsta umræða fór fram um frumarpið á Alþingi í desember sl. Póst- og fjarskiptastofnun leggur til breytingar á frumvarpinu í umsögn en að mati stofnunarinnar tryggir frumvarpið sérstakri netöryggissveit ekki aðgang að upplýsingum þannig að sveitin geti sinnt hlutverki sínu. Stofnunin telur að frumvarpið sé almennt framfaraskref þótt hún geri athugasemdir og tillögur að breytingum. En hversu vel er netöryggissveitin í stakk búin til að sinna hlutverki sínu samkvæmt gildandi lögum? „Netöryggissveitin er afskaplega fámenn og það vantar ýmis tæki og tól til þess að hægt sé að gera þetta svo vel sé. Ef við horfum til sambærilegra stofnana á hinum Norðurlöndunum þar er hundraðfaldur munur að stærð,“ segir Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar. Hrafnkell V. Gíslason forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar.Vísir/Baldur HrafnkellHvernig er netvörnum Íslendinga háttað í samanburði við hin Norðurlöndin? „Ég held að hreinskilna svarið er ég held að það viti það enginn í dag. Það er víða verið að gera mjög góða hluti í íslensku samfélagi varðandi netöryggi. Kerfin á Íslandi eru til þess að gera nýtískuleg, ég held að mörg þeirra séu ágætlega uppfærð. Sums staðar eru mjög öflugar netöryggisvarnir en það er engin heildarmynd af þessari stöðu í dag. Hana vantar og hún mun verða mun betri eftir að við verðum búin að innleiða þessi lög,“ segir Hrafnkell. Tölvuárásir Tengdar fréttir Þrír menn eru í netöryggissveit Íslands Nýtt lagafrumvarp samgönguráðherra á að efla netöryggissveit Póst- og fjarskiptastofnunar og fjölga verkefnum hennar. Frumvarpið nær hins vegar ekki því markmiði sem að er stefnt með því að mati Póst- og fjarskiptastofnunar. Frumvarpið tryggir sérstakri netöryggissveit ekki aðgang að upplýsingum þannig að sveitin geti sinnt hlutverki sínu samkvæmt frumvarpinu. 21. janúar 2019 18:30 Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira
Netöryggissveit Íslands er veikburða í samanburði við sambærilegar sveitir á Norðurlöndunum. Þá veit enginn með vissu hvar netvarnir Íslands standa í samanburði við aðrar þjóðir. Þetta segir forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar. Póst- og fjarskiptastofnun hefur starfrækt netöryggissveit Íslands (CERT-ÍS) frá árinu 2012 en í dag eru þrír einstaklingar í sveitinni. Hlutverk sveitarinnar er annars vegar að fylgjast með og vakta ógnir sem steðja að Íslandi í heild og hins vegar að fyrirbyggja og draga úr hættu á netárásum. Sveitinni berast á hverju ári mörg hundruð tilkynningar frá stofnunum og fyrirtækjum. Lagafrumvarp samgönguráðherra á að efla netöryggissveitina og fjölga verkefnum hennar. Með frumvarpinu er svokallað netumdæmi sveitarinnar útvíkkað og mun það til dæmis ná yfir bankastarfsemi, heilbrigðisþjónustu og orku-, vatns- og hitaveitur. Fyrsta umræða fór fram um frumarpið á Alþingi í desember sl. Póst- og fjarskiptastofnun leggur til breytingar á frumvarpinu í umsögn en að mati stofnunarinnar tryggir frumvarpið sérstakri netöryggissveit ekki aðgang að upplýsingum þannig að sveitin geti sinnt hlutverki sínu. Stofnunin telur að frumvarpið sé almennt framfaraskref þótt hún geri athugasemdir og tillögur að breytingum. En hversu vel er netöryggissveitin í stakk búin til að sinna hlutverki sínu samkvæmt gildandi lögum? „Netöryggissveitin er afskaplega fámenn og það vantar ýmis tæki og tól til þess að hægt sé að gera þetta svo vel sé. Ef við horfum til sambærilegra stofnana á hinum Norðurlöndunum þar er hundraðfaldur munur að stærð,“ segir Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar. Hrafnkell V. Gíslason forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar.Vísir/Baldur HrafnkellHvernig er netvörnum Íslendinga háttað í samanburði við hin Norðurlöndin? „Ég held að hreinskilna svarið er ég held að það viti það enginn í dag. Það er víða verið að gera mjög góða hluti í íslensku samfélagi varðandi netöryggi. Kerfin á Íslandi eru til þess að gera nýtískuleg, ég held að mörg þeirra séu ágætlega uppfærð. Sums staðar eru mjög öflugar netöryggisvarnir en það er engin heildarmynd af þessari stöðu í dag. Hana vantar og hún mun verða mun betri eftir að við verðum búin að innleiða þessi lög,“ segir Hrafnkell.
Tölvuárásir Tengdar fréttir Þrír menn eru í netöryggissveit Íslands Nýtt lagafrumvarp samgönguráðherra á að efla netöryggissveit Póst- og fjarskiptastofnunar og fjölga verkefnum hennar. Frumvarpið nær hins vegar ekki því markmiði sem að er stefnt með því að mati Póst- og fjarskiptastofnunar. Frumvarpið tryggir sérstakri netöryggissveit ekki aðgang að upplýsingum þannig að sveitin geti sinnt hlutverki sínu samkvæmt frumvarpinu. 21. janúar 2019 18:30 Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira
Þrír menn eru í netöryggissveit Íslands Nýtt lagafrumvarp samgönguráðherra á að efla netöryggissveit Póst- og fjarskiptastofnunar og fjölga verkefnum hennar. Frumvarpið nær hins vegar ekki því markmiði sem að er stefnt með því að mati Póst- og fjarskiptastofnunar. Frumvarpið tryggir sérstakri netöryggissveit ekki aðgang að upplýsingum þannig að sveitin geti sinnt hlutverki sínu samkvæmt frumvarpinu. 21. janúar 2019 18:30