Þrír menn eru í netöryggissveit Íslands Þorbjörn Þórðarson skrifar 21. janúar 2019 18:30 Nýtt lagafrumvarp samgönguráðherra á að efla netöryggissveit Póst- og fjarskiptastofnunar og fjölga verkefnum hennar. Frumvarpið nær hins vegar ekki því markmiði sem að er stefnt með því að mati Póst- og fjarskiptastofnunar. Frumvarpið tryggir sérstakri netöryggissveit ekki aðgang að upplýsingum þannig að sveitin geti sinnt hlutverki sínu samkvæmt frumvarpinu. Póst- og fjarskiptastofnun hefur starfrækt netöryggissveit Íslands frá árinu 2012 en í dag eru þrír einstaklingar í sveitinni. Hlutverk sveitarinnar er annars vegar að fylgjast með og vakta ógnir sem steðja að Íslandi í heild og hins vegar að fyrirbyggja og draga úr hættu á netárásum. Fyrsta umræða um frumvarp samgönguráðherra um öryggi net- og upplýsingakerfa mikilvægra innviða fór fram á Alþingi í desember síðastliðnum. Frumvarpið mælir meðal annars fyrir um að starfsemi svokallaðrar netöryggissveitar verði efld. Morgunblaðið vakti í dag athygli á umsögn Póst- og fjarskiptastofnunar um frumvarpið. Í umsögninni kemur fram margþætt gagnrýni á efni þess en þar segir meðal annars: „Að mati Póst- og fjarskiptastofnunar tryggir frumvarpið ekki aðgengi netöryggissveitar að upplýsingum sem henni eru nauðsynlegar til að geta uppfyllt hlutverk sitt samkvæmt frumvarpinu.“ Í frumvarpinu er kveðið á um að Póst- og fjarskiptastofnun geti „ ... óskað eftir að komið skuli upp sjálfvirkri upplýsingamiðlun á milli kerfa hlutaðeigandi mikilvœgra innviða og netöryggissveitar. “ Að mati Póst- og fjarskiptastofnunar er þetta ákvæði alltof óljóst. „Hvað felst í því að sveitinni sé heimilt að óska eftir? Er rekstraraðila skylt að verða við slíkri ósk? Ekki er að finna neinar skýringar við ákvæðið í greinargerð frumvarpsins hvað þetta varðar,“ segir í umsögninni. Með frumvarpinu er svokallað netumdæmi öryggsveitarinnar útvíkkað og mun það til dæmis ná yfir bankastarfsemi, heilbrigðisþjónustu og orku-, vatns- og hitaveitur. Hrafnkell V. Gíslason forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar segir að almennt sé frumvarpið mikið framfaraskref í netöryggismálum nái það fram að ganga. Hins vegar telji Póst- og fjarskiptastofnun nauðsynlegt að gera á því þær breytingar sem koma fram í umsögn stofnunarinnar. Ein þessara breytinga lýtur að afhendingu upplýsinga. „Eins og mál eru að þróast í sambandi við netógnir þá gerast hlutirnir mjög hratt. Til þess að geta uppfært þessa mynd af ógnum hverju sinni þá þurfum við að geta gert það oft á dag. Til þess að geta gert þetta oft á dag þurfum við að fá upplýsingarnar beint inn til okkar. Við óttumst það að ef það er ekki kveðið skýrar að orði varðandi þetta tiltekna atriði (í frumvarpinu) verði viðbrögð netöryggissveitarinnar fyrst og fremst eftir á en ekki samhliða eða fyrirbyggjandi sem væri ef við fengjum upplýsingarnar nógu snemma,“ segir Hrafnkell. Þrír einstaklingar eru í netöryggissveitinni í dag líkt og að framan greinir. En er sveitin í stakk búin að sinna hlutverki sínu samkvæmt gildandi lögum? „Það má alltaf deila um það. Netöryggissveitin er afskaplega fámenn og það vantar ýmis tæki og tól til að gera þetta svo vel sé. Ef við horfum til hinna Norðurlandaþjóðanna þá eru sambærilegar sveitir þar hundrað sinnum stærri,“ segir Hrafnkell. Tölvuárásir Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Nýtt lagafrumvarp samgönguráðherra á að efla netöryggissveit Póst- og fjarskiptastofnunar og fjölga verkefnum hennar. Frumvarpið nær hins vegar ekki því markmiði sem að er stefnt með því að mati Póst- og fjarskiptastofnunar. Frumvarpið tryggir sérstakri netöryggissveit ekki aðgang að upplýsingum þannig að sveitin geti sinnt hlutverki sínu samkvæmt frumvarpinu. Póst- og fjarskiptastofnun hefur starfrækt netöryggissveit Íslands frá árinu 2012 en í dag eru þrír einstaklingar í sveitinni. Hlutverk sveitarinnar er annars vegar að fylgjast með og vakta ógnir sem steðja að Íslandi í heild og hins vegar að fyrirbyggja og draga úr hættu á netárásum. Fyrsta umræða um frumvarp samgönguráðherra um öryggi net- og upplýsingakerfa mikilvægra innviða fór fram á Alþingi í desember síðastliðnum. Frumvarpið mælir meðal annars fyrir um að starfsemi svokallaðrar netöryggissveitar verði efld. Morgunblaðið vakti í dag athygli á umsögn Póst- og fjarskiptastofnunar um frumvarpið. Í umsögninni kemur fram margþætt gagnrýni á efni þess en þar segir meðal annars: „Að mati Póst- og fjarskiptastofnunar tryggir frumvarpið ekki aðgengi netöryggissveitar að upplýsingum sem henni eru nauðsynlegar til að geta uppfyllt hlutverk sitt samkvæmt frumvarpinu.“ Í frumvarpinu er kveðið á um að Póst- og fjarskiptastofnun geti „ ... óskað eftir að komið skuli upp sjálfvirkri upplýsingamiðlun á milli kerfa hlutaðeigandi mikilvœgra innviða og netöryggissveitar. “ Að mati Póst- og fjarskiptastofnunar er þetta ákvæði alltof óljóst. „Hvað felst í því að sveitinni sé heimilt að óska eftir? Er rekstraraðila skylt að verða við slíkri ósk? Ekki er að finna neinar skýringar við ákvæðið í greinargerð frumvarpsins hvað þetta varðar,“ segir í umsögninni. Með frumvarpinu er svokallað netumdæmi öryggsveitarinnar útvíkkað og mun það til dæmis ná yfir bankastarfsemi, heilbrigðisþjónustu og orku-, vatns- og hitaveitur. Hrafnkell V. Gíslason forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar segir að almennt sé frumvarpið mikið framfaraskref í netöryggismálum nái það fram að ganga. Hins vegar telji Póst- og fjarskiptastofnun nauðsynlegt að gera á því þær breytingar sem koma fram í umsögn stofnunarinnar. Ein þessara breytinga lýtur að afhendingu upplýsinga. „Eins og mál eru að þróast í sambandi við netógnir þá gerast hlutirnir mjög hratt. Til þess að geta uppfært þessa mynd af ógnum hverju sinni þá þurfum við að geta gert það oft á dag. Til þess að geta gert þetta oft á dag þurfum við að fá upplýsingarnar beint inn til okkar. Við óttumst það að ef það er ekki kveðið skýrar að orði varðandi þetta tiltekna atriði (í frumvarpinu) verði viðbrögð netöryggissveitarinnar fyrst og fremst eftir á en ekki samhliða eða fyrirbyggjandi sem væri ef við fengjum upplýsingarnar nógu snemma,“ segir Hrafnkell. Þrír einstaklingar eru í netöryggissveitinni í dag líkt og að framan greinir. En er sveitin í stakk búin að sinna hlutverki sínu samkvæmt gildandi lögum? „Það má alltaf deila um það. Netöryggissveitin er afskaplega fámenn og það vantar ýmis tæki og tól til að gera þetta svo vel sé. Ef við horfum til hinna Norðurlandaþjóðanna þá eru sambærilegar sveitir þar hundrað sinnum stærri,“ segir Hrafnkell.
Tölvuárásir Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira