Á Steph Curry vandræðalegustu stund NBA-tímabilsins til þessa? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. janúar 2019 16:00 Steph Curry er hér búinn að fljúga illa á hausinn. Getty/Harry How Það voru ekki aðeins slakar tölur sem gerðu þetta að skelfilegu kvöldi fyrir fyrir einn besta leikmann NBA-deildarinnar. Stephen Curry átti skelfilegan dag með Golde State Warriors síðustu nótt þrátt fyrir að liðið hafi unnið Los Angeles Lakers sannfærandi. Stephen Curry hitti aðeins úr 3 af 12 skotum sínum í leiknum og var aðeins með 11 stig á 30 mínútum sem hann lægsta stigaskor síðan 12. desember og þriðja lægsta stigaskor á tímabilinu. Stephen Curry er að skora 29,3 stig að meðaltali í leik og er með 49 prósent skotnútingu. Hann var því 18 stigum undir meðalskori sínu og 24 prósentum undir meðalhittni sinni.Warriors Star Steph Curry Suffers Humiliating Fall During Dunk Attempt https://t.co/VzlZO4nrP9pic.twitter.com/Nw0rf81hNP — The Daily Caller (@DailyCaller) January 22, 2019 Þessi tölfræði var hinsvegar ekki það versta við kvöldið fyrir Stephen Curry heldur eitt hraðaupphlaup í þriðja leikhluta þegar Golden State liðið var fyrir löngu búið að gera út um leikinn. Þegar lítið var eftir af þriðja leikhlutanum þá slapp Stephen Curry einn upp í hraðaupphlaup. Hann leit út fyrir að ætla að fara að bjóða upp á eina góða troðslu en útkoman var allt önnur. Curry flaug illa á hausinn og tókst ekki að skjóta á körfuna. Hann náði boltanum aftur á reyndi þriggja stiga skot en það var loftbolti. Curry getur nánast bókað það eftir þessi vandræðalegu tilþrif að hann verður í toppbaráttunni í „Shaqtin' a Fool“ með Shaquille O'Neal í lok tímabilsins. Þetta er ein vandræðalegasta stund NBA-tímabilsins til þessa og hana má sjá hér fyrir neðan.OH NO STEPH. pic.twitter.com/E48EihbHkb — Bleacher Report (@BleacherReport) January 22, 2019 NBA Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Fleiri fréttir „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Sjá meira
Það voru ekki aðeins slakar tölur sem gerðu þetta að skelfilegu kvöldi fyrir fyrir einn besta leikmann NBA-deildarinnar. Stephen Curry átti skelfilegan dag með Golde State Warriors síðustu nótt þrátt fyrir að liðið hafi unnið Los Angeles Lakers sannfærandi. Stephen Curry hitti aðeins úr 3 af 12 skotum sínum í leiknum og var aðeins með 11 stig á 30 mínútum sem hann lægsta stigaskor síðan 12. desember og þriðja lægsta stigaskor á tímabilinu. Stephen Curry er að skora 29,3 stig að meðaltali í leik og er með 49 prósent skotnútingu. Hann var því 18 stigum undir meðalskori sínu og 24 prósentum undir meðalhittni sinni.Warriors Star Steph Curry Suffers Humiliating Fall During Dunk Attempt https://t.co/VzlZO4nrP9pic.twitter.com/Nw0rf81hNP — The Daily Caller (@DailyCaller) January 22, 2019 Þessi tölfræði var hinsvegar ekki það versta við kvöldið fyrir Stephen Curry heldur eitt hraðaupphlaup í þriðja leikhluta þegar Golden State liðið var fyrir löngu búið að gera út um leikinn. Þegar lítið var eftir af þriðja leikhlutanum þá slapp Stephen Curry einn upp í hraðaupphlaup. Hann leit út fyrir að ætla að fara að bjóða upp á eina góða troðslu en útkoman var allt önnur. Curry flaug illa á hausinn og tókst ekki að skjóta á körfuna. Hann náði boltanum aftur á reyndi þriggja stiga skot en það var loftbolti. Curry getur nánast bókað það eftir þessi vandræðalegu tilþrif að hann verður í toppbaráttunni í „Shaqtin' a Fool“ með Shaquille O'Neal í lok tímabilsins. Þetta er ein vandræðalegasta stund NBA-tímabilsins til þessa og hana má sjá hér fyrir neðan.OH NO STEPH. pic.twitter.com/E48EihbHkb — Bleacher Report (@BleacherReport) January 22, 2019
NBA Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Fleiri fréttir „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum