Átakshópur segir húsnæðismarkaðinn að ná jafnvægi en mæti ekki þörfum láglaunafólks Heimir Már Pétursson skrifar 22. janúar 2019 19:12 Átakshópur stjórnvalda telur að húsnæðismarkaðurinn muni ná jafnvægi á næstu þremur árum en engu að síður verði að bæta í framlög til uppbyggingar almenna íbúðakerfisins. Þá þurfi að einfalda byggingarreglugerðir, lækka lánskostnað óhagnaðardrifinna íbúðafélaga og samræma áætlanir ríkis- og sveitarfélaga í húsnæðismálum. Átakshópur forsætisráðherra í húsnæðismálum kynnti tillögur sínar í dag en í hópnum sátu fulltrúar stjórnvalda, Samtaka atvinnulífsins, verkalýðsfélaga, Íbúðalánasjóðs og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Tillögurnar ná bæði til eigna- og leigumarkaðarins. Tillögur átakshóps forsætisráðherra í húsnæðismálum eru allítarlegar eða í fjörutíu liðum og taka nánast á öllum hliðum húsnæðismarkaðarins. Stjórnvöld munu síðan væntanlega nota þessar tillögur í viðræðum við aðila vinnumarkaðarins í tengslum við gerð kjarasamninga. Anna Guðmunda Ingvarsdóttir annar formanna átakshópsins segir íbúðamarkaðinn vera að taka við sér. „Það er í raun og veru mikil uppbygging fram undan sem kemur ánægjulega á óvart. Þessi uppbygging mun að mjög miklu leyti saxa á þessa óuppfylltu íbúðaþörf sem til staðar er,” segir Anna Guðmunda. En hópurinn áætlar að frá þessu ári fram til ársins 2021 verði byggðar um tíu þúsund íbúðir í landinu. Það sé mikilvægt að almennt ríki jafnvægi á milli framboðs og eftirspurnar og mæti þörfum ólíkra hópa. „Svo er afskaplega mikilvægt að lækka byggingarkostnað, stytta byggingartíma og auka hagkvæmni í uppbyggingu,” segir Anna Guðmunda. Í dag vanti á bilinu fimm til átta þúsund íbúðir á markaðinn en uppbyggingin svari ekki endilega þörfum tekjulægsta hópsins. „Og við áætlum að ef að þessi uppbygging um tíu þúsund íbúðir gangi eftir, þá verði í ársbyrjun 2022 vanti enn þá tvö þúsund íbúðir,” segir Anna Guðmunda. Þá þurfi að tryggja óhagnaðardrifum félögum aðgang að ódýrara lánsfé en nú er og bæta regluverk á leigumarkaði til að tryggja hag leigjenda betur. Einnig þurfi að bæta samgöngur í jöðrum höfuðborgarsvæðisins til að halda í ávinninginn af ódýrara húsnæði. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er ánægð með að samstaða ríki um tillögurnar. Þær geti verið gagnlegar inn í kjaraviðræðurnar og til framtíðarstefnumótunar. „Stóra myndin er sú að það er töluvert í pípunum. Það vantar hins vegar tvö þúsund íbúðir fyrir 2022 til viðbótar. Það er mjög mikilvægt að það séu íbúðir sem mæti þörfum ekki síst tekjulágra. Þannig að við getum dregið úr húsnæðiskostnaði tekjulægsta hópsins í samfélaginu og tryggt öllum hentugt húsnæði á viðráðanlegu verði,” segir forsætisráðherra. Húsnæðismál Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Fleiri fréttir Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Fjögur hundruð án nettengingar í Norðlingaholti Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Sjá meira
Átakshópur stjórnvalda telur að húsnæðismarkaðurinn muni ná jafnvægi á næstu þremur árum en engu að síður verði að bæta í framlög til uppbyggingar almenna íbúðakerfisins. Þá þurfi að einfalda byggingarreglugerðir, lækka lánskostnað óhagnaðardrifinna íbúðafélaga og samræma áætlanir ríkis- og sveitarfélaga í húsnæðismálum. Átakshópur forsætisráðherra í húsnæðismálum kynnti tillögur sínar í dag en í hópnum sátu fulltrúar stjórnvalda, Samtaka atvinnulífsins, verkalýðsfélaga, Íbúðalánasjóðs og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Tillögurnar ná bæði til eigna- og leigumarkaðarins. Tillögur átakshóps forsætisráðherra í húsnæðismálum eru allítarlegar eða í fjörutíu liðum og taka nánast á öllum hliðum húsnæðismarkaðarins. Stjórnvöld munu síðan væntanlega nota þessar tillögur í viðræðum við aðila vinnumarkaðarins í tengslum við gerð kjarasamninga. Anna Guðmunda Ingvarsdóttir annar formanna átakshópsins segir íbúðamarkaðinn vera að taka við sér. „Það er í raun og veru mikil uppbygging fram undan sem kemur ánægjulega á óvart. Þessi uppbygging mun að mjög miklu leyti saxa á þessa óuppfylltu íbúðaþörf sem til staðar er,” segir Anna Guðmunda. En hópurinn áætlar að frá þessu ári fram til ársins 2021 verði byggðar um tíu þúsund íbúðir í landinu. Það sé mikilvægt að almennt ríki jafnvægi á milli framboðs og eftirspurnar og mæti þörfum ólíkra hópa. „Svo er afskaplega mikilvægt að lækka byggingarkostnað, stytta byggingartíma og auka hagkvæmni í uppbyggingu,” segir Anna Guðmunda. Í dag vanti á bilinu fimm til átta þúsund íbúðir á markaðinn en uppbyggingin svari ekki endilega þörfum tekjulægsta hópsins. „Og við áætlum að ef að þessi uppbygging um tíu þúsund íbúðir gangi eftir, þá verði í ársbyrjun 2022 vanti enn þá tvö þúsund íbúðir,” segir Anna Guðmunda. Þá þurfi að tryggja óhagnaðardrifum félögum aðgang að ódýrara lánsfé en nú er og bæta regluverk á leigumarkaði til að tryggja hag leigjenda betur. Einnig þurfi að bæta samgöngur í jöðrum höfuðborgarsvæðisins til að halda í ávinninginn af ódýrara húsnæði. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er ánægð með að samstaða ríki um tillögurnar. Þær geti verið gagnlegar inn í kjaraviðræðurnar og til framtíðarstefnumótunar. „Stóra myndin er sú að það er töluvert í pípunum. Það vantar hins vegar tvö þúsund íbúðir fyrir 2022 til viðbótar. Það er mjög mikilvægt að það séu íbúðir sem mæti þörfum ekki síst tekjulágra. Þannig að við getum dregið úr húsnæðiskostnaði tekjulægsta hópsins í samfélaginu og tryggt öllum hentugt húsnæði á viðráðanlegu verði,” segir forsætisráðherra.
Húsnæðismál Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Fleiri fréttir Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Fjögur hundruð án nettengingar í Norðlingaholti Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Sjá meira