Plástrar duga ekki í menntamálum Helgi Vífill Júlíusson skrifar 23. janúar 2019 08:00 Líkja má hugmyndum menntamálaráðherra um sérstaka styrki til kennaranema við haldlitla plástra. Það stoðar ekki að stoppa í götin heldur þarf að gerbreyta starfsumhverfinu. Það er nefnilega hárrétt hjá menntamálaráðherra, eins og fram kom í Fréttablaðinu á dögunum, að ráðast þarf í róttækar aðgerðir til að auka áhuga á kennaranámi og bæta starfsumhverfi kennara. Kennarar gegna þjóðhagslega mikilvægu starfi. Þeir eru því miður of fáir og þeim fer fækkandi. Það er hættuleg þróun. Góð menntun er undirstaða öflugs lýðræðis og velmegunar. Náttúruauðlindir – en hagnýting þeirra krefst ekki mikillar menntunar – sköpuðu okkur hagsæld á 20. öldinni en þær eru háðar takmörkunum og því mun tækniþróun þurfa knýja áfram hagvöxt á 21. öldinni. Menntun leggur grunninn að þeirri vegferð. Það er mikilvægt að efla menntun landsmanna og starfsumhverfi atvinnulífsins kerfisbundið því annars munu lífskjör verða betri í öðrum löndum enda munu þau ekki láta sitt eftir liggja í þessum efnum. Mörg önnur lönd munu leita leiða til að skara fram úr í tækniþróun. Við viljum ekki sitja eftir. Það er þrennt sem brýnt er að gera hvað varðar menntakerfið. Í fyrsta lagi þarf að stytta kennaranám úr fimm árum í þrjú ár. Langt háskólanám fyrir ekki betri kjör fælir frá. Í öðru lagi þarf að mennta nemendur til að glíma við samtímann og áskoranir framtíðarinnar. Þess vegna er nauðsynlegt er að gera raungreinum og skapandi hugsun hátt undir höfði. Í þriðja lagi þarf hið opinbera að horfast í augu við það að því hefur mistekist að skapa kennarastéttinni áhugavert starfsumhverfi. Samkvæmt PISA-könnunum hefur árangri nemenda sömuleiðis farið hrakandi síðustu ár. Þetta er ekki góður vitnisburður. Sveitarfélög og ríkið þurfa að gefa skólakerfinu lausan tauminn og treysta einkaframtakinu og kappsömu skólafólki. Gefa því frjálsar hendur til reka góða skóla með ólíkar áherslur og námskrár en verði ekki steypt í form sem hamlar framförum. Núverandi fyrirkomulag er ekki að skila viðunandi árangri. Það að efla menntakerfið þarf að vera forgangsmál stjórnvalda. Góð menntun er eitt stærsta hagsmunamál landsins um þessar mundir. Við eigum mikið undir að það takist vel upp. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Helgi Vífill Júlíusson Skoðun Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Sjá meira
Líkja má hugmyndum menntamálaráðherra um sérstaka styrki til kennaranema við haldlitla plástra. Það stoðar ekki að stoppa í götin heldur þarf að gerbreyta starfsumhverfinu. Það er nefnilega hárrétt hjá menntamálaráðherra, eins og fram kom í Fréttablaðinu á dögunum, að ráðast þarf í róttækar aðgerðir til að auka áhuga á kennaranámi og bæta starfsumhverfi kennara. Kennarar gegna þjóðhagslega mikilvægu starfi. Þeir eru því miður of fáir og þeim fer fækkandi. Það er hættuleg þróun. Góð menntun er undirstaða öflugs lýðræðis og velmegunar. Náttúruauðlindir – en hagnýting þeirra krefst ekki mikillar menntunar – sköpuðu okkur hagsæld á 20. öldinni en þær eru háðar takmörkunum og því mun tækniþróun þurfa knýja áfram hagvöxt á 21. öldinni. Menntun leggur grunninn að þeirri vegferð. Það er mikilvægt að efla menntun landsmanna og starfsumhverfi atvinnulífsins kerfisbundið því annars munu lífskjör verða betri í öðrum löndum enda munu þau ekki láta sitt eftir liggja í þessum efnum. Mörg önnur lönd munu leita leiða til að skara fram úr í tækniþróun. Við viljum ekki sitja eftir. Það er þrennt sem brýnt er að gera hvað varðar menntakerfið. Í fyrsta lagi þarf að stytta kennaranám úr fimm árum í þrjú ár. Langt háskólanám fyrir ekki betri kjör fælir frá. Í öðru lagi þarf að mennta nemendur til að glíma við samtímann og áskoranir framtíðarinnar. Þess vegna er nauðsynlegt er að gera raungreinum og skapandi hugsun hátt undir höfði. Í þriðja lagi þarf hið opinbera að horfast í augu við það að því hefur mistekist að skapa kennarastéttinni áhugavert starfsumhverfi. Samkvæmt PISA-könnunum hefur árangri nemenda sömuleiðis farið hrakandi síðustu ár. Þetta er ekki góður vitnisburður. Sveitarfélög og ríkið þurfa að gefa skólakerfinu lausan tauminn og treysta einkaframtakinu og kappsömu skólafólki. Gefa því frjálsar hendur til reka góða skóla með ólíkar áherslur og námskrár en verði ekki steypt í form sem hamlar framförum. Núverandi fyrirkomulag er ekki að skila viðunandi árangri. Það að efla menntakerfið þarf að vera forgangsmál stjórnvalda. Góð menntun er eitt stærsta hagsmunamál landsins um þessar mundir. Við eigum mikið undir að það takist vel upp.
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar