Hver verður staðan árið 2060? Björn Berg Gunnarsson skrifar 23. janúar 2019 08:00 Getur verið að við séum að vanmeta stórlega hversu góð fjárhagsstaða aldamótakynslóðarinnar kemur til með að verða á lífeyrisaldri? Sú kynslóð mun vissulega, ásamt vinnuveitendum sínum, hafa lagt mun hærra hlutfall launa sinna í lífeyrissjóði og hafa færi á að greiða lengur í séreignarsparnað en fyrri kynslóðir, en þó getur brugðið til beggja vona. Byrjum á séreignarsparnaðinum. Hvers vegna var kerfið búið til á sínum tíma? Líklega var það heldur hugsað sem sem tekjuuppbót á lífeyrisaldri en innlegg í eftirspurnarhlið íbúðamarkaðarins, en svona geta hlutirnir nú breyst. Vegna skattfrjálsrar ráðstöfunar til kaupa á fyrsta húsnæði og til afborgana eða niðurgreiðslu lána er hætt við að uppbygging séreignar hefjist nokkuð seint hjá mörgum. Svigrúm í greiðslubyrði sem ef til vill verður til er sjaldan lagt í frjálsan sparnað. Séreign á lífeyrisaldri kemur því til með að vera lægri fjárhæð en ella. Lífeyrisréttindi, miðað við þær forsendur sem reiknað er með í dag, koma til með að verða umtalsvert hærra hlutfall meðallauna en raunin er nú og við fyrstu sýn virðist stefna í stórgóða stöðu þar. Á móti kemur að við mat á stöðu lífeyrissjóða í dag er miðað við ævilíkur í fortíð. Rætt er um að endurskoða þetta fyrirkomulag og líta til sennilegrar þróunar ævilíka þegar fram í sækir. Slíkt er auðvitað löngu tímabært og kemur til með að gefa raunhæfari mynd af getu lífeyrissjóðanna til að greiða komandi kynslóðum. Stóra spurningin er hverjar ævilíkur koma til með að verða. Hækki þær þarf að leiðrétta fyrir þeirri hækkun með enn hærri framlögum í sjóðina, hækkun lífeyrisaldurs eða skerðingu réttinda. Í dag greiðir Tryggingastofnun tekjutengdar greiðslur sem uppbót á lífeyrisaldri en samkvæmt mannfjöldaspá Hagstofunnar verða Íslendingar yfir 65 ára aldri fjórðungur landsmanna árið 2060. Þetta er tvöfalt hærra hlutfall en nú og ættu þeir sem yngri eru alls ekki að treysta á greiðslur frá stofnuninni í framtíðinni. Á fyrirlestri um öldrun sem ég sótti við bandarískan háskóla fyrir þremur árum var fullyrt að sá fyrsti sem lifði í 150 ár væri þegar fæddur. Hvort sem eitthvað er að marka þá fullyrðingu eða ekki er raunverulegur möguleiki á að við sem enn eigum áratugi í starfslok þurfum að vera undir það búin að árin á lífeyrisaldri verði umtalsvert fleiri en við höfum þekkt fram að þessu. Lífeyririnn dugar þá skemur og þörfin fyrir skipulagðan sparnað utan lífeyriskerfanna eykst. Vonandi sýna sem flestir þá fyrirhyggju að leggja eitthvað aukalega fyrir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Björn Berg Gunnarsson Skoðun Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Sjá meira
Getur verið að við séum að vanmeta stórlega hversu góð fjárhagsstaða aldamótakynslóðarinnar kemur til með að verða á lífeyrisaldri? Sú kynslóð mun vissulega, ásamt vinnuveitendum sínum, hafa lagt mun hærra hlutfall launa sinna í lífeyrissjóði og hafa færi á að greiða lengur í séreignarsparnað en fyrri kynslóðir, en þó getur brugðið til beggja vona. Byrjum á séreignarsparnaðinum. Hvers vegna var kerfið búið til á sínum tíma? Líklega var það heldur hugsað sem sem tekjuuppbót á lífeyrisaldri en innlegg í eftirspurnarhlið íbúðamarkaðarins, en svona geta hlutirnir nú breyst. Vegna skattfrjálsrar ráðstöfunar til kaupa á fyrsta húsnæði og til afborgana eða niðurgreiðslu lána er hætt við að uppbygging séreignar hefjist nokkuð seint hjá mörgum. Svigrúm í greiðslubyrði sem ef til vill verður til er sjaldan lagt í frjálsan sparnað. Séreign á lífeyrisaldri kemur því til með að vera lægri fjárhæð en ella. Lífeyrisréttindi, miðað við þær forsendur sem reiknað er með í dag, koma til með að verða umtalsvert hærra hlutfall meðallauna en raunin er nú og við fyrstu sýn virðist stefna í stórgóða stöðu þar. Á móti kemur að við mat á stöðu lífeyrissjóða í dag er miðað við ævilíkur í fortíð. Rætt er um að endurskoða þetta fyrirkomulag og líta til sennilegrar þróunar ævilíka þegar fram í sækir. Slíkt er auðvitað löngu tímabært og kemur til með að gefa raunhæfari mynd af getu lífeyrissjóðanna til að greiða komandi kynslóðum. Stóra spurningin er hverjar ævilíkur koma til með að verða. Hækki þær þarf að leiðrétta fyrir þeirri hækkun með enn hærri framlögum í sjóðina, hækkun lífeyrisaldurs eða skerðingu réttinda. Í dag greiðir Tryggingastofnun tekjutengdar greiðslur sem uppbót á lífeyrisaldri en samkvæmt mannfjöldaspá Hagstofunnar verða Íslendingar yfir 65 ára aldri fjórðungur landsmanna árið 2060. Þetta er tvöfalt hærra hlutfall en nú og ættu þeir sem yngri eru alls ekki að treysta á greiðslur frá stofnuninni í framtíðinni. Á fyrirlestri um öldrun sem ég sótti við bandarískan háskóla fyrir þremur árum var fullyrt að sá fyrsti sem lifði í 150 ár væri þegar fæddur. Hvort sem eitthvað er að marka þá fullyrðingu eða ekki er raunverulegur möguleiki á að við sem enn eigum áratugi í starfslok þurfum að vera undir það búin að árin á lífeyrisaldri verði umtalsvert fleiri en við höfum þekkt fram að þessu. Lífeyririnn dugar þá skemur og þörfin fyrir skipulagðan sparnað utan lífeyriskerfanna eykst. Vonandi sýna sem flestir þá fyrirhyggju að leggja eitthvað aukalega fyrir.
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar