

Hlutabréfamarkaðurinn sem missti af hagsveiflunni
Fleiri ástæður eru fyrir því að íslenskur hlutabréfamarkaður hefur átt undir högg að sækja. Mikil óvissa hefur verið í kringum flugrekstur á Íslandi með ófyrirséðum afleiðingum á efnahag landsins auk þess sem óvissa er um kjarasamninga. Vegna þessa hefur áhættuálag á hlutabréf aukist. Nú er hins vegar svo komið að mörg félög á markaði eru undirverðlögð sé tekið mið af greiningum markaðsaðila. Á einhverjum tímapunkti mun hagstæð verðlagning vekja áhuga fjárfesta.
Þrátt fyrir að vísitalan hafi lækkað, hefur gengi einstakra félaga verið mjög mismunandi. Það sem skýrir lækkun vísitölunnar undanfarin ár er einkum lækkun á Icelandair. Árið 2016 var Icelandair eitt verðmætasta félagið í kauphöllinni en síðan þá hefur félagið lækkað um 75%. Í heildina dugði hækkun annarra fyrirtækja í vísitölunni ekki til að vinna upp lækkun á gengi Icelandair. Þótt hagvöxtur hafi verið mikill undanfarin ár hefur hann einkum verið drifinn áfram af verðmætasköpun vegna aukningar ferðamanna til landsins. Samhliða hafa laun hækkað mikið og verðbólga verið lág, sem hefur leitt til aukins kaupmáttar. Aukinn hagvöxtur hefur skilað sér í fjölgun starfa en ekki að sama skapi í bættri afkomu fyrirtækja.
Afkoma fyrirtækja hefur verið undir þrýstingi undanfarin ár. Fyrirtæki í smásölu og flugrekstri hafa fengið aukna samkeppni frá erlendum aðilum, sem hefur bitnað á afkomu þeirra. Þetta hefur sett svip á markaðinn. Innkoma Costco hafði meðal annars mikil áhrif á afkomu Haga og óþarfi er að fjalla frekar um aukna samkeppni í flugrekstri og áhrifin á Icelandair. Fyrirtækin hafa hins vegar brugðist við samkeppninni með hagræðingu til að bæta afkomuna. Síðustu kjarasamningar voru dýrir fyrir atvinnulífið. Það má velta upp þeirri spurningu hvort launþegar hafi notið góðs af góðærinu umfram hluthafa undanfarin ár.
Eftir á að hyggja hafa breytingar á gjaldeyrishöftum haft meiri áhrif á markaðinn en fjárfestar gerðu ráð fyrir í fyrstu. Með breytingunum opnaðist á ný fyrir fjárfestingar erlendis og fjárfestar hafa aukið erlendar fjárfestingar til muna, enda uppsöfnuð þörf til staðar. Þannig hafa lífeyrissjóðirnir fjárfest erlendis árlega yfir eitt hundrað milljarða. Þrátt fyrir aukinn áhuga erlendra aðila á innlendum hlutabréfamarkaði hefur sá áhugi ekki dugað til að fylla upp í minnkandi eftirspurn innlendra aðila. Frekar lítið hefur verið um nýskráningar hlutabréfa undanfarin ár. Nokkur félög hafa bæst í hópinn, svo sem Heimavellir, Skeljungur og Arion banki. Hins vegar eru enn of fá fyrirtæki á hlutabréfamarkaðnum. Fjölga þyrfti spennandi fjárfestingarkostum og stækka markaðinn. Sala og skráning ríkisbankanna myndi efla hlutabréfamarkaðinn og mögulega laða að fleiri fjárfesta.
Ekki er ólíklegt að hlutabréfamarkaðurinn taki aftur við sér ef samið verður á vinnumarkaði á skynsamlegum nótum og væntingar um efnahagshorfur standist. Erlendir aðilar hafa aukið fjárfestingar á markaðnum og innlendir fjársterkir aðilar aukið fjárfestingar í einstökum fyrirtækjum. Það er hins vegar áhyggjuefni að almennir fjárfestar hafa dregið úr þátttöku sinni á markaðnum. Auka þarf áhuga almennings á innlendum hlutabréfum sem sparnaðarformi. Ein leið til þess er að skoða skattalegan hvata. Enn fremur er nauðsynlegt að fjölga enn frekar fjárfestum með ólík viðhorf á markaðnum til að auka virkni hans. Huga mætti að eflingu afleiðumarkaðar. Afnám gjaldeyrishafta að fullu mun auðvelda aðgang erlendra fjárfesta að markaðnum. Áhugi erlendra aðila kann að aukast ef skráð fyrirtæki á Íslandi verða hluti af erlendum vísitölum. Nýverið var tilkynnt ákvörðun vísitölufyrirtækisins FTSE að skráð fyrirtæki í Nasdaq Iceland verði gjaldgeng í vísitölumengi þess og verður áhugavert að fylgjast með framvindu þess.
Skoðun

Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra
Inga Sæland skrifar

Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu
Erlingur Erlingsson skrifar

Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands
Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar

Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur
Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar

Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Getur Sturlunga snúið aftur?
Leifur B. Dagfinnsson skrifar

Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki
Gunnar Ásgrímsson skrifar

Vorbókaleysingar
Henry Alexander Henrysson skrifar

Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps?
Snorri Másson skrifar

Liðveisla fyrir öll
Atli Már Haraldsson skrifar

Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta
Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar

Að standa við stóru orðin
Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar

Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings
Ingibjörg Isaksen skrifar

Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas?
Þórður Snær Júlíusson skrifar

Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla
Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar

Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ?
Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar

„Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“
Jóhann Páll Jóhannsson skrifar

Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu
Jón Frímann Jónsson skrifar

Fullvalda utan sambandsríkja
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög
Sigurvin Lárus Jónsson skrifar

Sjálfstæðir grunnskólar í hættu
Benedikt S. Benediktsson skrifar

Borgaralegur vígbúnaður
Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar

Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu
Teitur Guðmundsson skrifar

Ósunginn óður til doktorsnema
Styrmir Hallsson skrifar

Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu?
Ole Anton Bieltvedt skrifar

Tannhjól í mulningsvél?
Arnar Þór Jónsson skrifar

Fækkum kennurum um 90%
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Uppsagnarbréf til góða fólksins
Daníel Freyr Jónsson skrifar

Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi
Skúli S. Ólafsson skrifar

Hugtakastríðið mikla
Sigmar Guðmundsson skrifar