„Svona á ekki að gerast,“ sagði Luka Doncic um langa fjarveru liðsfélaga síns Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. janúar 2019 08:30 Luka Doncic og Dennis Smith Jr.. AP Photo/LM Otero Luka Doncic og Dennis Smith Jr. eru tveir efnilegustu leikmenn Dallas Mavericks liðsins en stóra spurningin í Dallas hefur verið hvort þeir geti hreinlega blómstrað saman. Luka Doncic hefur skotist hratt upp á stjörnuhiminn NBA-deildarinnar á sínu fyrsta tímabili en aðra sögu hefur verið að segja af Dennis yngri. Doncic er 19 ára en Smith er 21 árs. Það er einkum innkoma Luka sem hefur sett framtíð Dennis hjá Dallas í uppnám. Hugsanlega leikmannaskipti með Dennis Smith Jr. hafa verið í umræðunni að undanförnu og strákurinn var búinn að missa af sex síðustu leikjum liðsins. Dennis Smith Jr. mætti aftur í nótt og hjálpaði Dallas Mavericks að vinna 106-98 sigur á Los Angeles Clippers í nótt.The @dallasmavs backcourt of @luka7doncic (6r/7a) and @Dennis1SmithJr (8r/4a) score 17 PTS apiece in their 106-98 W! #MFFLpic.twitter.com/ASUnJBd3Ia — NBA (@NBA) January 23, 2019Dennis Smith Jr. var með 17 stig, 8 fráköst og 4 stoðsendingar í leiknum en Luka Doncic bætti við 17 stigum, 7 fráköstum og 6 stoðsendingum, Doncic klikkaði aftur á móti á öllum átta þriggja stiga skotum sínum í leiknum og saman voru þeir tveir aðeins 1 af 14 fyrir utan þriggja stiga línuna. „Mér fannst hann vera frábær og kom með allt sem við þurftum frá honum: Hraða, áræðni, hittni og nokkrar stórkostlegar stoðsendingar,“ sagði þjálfarinn Rick Carlisle um framlag Dennis Smith Jr. en bætti svo við: „Það hefur verið mjög erfitt fyrir hann að vera í burtu frá liðsfélögum sínum en hann spilaði í kvöld einn sinn besta leik síðan að hann kom til Dallas,“ sagði Carlisle. Luka Doncic og Dennis Smith Jr. voru báðir í byrjunarliði Dallas í leiknum. „Svona á ekki að gerast,“ sagði Luka Doncic eftir leik um sex leikja fjarveru Dennis Smith Jr. „Þetta er slæmt fyrir liðið.“ Dennis sjálfur viðurkenndi líka að þetta hafi verið erfiður tími. „Svona hlutir gerast. Við unnum í kvöld og það er það mikilvægasta,“ sagði Dennis Smith Jr.. Dallas var búið að tapa fjórum leikjum í röð án hans og draumur um úrslitakeppnina hefur fjarlægst mjög á þeim tíma. Það voru fleiri leikir í NBA-deildinni í nótt.36 PTS | 8 REB | 5 STL@Yg_Trece & the @okcthunder win their third straight! #ThunderUppic.twitter.com/jRDC1J4enL — NBA (@NBA) January 23, 2019Paul George skoraði 36 stig og Russell Westbrook var með þrennu þegar Oklahoma City Thunder vann 123-114 sigur á Portland Trail Blazers. Westbrook var með 29 stig, 14 stoðsendingar og 10 fráköst en George bætti einnig við 8 fráköstum og 5 stolnum boltum. Þetta var þriðji sigurleikur Thunder-liðsins í röð. Damian Lillard var með 34 stig og 8 stoðsendingar fyrir Portland liðið og C.J. McCollum skoraði 31 stig. Liðið mætti í leikinn búið að vinna þrjá leiki í röð. Jusuf Nurkic var með 22 stig og 15 fráköst.29 PTS, 10 REB, 14 AST 14th triple-double of season 118th of his career@russwest44 & the @okcthunder win at home! #ThunderUppic.twitter.com/8F07AAZw25 — NBA (@NBA) January 23, 2019#WeTheNorth@FredVanVleet (7r/7a) and @Klow7 (9a) score 19 PTS apiece in the @Raptors 120-105 victory! pic.twitter.com/EaZPtWEh9C — NBA (@NBA) January 23, 2019Kyle Lowry og Fred VanVleet skoruðu báðir 19 stig í tíunda heimasigri Toronto Raptors í röð en liðið vann 120-105 sigur á Sacramento Kings. Pascal Siakam var með 18 stig og Serge Ibaka bætti við 15 stigum og 10 fráköstum.@KarlTowns tallies 25 PTS, 18 REB, 7 AST and 2 STL in the @Timberwolves 118-91 victory! #AllEyesNorthpic.twitter.com/cD4VD6zznW — NBA (@NBA) January 23, 2019Karl-Anthony-Town skoraði 25 stig, tók 18 fráköst og gaf 7 stoðsendingar þegar Minnesota Timberwolves vann 118-91 útisigur á Phoenix Suns.Úrslit allra leikja í NBA-deildinni í nótt: Phoenix Suns - Minnesota Timberwolves 91 : 118 Dallas Mavericks - Los Angeles Clippers 106 : 98 Oklahoma City Thunder - Portland Trail Blazers 123 : 114 Toronto Raptors - Sacramento Kings 120 : 105 NBA Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Fótbolti Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn, íslenskur körfubolta og það besta frá Bandaríkjunum Sport Brazell ráðinn til Vals Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Sjá meira
Luka Doncic og Dennis Smith Jr. eru tveir efnilegustu leikmenn Dallas Mavericks liðsins en stóra spurningin í Dallas hefur verið hvort þeir geti hreinlega blómstrað saman. Luka Doncic hefur skotist hratt upp á stjörnuhiminn NBA-deildarinnar á sínu fyrsta tímabili en aðra sögu hefur verið að segja af Dennis yngri. Doncic er 19 ára en Smith er 21 árs. Það er einkum innkoma Luka sem hefur sett framtíð Dennis hjá Dallas í uppnám. Hugsanlega leikmannaskipti með Dennis Smith Jr. hafa verið í umræðunni að undanförnu og strákurinn var búinn að missa af sex síðustu leikjum liðsins. Dennis Smith Jr. mætti aftur í nótt og hjálpaði Dallas Mavericks að vinna 106-98 sigur á Los Angeles Clippers í nótt.The @dallasmavs backcourt of @luka7doncic (6r/7a) and @Dennis1SmithJr (8r/4a) score 17 PTS apiece in their 106-98 W! #MFFLpic.twitter.com/ASUnJBd3Ia — NBA (@NBA) January 23, 2019Dennis Smith Jr. var með 17 stig, 8 fráköst og 4 stoðsendingar í leiknum en Luka Doncic bætti við 17 stigum, 7 fráköstum og 6 stoðsendingum, Doncic klikkaði aftur á móti á öllum átta þriggja stiga skotum sínum í leiknum og saman voru þeir tveir aðeins 1 af 14 fyrir utan þriggja stiga línuna. „Mér fannst hann vera frábær og kom með allt sem við þurftum frá honum: Hraða, áræðni, hittni og nokkrar stórkostlegar stoðsendingar,“ sagði þjálfarinn Rick Carlisle um framlag Dennis Smith Jr. en bætti svo við: „Það hefur verið mjög erfitt fyrir hann að vera í burtu frá liðsfélögum sínum en hann spilaði í kvöld einn sinn besta leik síðan að hann kom til Dallas,“ sagði Carlisle. Luka Doncic og Dennis Smith Jr. voru báðir í byrjunarliði Dallas í leiknum. „Svona á ekki að gerast,“ sagði Luka Doncic eftir leik um sex leikja fjarveru Dennis Smith Jr. „Þetta er slæmt fyrir liðið.“ Dennis sjálfur viðurkenndi líka að þetta hafi verið erfiður tími. „Svona hlutir gerast. Við unnum í kvöld og það er það mikilvægasta,“ sagði Dennis Smith Jr.. Dallas var búið að tapa fjórum leikjum í röð án hans og draumur um úrslitakeppnina hefur fjarlægst mjög á þeim tíma. Það voru fleiri leikir í NBA-deildinni í nótt.36 PTS | 8 REB | 5 STL@Yg_Trece & the @okcthunder win their third straight! #ThunderUppic.twitter.com/jRDC1J4enL — NBA (@NBA) January 23, 2019Paul George skoraði 36 stig og Russell Westbrook var með þrennu þegar Oklahoma City Thunder vann 123-114 sigur á Portland Trail Blazers. Westbrook var með 29 stig, 14 stoðsendingar og 10 fráköst en George bætti einnig við 8 fráköstum og 5 stolnum boltum. Þetta var þriðji sigurleikur Thunder-liðsins í röð. Damian Lillard var með 34 stig og 8 stoðsendingar fyrir Portland liðið og C.J. McCollum skoraði 31 stig. Liðið mætti í leikinn búið að vinna þrjá leiki í röð. Jusuf Nurkic var með 22 stig og 15 fráköst.29 PTS, 10 REB, 14 AST 14th triple-double of season 118th of his career@russwest44 & the @okcthunder win at home! #ThunderUppic.twitter.com/8F07AAZw25 — NBA (@NBA) January 23, 2019#WeTheNorth@FredVanVleet (7r/7a) and @Klow7 (9a) score 19 PTS apiece in the @Raptors 120-105 victory! pic.twitter.com/EaZPtWEh9C — NBA (@NBA) January 23, 2019Kyle Lowry og Fred VanVleet skoruðu báðir 19 stig í tíunda heimasigri Toronto Raptors í röð en liðið vann 120-105 sigur á Sacramento Kings. Pascal Siakam var með 18 stig og Serge Ibaka bætti við 15 stigum og 10 fráköstum.@KarlTowns tallies 25 PTS, 18 REB, 7 AST and 2 STL in the @Timberwolves 118-91 victory! #AllEyesNorthpic.twitter.com/cD4VD6zznW — NBA (@NBA) January 23, 2019Karl-Anthony-Town skoraði 25 stig, tók 18 fráköst og gaf 7 stoðsendingar þegar Minnesota Timberwolves vann 118-91 útisigur á Phoenix Suns.Úrslit allra leikja í NBA-deildinni í nótt: Phoenix Suns - Minnesota Timberwolves 91 : 118 Dallas Mavericks - Los Angeles Clippers 106 : 98 Oklahoma City Thunder - Portland Trail Blazers 123 : 114 Toronto Raptors - Sacramento Kings 120 : 105
NBA Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Fótbolti Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn, íslenskur körfubolta og það besta frá Bandaríkjunum Sport Brazell ráðinn til Vals Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Sjá meira