49 sagt upp hjá Novomatic í dag Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. janúar 2019 12:58 Skrifstofur Novomatic Lottery Solutions (Iceland) eru við Holtasmára 1 í Kópavogi. Vísir/Sigtryggur Hugbúnaðarfyrirtækið Novomatic Lottery Solutions fækkaði í dag stöðugildum sínum á Íslandi og í Serbíu vegna „endurskipulagningar í rekstri samsteypunnar“, að því er fram kemur í tilkynningu frá Novomatic. 49 starfsmönnum fyrirtækisins var sagt upp á Íslandi í þessum aðgerðum en greint var frá því um helgina að starfsemi fyrirtækisins á Íslandi yrði lögð niður fyrir árslok 2019. Móðurfélag Novomatic hyggst þó stofna sitt eigið tæknisetur á Íslandi. „Þessi endurskipulagning er hluti af áframhaldandi endurmótun stefnu NLS samsteypunnar og er ekki endurspeglun á hæfileikum þeirra starfsmanna sem sagt var upp. Þeir einstaklingar sem fóru frá okkur í dag eru allir hæfir og mikilsmetnir starfsmenn NLS,“ segir í tilkynningu Novomatic. Þá muni stjórnendur fyrirtækisins gera allt sem í þeirra valdi stendur til finna starfsfólkinu ný hlutverk. Nokkrum starfsmönnum sem sagt var upp verður þannig boðið að halda áfram störfum til ársloka og þá hyggur móðurfélag fyrirtækisins á stofnun tækniseturs á Íslandi, þó ekki komi fram í tilkynningu hvenær það verður. „Á Íslandi felur þessi hjálp í sér: að bjóða nokkrum einstaklingum áframhaldandi vinnu hjá NLS á Íslandi til loka 2019, að bjóða öðrum upp á ný tækifæri innan móðurfélags NLS (NOVOMATIC) sem hyggst stofna sitt eigið tæknisetur á Íslandi, og fyrir aðra starfsmenn var TeqHire með tvo ráðgjafa á staðnum sem tóku viðtöl og veittu ráðgjöf.“ Eins og áður segir var greint frá því um helgina að starfsemi Novomatic á Íslandi yrði lögð niður fyrir lok árs. Saga fyrirtækisins er á þá leið að íslenska fyrirtækið Betware var árið 2013 selt austurríska fyrirtækinu Novomatic. Novomatic, sem er einn stærsti framleiðandi tækja- og hugbúnaðar fyrir spilakassa í Evrópu, keypti 90 prósent af hlutafé Betware fyrir tvo til þrjá milljarða króna. Þá var átján starfsmönnum fyrirtækisins á Íslandi sagt upp störfum í apríl á síðasta ári. Kjaramál Tækni Vistaskipti Tengdar fréttir Hópuppsagnir hjá Novomatic Átján starfsmönnum sagt upp í vikunni. Hanna hugbúnað fyrir ríkisrekin lotterí. Fyrirséð að framtíðartekjur fyrirtækisins verða ekki jafn háar og gert var ráð fyrir. Novomatic LS keypti Betware árið 2013. 26. apríl 2018 06:00 Starfsemi Novomatic á Íslandi lögð niður Austurríska fyrirtækið Novomatic hefur ákveðið að leggja niður störf fyrirtækisins hér á landi sem byggðist á stoðum hugbúnaðarfyrirtækisins Betware. 20. janúar 2019 15:24 Mest lesið Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Fleiri fréttir Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Sjá meira
Hugbúnaðarfyrirtækið Novomatic Lottery Solutions fækkaði í dag stöðugildum sínum á Íslandi og í Serbíu vegna „endurskipulagningar í rekstri samsteypunnar“, að því er fram kemur í tilkynningu frá Novomatic. 49 starfsmönnum fyrirtækisins var sagt upp á Íslandi í þessum aðgerðum en greint var frá því um helgina að starfsemi fyrirtækisins á Íslandi yrði lögð niður fyrir árslok 2019. Móðurfélag Novomatic hyggst þó stofna sitt eigið tæknisetur á Íslandi. „Þessi endurskipulagning er hluti af áframhaldandi endurmótun stefnu NLS samsteypunnar og er ekki endurspeglun á hæfileikum þeirra starfsmanna sem sagt var upp. Þeir einstaklingar sem fóru frá okkur í dag eru allir hæfir og mikilsmetnir starfsmenn NLS,“ segir í tilkynningu Novomatic. Þá muni stjórnendur fyrirtækisins gera allt sem í þeirra valdi stendur til finna starfsfólkinu ný hlutverk. Nokkrum starfsmönnum sem sagt var upp verður þannig boðið að halda áfram störfum til ársloka og þá hyggur móðurfélag fyrirtækisins á stofnun tækniseturs á Íslandi, þó ekki komi fram í tilkynningu hvenær það verður. „Á Íslandi felur þessi hjálp í sér: að bjóða nokkrum einstaklingum áframhaldandi vinnu hjá NLS á Íslandi til loka 2019, að bjóða öðrum upp á ný tækifæri innan móðurfélags NLS (NOVOMATIC) sem hyggst stofna sitt eigið tæknisetur á Íslandi, og fyrir aðra starfsmenn var TeqHire með tvo ráðgjafa á staðnum sem tóku viðtöl og veittu ráðgjöf.“ Eins og áður segir var greint frá því um helgina að starfsemi Novomatic á Íslandi yrði lögð niður fyrir lok árs. Saga fyrirtækisins er á þá leið að íslenska fyrirtækið Betware var árið 2013 selt austurríska fyrirtækinu Novomatic. Novomatic, sem er einn stærsti framleiðandi tækja- og hugbúnaðar fyrir spilakassa í Evrópu, keypti 90 prósent af hlutafé Betware fyrir tvo til þrjá milljarða króna. Þá var átján starfsmönnum fyrirtækisins á Íslandi sagt upp störfum í apríl á síðasta ári.
Kjaramál Tækni Vistaskipti Tengdar fréttir Hópuppsagnir hjá Novomatic Átján starfsmönnum sagt upp í vikunni. Hanna hugbúnað fyrir ríkisrekin lotterí. Fyrirséð að framtíðartekjur fyrirtækisins verða ekki jafn háar og gert var ráð fyrir. Novomatic LS keypti Betware árið 2013. 26. apríl 2018 06:00 Starfsemi Novomatic á Íslandi lögð niður Austurríska fyrirtækið Novomatic hefur ákveðið að leggja niður störf fyrirtækisins hér á landi sem byggðist á stoðum hugbúnaðarfyrirtækisins Betware. 20. janúar 2019 15:24 Mest lesið Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Fleiri fréttir Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Sjá meira
Hópuppsagnir hjá Novomatic Átján starfsmönnum sagt upp í vikunni. Hanna hugbúnað fyrir ríkisrekin lotterí. Fyrirséð að framtíðartekjur fyrirtækisins verða ekki jafn háar og gert var ráð fyrir. Novomatic LS keypti Betware árið 2013. 26. apríl 2018 06:00
Starfsemi Novomatic á Íslandi lögð niður Austurríska fyrirtækið Novomatic hefur ákveðið að leggja niður störf fyrirtækisins hér á landi sem byggðist á stoðum hugbúnaðarfyrirtækisins Betware. 20. janúar 2019 15:24