„Það hlyti allt að fara til helvítis sem tengdist þessum geira“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 23. janúar 2019 14:11 Kjartan Bergur Jónsson gaf skýrslu í dómssal í dag. FBL/Stefán Kjartan Bergur Jónsson, þriðji maðurinn sem ákærður er i Icelandair-innherjasvikamálinu, gaf skýrslu þegar aðalmeðferð málsins hélt áfram eftir hádegishlé. Hinir tveir mennirnir, þeir Kristján Georg Jósteinsson og Kjartan Jónsson, gáfu skýrslu fyrr í dag og hefur Vísir þegar greint frá vitnisburði þeirra. Kjartan Bergur, sem vakið hefur athygli fyrir gott gengi á golfvellinum, byrjaði á því að þvertaka fyrir að þekkja Kjartan Jónsson að neinu ráði. Fyrstu kynni þeirra hefðu verið í flugvél eftir ferð til Dyflinnar á bardaga Gunnars Nelson, en Kjartan Bergur tók skýrt fram að þeir hafi ekki haft nein samskipti. Hann hafi þannig ekki haft hugmynd um á þeim tímapunkti að Kjartan Jónsson væri starfsmaður Icelandair. Hann hafi fyrst komist að því eftir skýrslutöku hjá saksóknara. Eins og rakið var í fyrri frétt úr aðalmeðferðinni fór Kjartan Bergur þess á leit við Kristján Georg að hann aðstoðaði sig við að koma á valréttarsamningi með bréf í Icelandair. Það segist Kjartan Bergur hafa gert í hádegismat með Kristjáni, þar sem hann segir þá hafa rætt ýmislegt sem tengdist íslensku krónunni og stöðunni í efnahagsmálum. Kjartan Bergur segist hafa verið vel með á nótunum í þeim málum vegna starfa sinna í hótelrekstri. „Ég vissi hvernig þetta var á þessum tíma þegar krónan var mjög sterk. Allur kostnaður var í íslenskum krónum og tekjur í erlendum gjaldeyri,“ sagði Kjartan Bergur til útskýringar. Yfir hádegismatnum hafi valréttarsamningur Kristjáns Georgs í Icelandair borið á góma, sem hann á að hafa lýst sem „góðu veðmáli.“ Það hafi verið þá sem Kjartan Bergur spurði Kristján hvort hann gæti hjálpað honum að gera sambærilegan samning. Kjartan Jónsson gegndi starfi forstöðumanns leiðakerfisstjórnunar Icelandair.Vísir/Vilhelm Vanur því að taka áhættu „Mér leist vel á þetta og langaði að gera eins.“ Aðspurður um hvort hann hefði spurt Kristján Georg á hverju hann byggði sannfæringu sína um hið góða veðmál svaraði Kjartan Bergur neitandi. Það væri ekki óalgengt að hann tæki stundum áhættur án þess að vera fullviss. Í ljósi þekkingar sinnar á ferðamennsku hafi því ekki verið með nokkrum hætti undarlegt að hann myndi veðja á að það færi að halla undan fæti hjá Icelandair. Viðvörunarljós væru farin að blikka í ferðamennskunni á þessum tíma. „Við hugsuðum: Það hlyti allt að fara í skrúfuna. Það hlyti allt að fara til helvítis sem tengdist þessum geira.“ Eins og vísað var til í fyrri frétt sendi Icelandair frá sér afkomuviðvörun þann 1. febrúar árið 2017, með þeim afleiðingum að hlutabréfaverð í félaginu hríðféll strax um morguninn. Sama morgun hringdi Kristján Georg í Kjartan Berg og spurði saksóknari hvað hefði farið þeim á milli. Kjartan Bergur var ekki alveg viss en áætlaði að hann hafi í símtalinu tjáð honum hvernig hefði farið fyrir hlutabréfaverðinu og að hann hygðist innleysa samning sinn, með fyrrnefndum milljóna gróða. Kjartan Bergur hafi þá beðið Kristján um að aðstoða sig við að gera slíkt hið sama. Hann hafi viljað njóta liðsinnis reyndari fjárfestis. Kristján Georg standandi með lögmanni sínum.Vísir/Vilhelm Vildi geyma reiðufé heima hjá sér Saksóknari varpaði þá upp sundurliðun úr Excel-skjali, sem sýndi hvernig Kjartan Bergur ráðstafaði hagnaðinum af umræddum valréttarsamningi. Þar mátti meðal annars sjá að Kjartan Bergur tók út 5 milljónir króna í reiðufé, sem hann vildi ekki gera mikið úr. Hann hafi einfaldlega viljað geyma reiðufé heima hjá sér. „Það er ekki ólöglegt,“ sagði Kjartan Bergur og saksóknari tók undir. Var Kjartan Bergur þá spurður hvort að Kristján Georg hafi einhvern tímann skuldað honum pening og svaraði Kjartan Bergur játandi. Um hafi verið að ræða rúmlega 2 milljónir króna sem Kristján Georg hygðist nýta til að gera upp heimili sitt. Þá skuld sagði Kjartan Bergur að Kristján hafi borgað sér til baka um leið og þeir voru búnir að innleysa valréttarsamninga sína með fyrrnefndum hagnaði. Að endingu tók Kjartan Bergur fram að sér þætti ákæran á hendur sér ruglingsleg. „Það er ekki eins og verið sé að ákæra mig fyrir viðskiptin mín heldur viðskiptin hans Kristjáns,“ sagði Kjartan Bergur og bætti við: „Ég skil ekki hvernig ég get átt hlutdeild í því sem hann ráðleggur mér.“ Kjartan Bergur er oft kenndur við lakkrísgerðina Kólus þar sem hann er með annan fótinn meðfram rekstri Norðureyja hótela. DV fjallaði í fyrra um sögu sælgætisins Þrists þar sem fram kom að Kjartan Bergur hefði farið með prufur í Árbæjarskóla þegar hann nam við skólann. „Kjartan gaf strákunum fyrstu Þristabitana í leikfimitíma. Smakkið sló í gegn og þá var ekki aftur snúið,“ segir í umfjöllun DV. Dómsmál Icelandair Innherjasvik hjá Icelandair Tengdar fréttir Innherjasvik í Icelandair: Segist vakna á morgnana og bíða eftir að dagurinn klárist Gunnar Nelson, milljónir í bókahillu, íslenskumenntun og afmælisdagur á nærbuxunum er meðal þess sem bar á góma við aðalmeðferðina í Icelandair-innherjasvikamálinu svokallaða. 23. janúar 2019 13:30 Reynslubolti í rekstri kampavínsklúbba svarar nú fyrir innherjasvik Kristján Georg Jósteinsson er einn þriggja sem ákærðir eru í Icelandair-innherjasvikamálinu. 23. janúar 2019 09:30 Mest lesið Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Sjá meira
Kjartan Bergur Jónsson, þriðji maðurinn sem ákærður er i Icelandair-innherjasvikamálinu, gaf skýrslu þegar aðalmeðferð málsins hélt áfram eftir hádegishlé. Hinir tveir mennirnir, þeir Kristján Georg Jósteinsson og Kjartan Jónsson, gáfu skýrslu fyrr í dag og hefur Vísir þegar greint frá vitnisburði þeirra. Kjartan Bergur, sem vakið hefur athygli fyrir gott gengi á golfvellinum, byrjaði á því að þvertaka fyrir að þekkja Kjartan Jónsson að neinu ráði. Fyrstu kynni þeirra hefðu verið í flugvél eftir ferð til Dyflinnar á bardaga Gunnars Nelson, en Kjartan Bergur tók skýrt fram að þeir hafi ekki haft nein samskipti. Hann hafi þannig ekki haft hugmynd um á þeim tímapunkti að Kjartan Jónsson væri starfsmaður Icelandair. Hann hafi fyrst komist að því eftir skýrslutöku hjá saksóknara. Eins og rakið var í fyrri frétt úr aðalmeðferðinni fór Kjartan Bergur þess á leit við Kristján Georg að hann aðstoðaði sig við að koma á valréttarsamningi með bréf í Icelandair. Það segist Kjartan Bergur hafa gert í hádegismat með Kristjáni, þar sem hann segir þá hafa rætt ýmislegt sem tengdist íslensku krónunni og stöðunni í efnahagsmálum. Kjartan Bergur segist hafa verið vel með á nótunum í þeim málum vegna starfa sinna í hótelrekstri. „Ég vissi hvernig þetta var á þessum tíma þegar krónan var mjög sterk. Allur kostnaður var í íslenskum krónum og tekjur í erlendum gjaldeyri,“ sagði Kjartan Bergur til útskýringar. Yfir hádegismatnum hafi valréttarsamningur Kristjáns Georgs í Icelandair borið á góma, sem hann á að hafa lýst sem „góðu veðmáli.“ Það hafi verið þá sem Kjartan Bergur spurði Kristján hvort hann gæti hjálpað honum að gera sambærilegan samning. Kjartan Jónsson gegndi starfi forstöðumanns leiðakerfisstjórnunar Icelandair.Vísir/Vilhelm Vanur því að taka áhættu „Mér leist vel á þetta og langaði að gera eins.“ Aðspurður um hvort hann hefði spurt Kristján Georg á hverju hann byggði sannfæringu sína um hið góða veðmál svaraði Kjartan Bergur neitandi. Það væri ekki óalgengt að hann tæki stundum áhættur án þess að vera fullviss. Í ljósi þekkingar sinnar á ferðamennsku hafi því ekki verið með nokkrum hætti undarlegt að hann myndi veðja á að það færi að halla undan fæti hjá Icelandair. Viðvörunarljós væru farin að blikka í ferðamennskunni á þessum tíma. „Við hugsuðum: Það hlyti allt að fara í skrúfuna. Það hlyti allt að fara til helvítis sem tengdist þessum geira.“ Eins og vísað var til í fyrri frétt sendi Icelandair frá sér afkomuviðvörun þann 1. febrúar árið 2017, með þeim afleiðingum að hlutabréfaverð í félaginu hríðféll strax um morguninn. Sama morgun hringdi Kristján Georg í Kjartan Berg og spurði saksóknari hvað hefði farið þeim á milli. Kjartan Bergur var ekki alveg viss en áætlaði að hann hafi í símtalinu tjáð honum hvernig hefði farið fyrir hlutabréfaverðinu og að hann hygðist innleysa samning sinn, með fyrrnefndum milljóna gróða. Kjartan Bergur hafi þá beðið Kristján um að aðstoða sig við að gera slíkt hið sama. Hann hafi viljað njóta liðsinnis reyndari fjárfestis. Kristján Georg standandi með lögmanni sínum.Vísir/Vilhelm Vildi geyma reiðufé heima hjá sér Saksóknari varpaði þá upp sundurliðun úr Excel-skjali, sem sýndi hvernig Kjartan Bergur ráðstafaði hagnaðinum af umræddum valréttarsamningi. Þar mátti meðal annars sjá að Kjartan Bergur tók út 5 milljónir króna í reiðufé, sem hann vildi ekki gera mikið úr. Hann hafi einfaldlega viljað geyma reiðufé heima hjá sér. „Það er ekki ólöglegt,“ sagði Kjartan Bergur og saksóknari tók undir. Var Kjartan Bergur þá spurður hvort að Kristján Georg hafi einhvern tímann skuldað honum pening og svaraði Kjartan Bergur játandi. Um hafi verið að ræða rúmlega 2 milljónir króna sem Kristján Georg hygðist nýta til að gera upp heimili sitt. Þá skuld sagði Kjartan Bergur að Kristján hafi borgað sér til baka um leið og þeir voru búnir að innleysa valréttarsamninga sína með fyrrnefndum hagnaði. Að endingu tók Kjartan Bergur fram að sér þætti ákæran á hendur sér ruglingsleg. „Það er ekki eins og verið sé að ákæra mig fyrir viðskiptin mín heldur viðskiptin hans Kristjáns,“ sagði Kjartan Bergur og bætti við: „Ég skil ekki hvernig ég get átt hlutdeild í því sem hann ráðleggur mér.“ Kjartan Bergur er oft kenndur við lakkrísgerðina Kólus þar sem hann er með annan fótinn meðfram rekstri Norðureyja hótela. DV fjallaði í fyrra um sögu sælgætisins Þrists þar sem fram kom að Kjartan Bergur hefði farið með prufur í Árbæjarskóla þegar hann nam við skólann. „Kjartan gaf strákunum fyrstu Þristabitana í leikfimitíma. Smakkið sló í gegn og þá var ekki aftur snúið,“ segir í umfjöllun DV.
Dómsmál Icelandair Innherjasvik hjá Icelandair Tengdar fréttir Innherjasvik í Icelandair: Segist vakna á morgnana og bíða eftir að dagurinn klárist Gunnar Nelson, milljónir í bókahillu, íslenskumenntun og afmælisdagur á nærbuxunum er meðal þess sem bar á góma við aðalmeðferðina í Icelandair-innherjasvikamálinu svokallaða. 23. janúar 2019 13:30 Reynslubolti í rekstri kampavínsklúbba svarar nú fyrir innherjasvik Kristján Georg Jósteinsson er einn þriggja sem ákærðir eru í Icelandair-innherjasvikamálinu. 23. janúar 2019 09:30 Mest lesið Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Sjá meira
Innherjasvik í Icelandair: Segist vakna á morgnana og bíða eftir að dagurinn klárist Gunnar Nelson, milljónir í bókahillu, íslenskumenntun og afmælisdagur á nærbuxunum er meðal þess sem bar á góma við aðalmeðferðina í Icelandair-innherjasvikamálinu svokallaða. 23. janúar 2019 13:30
Reynslubolti í rekstri kampavínsklúbba svarar nú fyrir innherjasvik Kristján Georg Jósteinsson er einn þriggja sem ákærðir eru í Icelandair-innherjasvikamálinu. 23. janúar 2019 09:30