Innherjasvik í Icelandair: Fimm milljóna lán í reiðufé til að koma Matstöðinni á koppinn Stefán Ó. Jónsson skrifar 23. janúar 2019 15:49 Geir tók fram að Matstöðin hafi ekki verið fjárhagslega háð Kristjáni Georgi. Mathöllin Matthías Sveinbjörnsson, forstöðumaður tekjustýringar hjá Icelandair, segist hafa haft upplýsingar frá Kjartani Jónssyni til hliðsjónar þegar hann gerði tekjuspár fyrir Icelandair. Upplýsingarnar hafi skipt miklu máli. Þetta kom fram í máli Matthíasar sem kallaður var til vitnis í innhverjasvikamál Icelandair í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Matthías sagði frá sambandi þeirra Kjartans Jónssonar, sem þá var forstöðumaður leiðakerfisstjórnunnar, og unnu þeir því mikið saman. Matthías útskýrði að Kjartan sæi um að uppfæra skjal sem sýndi breytingar á bókunarfjölda og flugmiðaverðbreytingar á milli ára. Þessa upplýsingar hafi skipt miklu máli að sögn Matthíasar, sem segist hafa haft töfluna til hliðsjónar þegar hann gerði tekjuspár fyrir Icelandair. Þessum upplýsingum miðlaði Kjartan til Matthíasar og annarra stjórnenda Icelandair með reglulegum tölvupóstum. Fjallað var um framburð ákærðu Kjartans og Kristjáns Georgs annars vegar og skýrslutökuna yfir Kjartani Bergi Jónssyni hins vegar fyrr í dag. Matthías Sveinbjörnssson var vitni í málinu og sagði frá samstarfi sínu við ákærða Kjartan Jónsson. Rautt á flestum tölum Saksóknari vísaði ítrekað í eina slíka töflu við aðalmeðferðina í dag, sem Kjartan sendi á samstarfsmenn sína í lok janúar ársins 2017. Þessi spá sýndi fram á að fyrri spár Icelandair um farþegafjölda á næstu mánuðum myndu ekki ganga eftir - rautt á flestum tölum. Var því næst vísað í fundargerð frá stjórnarfundi Icelandair Group, sem fram fór 30. janúar 2017. Þar segir að Matthías hafi greint stjórnarmönnum frá stöðunni sem komin væri upp. Lækka þyrfti tekjuspár í samræmi við lakari bókunarstöðu. „Staðan mjög alvarleg,“ segir í fundargerðinni. Einn stjórnarmannanna á því að hafa spurt hverjar líkurnar væru á því að félaginu tækist að ljúka árinu „með bottom line hagnaði.“ Var að endingu ákveðið að hluti stjórnar Icelandair myndi hittast reglulega og teikna upp aðgerðaráætlun til að bregðast við stöðunni sem upp væri komin. Aðspurður sagði Matthías að vísbendingar um þessu dökku framtíðarsýn hafi legið fyrir frá því í upphafi árs 2017. Það hafi þó ekki gefið tilefni til að grípa til róttækra aðgerða strax af hálfu Icelandair að sögn Matthíasar, þau vildu ekki „fara niður með markaðinum“ eins og hann orðaði það. Ekki sé óalgengt að sjá stakar vikur þar sem bókunarflæðið er undir væntingum. Þannig væri ekki útilokað að bókanir gætu tekið við sér aftur og spáin breytast samhliða. Kjartan Jónsson gegndi starfi forstöðumanns leiðakerfisstjórnunar Icelandair.Vísir/Vilhelm Lækka þyrfti tekjuspána Það hafi ekki verið ljóst fyrr en skömmu fyrir útgáfu margumræddrar afkomuviðvörunar 1. febrúar 2017 sem ljóst hafi verið að Icelandair myndi ekki ná að rétta úr kútnum. Sérfræðingar Icelandair ehf. hafi ráðist í ítarlega greiningu á stöðunni í fjórðu viku janúarmánaðar 2017 „og var niðurstaða þeirra að lækka þyrfti tekjuspá Icelandair ehf. talsvert.“ Matthías sagðist eiga erfitt með að átta sig á því hversu miklu máli tekjuáætlanir sínar, sem byggðu á farþegatölum frá Kjartani, skiptu fyrir EBIDTA Icelandair Group. Til að mynda segðu þær lítið til um kostnaðarhliðina, eins og breytingar á olíuverði. Varpaði saksóknari þá upp bréfi forstjóra Icelandair Group til Fjármálaeftirlitsins, sem sent var í tengslum við útgáfu afkomuviðvörunarinnar, þar sem fullyrt var að tekjuspár flugfélagsins, Icelandair ehf., skiptu miklu máli fyrir rekstur félagsins. Icelandair ehf. skapaði um 69 prósent af tekjum samstæðunnar og 78 prósent af EBIDTA. Matthías sagðist ekki hafa forsendur til að draga þær tölur í efa. Kristján Georg standandi með lögmanni sínum.Vísir/Vilhelm Fimm milljónir í Matstöðina Þá var hringt í matreiðslumanninn Geir Brynjólfsson sem rak veitingastað með Brynjólfi Jósteinssyni á árabilinu sem ákæran tekur til. Brynjólfur er bróðir Kristjáns Georgs sem ákærður er í málinu. Geir lýsti því hvernig þeir Brynjólfur standsettu stað sinn, Matstöðina, í lok árs 2016 en tók skýrt fram að hann væri ekki lengur í rekstri með Brynjólfi. Saksóknari spurði mikið út í fjármögnun staðarins sem Geir sagðist lítið geta frætt hann um. Hún hafi verið nær alfarið á könnu Brynjólfs. Því gat hann ekki varpað skýru ljósi á fimm milljónir króna, sem Kristján Georg sagðist hafa lánað bróður sínum vegna opnunar Matstöðvarinnar. Hann ræki þó ekki minni til að sú greiðsla hafi verið innt af hendi með reiðufé, því hann myndi ekki eftir að hafa rekið augun í slíkt peningafjall. Aðspurður áætlaði Geir að lánið frá Kristjáni væri tilkomið vegna þess að þeim hafði gengið erfiðlega að fá bankalán. Þá var jafnframt vísað til kreditkorts sem Geir sagði þá félaga hafa fengið lánaða frá föður Kristjáns og Brynjólfs. Kortið notuð þeir svo til notuðu það til að kaupa tækjabúnað og annað sem hann áætlaði að hafi kostað á bilinu 4,2 til 5 milljónir. Geir tók þó fram að Matstöðin hafi ekki verið fjárhagslega háð Kristjáni. Segist muna vel eftir láninu Næstur á dagskrá var umræddur Brynjólfur, sem spurður var hvað standsetning Matstöðvarinnar kostaði. Vísaði hann þar til fjárhagsáætlunar sem Geir á að hafa gert og hljóðaði upp á fimm milljóna kostnað. Þá peninga segist Brynjólfur hafa fengið frá bróður sínum, eins og fyrr segir. Rétt eins og Geir sagði Brynjólfur að þetta hafi verið neyðarráð, bankarnir hafi neitað þeim um lán og að lokum hafi bróðir hans því bjargað þeim. Hins vegar sagði Brynjólfur að Geir hafi verið fullmeðvitaður um umrætt lán – og að það hafi verið í reiðufé. Aðspurður um hvers vegna ákveðið hafi verið að greiða lánið í reiðufé sagði Brynjólfur að þeir hafi hreinlega ekki haft aðgang að bankareikningi á þeim tíma. Ekkert hafi því verið skjalfest um lánið, aðeins munnlegur samningur milli þeirra bræðra. Þá véfengdi Brynjólfur vitnisburð Geirs um að fyrrnefnt kreditkort hafi verið straujað fyrir næstum 5 milljónir króna. Réttara væri að tala um einhver örfá hundruð þúsunda í því samhengi. Reiðuféð hafi fyrst og fremst staðið straum af standsetningarkostnaði Matstöðvarinnar. Dómsmál Icelandair Innherjasvik hjá Icelandair Tengdar fréttir Innherjasvik í Icelandair: Segist vakna á morgnana og bíða eftir að dagurinn klárist Gunnar Nelson, milljónir í bókahillu, íslenskumenntun og afmælisdagur á nærbuxunum er meðal þess sem bar á góma við aðalmeðferðina í Icelandair-innherjasvikamálinu svokallaða. 23. janúar 2019 13:30 „Það hlyti allt að fara til helvítis sem tengdist þessum geira“ Kjartan Bergur Jónsson, þriðji maðurinn sem ákærður er i Icelandair-innherjasvikamálinu, gaf skýrslu þegar aðalmeðferð málsins hélt áfram eftir hádegis hlé. 23. janúar 2019 14:11 Reynslubolti í rekstri kampavínsklúbba svarar nú fyrir innherjasvik Kristján Georg Jósteinsson er einn þriggja sem ákærðir eru í Icelandair-innherjasvikamálinu. 23. janúar 2019 09:30 Mest lesið Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Matthías Sveinbjörnsson, forstöðumaður tekjustýringar hjá Icelandair, segist hafa haft upplýsingar frá Kjartani Jónssyni til hliðsjónar þegar hann gerði tekjuspár fyrir Icelandair. Upplýsingarnar hafi skipt miklu máli. Þetta kom fram í máli Matthíasar sem kallaður var til vitnis í innhverjasvikamál Icelandair í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Matthías sagði frá sambandi þeirra Kjartans Jónssonar, sem þá var forstöðumaður leiðakerfisstjórnunnar, og unnu þeir því mikið saman. Matthías útskýrði að Kjartan sæi um að uppfæra skjal sem sýndi breytingar á bókunarfjölda og flugmiðaverðbreytingar á milli ára. Þessa upplýsingar hafi skipt miklu máli að sögn Matthíasar, sem segist hafa haft töfluna til hliðsjónar þegar hann gerði tekjuspár fyrir Icelandair. Þessum upplýsingum miðlaði Kjartan til Matthíasar og annarra stjórnenda Icelandair með reglulegum tölvupóstum. Fjallað var um framburð ákærðu Kjartans og Kristjáns Georgs annars vegar og skýrslutökuna yfir Kjartani Bergi Jónssyni hins vegar fyrr í dag. Matthías Sveinbjörnssson var vitni í málinu og sagði frá samstarfi sínu við ákærða Kjartan Jónsson. Rautt á flestum tölum Saksóknari vísaði ítrekað í eina slíka töflu við aðalmeðferðina í dag, sem Kjartan sendi á samstarfsmenn sína í lok janúar ársins 2017. Þessi spá sýndi fram á að fyrri spár Icelandair um farþegafjölda á næstu mánuðum myndu ekki ganga eftir - rautt á flestum tölum. Var því næst vísað í fundargerð frá stjórnarfundi Icelandair Group, sem fram fór 30. janúar 2017. Þar segir að Matthías hafi greint stjórnarmönnum frá stöðunni sem komin væri upp. Lækka þyrfti tekjuspár í samræmi við lakari bókunarstöðu. „Staðan mjög alvarleg,“ segir í fundargerðinni. Einn stjórnarmannanna á því að hafa spurt hverjar líkurnar væru á því að félaginu tækist að ljúka árinu „með bottom line hagnaði.“ Var að endingu ákveðið að hluti stjórnar Icelandair myndi hittast reglulega og teikna upp aðgerðaráætlun til að bregðast við stöðunni sem upp væri komin. Aðspurður sagði Matthías að vísbendingar um þessu dökku framtíðarsýn hafi legið fyrir frá því í upphafi árs 2017. Það hafi þó ekki gefið tilefni til að grípa til róttækra aðgerða strax af hálfu Icelandair að sögn Matthíasar, þau vildu ekki „fara niður með markaðinum“ eins og hann orðaði það. Ekki sé óalgengt að sjá stakar vikur þar sem bókunarflæðið er undir væntingum. Þannig væri ekki útilokað að bókanir gætu tekið við sér aftur og spáin breytast samhliða. Kjartan Jónsson gegndi starfi forstöðumanns leiðakerfisstjórnunar Icelandair.Vísir/Vilhelm Lækka þyrfti tekjuspána Það hafi ekki verið ljóst fyrr en skömmu fyrir útgáfu margumræddrar afkomuviðvörunar 1. febrúar 2017 sem ljóst hafi verið að Icelandair myndi ekki ná að rétta úr kútnum. Sérfræðingar Icelandair ehf. hafi ráðist í ítarlega greiningu á stöðunni í fjórðu viku janúarmánaðar 2017 „og var niðurstaða þeirra að lækka þyrfti tekjuspá Icelandair ehf. talsvert.“ Matthías sagðist eiga erfitt með að átta sig á því hversu miklu máli tekjuáætlanir sínar, sem byggðu á farþegatölum frá Kjartani, skiptu fyrir EBIDTA Icelandair Group. Til að mynda segðu þær lítið til um kostnaðarhliðina, eins og breytingar á olíuverði. Varpaði saksóknari þá upp bréfi forstjóra Icelandair Group til Fjármálaeftirlitsins, sem sent var í tengslum við útgáfu afkomuviðvörunarinnar, þar sem fullyrt var að tekjuspár flugfélagsins, Icelandair ehf., skiptu miklu máli fyrir rekstur félagsins. Icelandair ehf. skapaði um 69 prósent af tekjum samstæðunnar og 78 prósent af EBIDTA. Matthías sagðist ekki hafa forsendur til að draga þær tölur í efa. Kristján Georg standandi með lögmanni sínum.Vísir/Vilhelm Fimm milljónir í Matstöðina Þá var hringt í matreiðslumanninn Geir Brynjólfsson sem rak veitingastað með Brynjólfi Jósteinssyni á árabilinu sem ákæran tekur til. Brynjólfur er bróðir Kristjáns Georgs sem ákærður er í málinu. Geir lýsti því hvernig þeir Brynjólfur standsettu stað sinn, Matstöðina, í lok árs 2016 en tók skýrt fram að hann væri ekki lengur í rekstri með Brynjólfi. Saksóknari spurði mikið út í fjármögnun staðarins sem Geir sagðist lítið geta frætt hann um. Hún hafi verið nær alfarið á könnu Brynjólfs. Því gat hann ekki varpað skýru ljósi á fimm milljónir króna, sem Kristján Georg sagðist hafa lánað bróður sínum vegna opnunar Matstöðvarinnar. Hann ræki þó ekki minni til að sú greiðsla hafi verið innt af hendi með reiðufé, því hann myndi ekki eftir að hafa rekið augun í slíkt peningafjall. Aðspurður áætlaði Geir að lánið frá Kristjáni væri tilkomið vegna þess að þeim hafði gengið erfiðlega að fá bankalán. Þá var jafnframt vísað til kreditkorts sem Geir sagði þá félaga hafa fengið lánaða frá föður Kristjáns og Brynjólfs. Kortið notuð þeir svo til notuðu það til að kaupa tækjabúnað og annað sem hann áætlaði að hafi kostað á bilinu 4,2 til 5 milljónir. Geir tók þó fram að Matstöðin hafi ekki verið fjárhagslega háð Kristjáni. Segist muna vel eftir láninu Næstur á dagskrá var umræddur Brynjólfur, sem spurður var hvað standsetning Matstöðvarinnar kostaði. Vísaði hann þar til fjárhagsáætlunar sem Geir á að hafa gert og hljóðaði upp á fimm milljóna kostnað. Þá peninga segist Brynjólfur hafa fengið frá bróður sínum, eins og fyrr segir. Rétt eins og Geir sagði Brynjólfur að þetta hafi verið neyðarráð, bankarnir hafi neitað þeim um lán og að lokum hafi bróðir hans því bjargað þeim. Hins vegar sagði Brynjólfur að Geir hafi verið fullmeðvitaður um umrætt lán – og að það hafi verið í reiðufé. Aðspurður um hvers vegna ákveðið hafi verið að greiða lánið í reiðufé sagði Brynjólfur að þeir hafi hreinlega ekki haft aðgang að bankareikningi á þeim tíma. Ekkert hafi því verið skjalfest um lánið, aðeins munnlegur samningur milli þeirra bræðra. Þá véfengdi Brynjólfur vitnisburð Geirs um að fyrrnefnt kreditkort hafi verið straujað fyrir næstum 5 milljónir króna. Réttara væri að tala um einhver örfá hundruð þúsunda í því samhengi. Reiðuféð hafi fyrst og fremst staðið straum af standsetningarkostnaði Matstöðvarinnar.
Dómsmál Icelandair Innherjasvik hjá Icelandair Tengdar fréttir Innherjasvik í Icelandair: Segist vakna á morgnana og bíða eftir að dagurinn klárist Gunnar Nelson, milljónir í bókahillu, íslenskumenntun og afmælisdagur á nærbuxunum er meðal þess sem bar á góma við aðalmeðferðina í Icelandair-innherjasvikamálinu svokallaða. 23. janúar 2019 13:30 „Það hlyti allt að fara til helvítis sem tengdist þessum geira“ Kjartan Bergur Jónsson, þriðji maðurinn sem ákærður er i Icelandair-innherjasvikamálinu, gaf skýrslu þegar aðalmeðferð málsins hélt áfram eftir hádegis hlé. 23. janúar 2019 14:11 Reynslubolti í rekstri kampavínsklúbba svarar nú fyrir innherjasvik Kristján Georg Jósteinsson er einn þriggja sem ákærðir eru í Icelandair-innherjasvikamálinu. 23. janúar 2019 09:30 Mest lesið Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Innherjasvik í Icelandair: Segist vakna á morgnana og bíða eftir að dagurinn klárist Gunnar Nelson, milljónir í bókahillu, íslenskumenntun og afmælisdagur á nærbuxunum er meðal þess sem bar á góma við aðalmeðferðina í Icelandair-innherjasvikamálinu svokallaða. 23. janúar 2019 13:30
„Það hlyti allt að fara til helvítis sem tengdist þessum geira“ Kjartan Bergur Jónsson, þriðji maðurinn sem ákærður er i Icelandair-innherjasvikamálinu, gaf skýrslu þegar aðalmeðferð málsins hélt áfram eftir hádegis hlé. 23. janúar 2019 14:11
Reynslubolti í rekstri kampavínsklúbba svarar nú fyrir innherjasvik Kristján Georg Jósteinsson er einn þriggja sem ákærðir eru í Icelandair-innherjasvikamálinu. 23. janúar 2019 09:30
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent