Slæmur jarðvegur hefur tafið fyrir björgunaraðgerðum Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 23. janúar 2019 19:00 Mikill viðbúnaður er á vettvangi. EPA/Daniel Perez Tíu dagar eru síðan hinn tveggja ára gamli Julen Rosello féll ofan í borholu rétt hjá bænum Totalán nærri Malaga á suðurhluta Spánar. Klukkan sex í morgun að spænskum tíma kláruðu björgunaraðilar að bora lóðrétt göng samhliða borholunni sem Julen féll í. Nú mun hópur fjögurra sérfræðinga í námugreftri fara niður í 60 metra djúpa holuna í lyftu. Þar munu þeir grafa sér leið yfir á staðinn þar sem jarðvegur hefur lokað borholunni á um 73 metra dýpi. Þannig vonast þeir til að geta losað jarðveginn sem lokar holunni og þannig náð til Julen.Jarðvegur lokar borholunni á 73 metra dýpi. 4 manna teymi fer niður í holu sem hefur verið boruð samsíða og reyndir að grafa sér leið yfir.Mynd/SkjáskotHingað til hefur verið notast við bora og vinnuvélar en þessi hluti verksins verður gerður handvirkt og mun reynast erfiðisverk. Tveggja manna teymi grafa á 40 til 60 mínútna vöktum og talið er að verkið muni taka 24 klukkustundir og klárast seint í nótt eða í fyrramálið. Lélegur jarðvegur og slæm veðurskilyrði hafa ítrekað sett strik í reikninginn. Jarðvegurinn er harður og mikið er um stóra grjóthnullunga. Borholan sem Julen féll í er einungis um 25 til 30 sentímetrar í þvermál og um hundrað metra djúp. Á um 73 metra dýpi hefur jarðvegur færst til og lokar hann holunni. Þar hefur fundist hár af drengnum ásamt sælgæti og plastbolla sem hann var með þegar hann féll ofan í. Hinsvegar hafa myndavélar ekki komið auga á drenginn sjálfan og engar vísbendingar hafa fengist um hvort hann sé á lífi. Um er að ræða mikinn fjölskylduharmleik en foreldrar Julen misstu annan son, eins og hálfs árs gamlan, af slysförum fyrir tveimur árum síðan. Spænsk yfirvöld rannsaka nú slysið en borholan sem um ræðir var boruð ólöglega og ekki innsigluð líkt og reglur kveða á um. Spánn Tengdar fréttir Tveggja ára drengur féll ofan í brunn nærri Malaga Spænskar björgunarsveitir reyna nú að bjarga tveggja ára dreng sem féll ofan í brunn nærri Malaga í dag. 13. janúar 2019 21:29 Vonast til að ná til Julen á morgun Björgunaraðilar berjast við að bora holu niður til drengsins. 22. janúar 2019 19:00 Örvæntingarfull leit að hinum tveggja ára Julen Fjölmennt björgunarlið vinnur nú að því myrkranna á milli að reyna að bjarga hinum tveggja ára Julen sem féll ofan í um 150 metra brunn á Spáni á sunnudag. 15. janúar 2019 10:48 Reyna að grafa göng til drengsins í borholunni Björgunaraðilar leita frumlegra leiða til að ná til drengsins. 15. janúar 2019 20:00 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Fleiri fréttir Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Sjá meira
Tíu dagar eru síðan hinn tveggja ára gamli Julen Rosello féll ofan í borholu rétt hjá bænum Totalán nærri Malaga á suðurhluta Spánar. Klukkan sex í morgun að spænskum tíma kláruðu björgunaraðilar að bora lóðrétt göng samhliða borholunni sem Julen féll í. Nú mun hópur fjögurra sérfræðinga í námugreftri fara niður í 60 metra djúpa holuna í lyftu. Þar munu þeir grafa sér leið yfir á staðinn þar sem jarðvegur hefur lokað borholunni á um 73 metra dýpi. Þannig vonast þeir til að geta losað jarðveginn sem lokar holunni og þannig náð til Julen.Jarðvegur lokar borholunni á 73 metra dýpi. 4 manna teymi fer niður í holu sem hefur verið boruð samsíða og reyndir að grafa sér leið yfir.Mynd/SkjáskotHingað til hefur verið notast við bora og vinnuvélar en þessi hluti verksins verður gerður handvirkt og mun reynast erfiðisverk. Tveggja manna teymi grafa á 40 til 60 mínútna vöktum og talið er að verkið muni taka 24 klukkustundir og klárast seint í nótt eða í fyrramálið. Lélegur jarðvegur og slæm veðurskilyrði hafa ítrekað sett strik í reikninginn. Jarðvegurinn er harður og mikið er um stóra grjóthnullunga. Borholan sem Julen féll í er einungis um 25 til 30 sentímetrar í þvermál og um hundrað metra djúp. Á um 73 metra dýpi hefur jarðvegur færst til og lokar hann holunni. Þar hefur fundist hár af drengnum ásamt sælgæti og plastbolla sem hann var með þegar hann féll ofan í. Hinsvegar hafa myndavélar ekki komið auga á drenginn sjálfan og engar vísbendingar hafa fengist um hvort hann sé á lífi. Um er að ræða mikinn fjölskylduharmleik en foreldrar Julen misstu annan son, eins og hálfs árs gamlan, af slysförum fyrir tveimur árum síðan. Spænsk yfirvöld rannsaka nú slysið en borholan sem um ræðir var boruð ólöglega og ekki innsigluð líkt og reglur kveða á um.
Spánn Tengdar fréttir Tveggja ára drengur féll ofan í brunn nærri Malaga Spænskar björgunarsveitir reyna nú að bjarga tveggja ára dreng sem féll ofan í brunn nærri Malaga í dag. 13. janúar 2019 21:29 Vonast til að ná til Julen á morgun Björgunaraðilar berjast við að bora holu niður til drengsins. 22. janúar 2019 19:00 Örvæntingarfull leit að hinum tveggja ára Julen Fjölmennt björgunarlið vinnur nú að því myrkranna á milli að reyna að bjarga hinum tveggja ára Julen sem féll ofan í um 150 metra brunn á Spáni á sunnudag. 15. janúar 2019 10:48 Reyna að grafa göng til drengsins í borholunni Björgunaraðilar leita frumlegra leiða til að ná til drengsins. 15. janúar 2019 20:00 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Fleiri fréttir Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Sjá meira
Tveggja ára drengur féll ofan í brunn nærri Malaga Spænskar björgunarsveitir reyna nú að bjarga tveggja ára dreng sem féll ofan í brunn nærri Malaga í dag. 13. janúar 2019 21:29
Vonast til að ná til Julen á morgun Björgunaraðilar berjast við að bora holu niður til drengsins. 22. janúar 2019 19:00
Örvæntingarfull leit að hinum tveggja ára Julen Fjölmennt björgunarlið vinnur nú að því myrkranna á milli að reyna að bjarga hinum tveggja ára Julen sem féll ofan í um 150 metra brunn á Spáni á sunnudag. 15. janúar 2019 10:48
Reyna að grafa göng til drengsins í borholunni Björgunaraðilar leita frumlegra leiða til að ná til drengsins. 15. janúar 2019 20:00