Bílasalan næmari fyrir umræðunni Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 24. janúar 2019 07:00 Fjöldi nýskráðra bíla dróst saman um 18 prósent milli ára. Fréttablaðið/Eyþór Bílasala er orðin næmari fyrir umræðunni í þjóðfélaginu en áður að sögn forstöðumanns útlánasviðs Ergo. Á móti hefur uppgangur ferðaþjónustunnar myndað sveiflujöfnun inn í efnahagslífið sem gerir það að verkum að aukin eftirspurn er eftir bílaleigubílum. Markaðurinn greindi nýlega frá samantekt Ergo sem sýndi að fjöldi nýskráðra bíla dróst saman um 18 prósent á milli ára. Árið 2018 fór vel af stað en það fór að hægja á sölunni á seinni hlutanum. „Við þurfum að hafa í huga að við erum að bera 2018 saman við stærsta bílaárið í sögu Íslands. Bílasalan í ár mun verða á bilinu 15 þúsund til 17 þúsund bílar sem er mjög ásættanlegt,“ segir Haraldur Ólafsson, forstöðumaður útlánasviðs Ergo. Fram kom í samantekt Ergo að bílasalar reki dræmari sölu á seinni hluta ársins til óvissu varðandi kjarasamninga. Haraldur segir að umræðan í þjóðfélaginu sé farin að hafa meiri áhrif á bílasölu en áður. „Við erum að upplifa að bílasala er orðin viðkvæmari fyrir umræðunni í þjóðfélaginu og væntingum. Það er ný þróun,“ segir Haraldur og rifjar upp stöðuna síðasta haust. „Salan fer niður um miðjan september og það er á þeim tíma þegar umræðan um Icelandair og WOW air fer á flug. Á sama tíma eru aðilar í verkalýðshreyfingunni að tjá sig um þá erfiðu stöðu sem kann að koma upp á vinnumarkaði. Ætla má að veiking krónunnar í vetur hafi einnig haft neikvæð áhrif á bílasölu en aftur á móti hefur uppgangur ferðaþjónustunnar byggt sveiflujöfnun inn í bílamarkaðinn. „Ferðaþjónusta er mjög verðteygin vara þannig að veiking krónunnar skilar sér í aukinni eftirspurn eftir landinu sem aftur skilar sér í eftirspurn eftir bílaleigu. Við erum að sjá fram að það að bílaleigurnar kaupi allt að sjö til átta þúsund bíla á þessu ári og þær bílaleigur sem ég ræddi við fyrir áramót sögðu að bókanir inn á þetta ár hefðu aukist verulega miðað við sama tíma árið áður. Vissulega eru fáir dagar bókaðir þannig að hver dagur hefur mikil áhrif en engu að síður eykst eftirspurnin þegar krónan gefur eftir.“ Verð notaðra bíla er að miklu leyti háð verði nýrra bíla. Verð notaðra bíla lækkaði töluvert árið 2017 og fyrri hluta 2018 en gengisveiking krónunnar í vetur sneri þróuninni við. „Notaði markaðurinn er ekki lengur í lækkunarfasa. Nýir bílar urðu dýrari og sú verðhækkun kvíslaðist inn á notaða markaðinn að einhverju leyti. Það er ekkert launungarmál að það eru margir notaðir bílar til sölu en við sjáum það í okkar tölum að það hefur gengið ágætlega að selja þá.“ Aðspurður segir Haraldur að ekki séu merki um að lánshlutföll bílalána hafi aukist en það er ein vísbending um þenslu á markaðinum. „Það virðist vera þannig að fólk sem kaupir bíla sé með töluvert eigið fé á milli handanna. Lánshlutföllin hjá okkur hafa ekki hækkað sem er jákvætt enda viljum við hafa markaðinn heilbrigðan.“ Birtist í Fréttablaðinu Bílar Neytendur Mest lesið Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Bílasala er orðin næmari fyrir umræðunni í þjóðfélaginu en áður að sögn forstöðumanns útlánasviðs Ergo. Á móti hefur uppgangur ferðaþjónustunnar myndað sveiflujöfnun inn í efnahagslífið sem gerir það að verkum að aukin eftirspurn er eftir bílaleigubílum. Markaðurinn greindi nýlega frá samantekt Ergo sem sýndi að fjöldi nýskráðra bíla dróst saman um 18 prósent á milli ára. Árið 2018 fór vel af stað en það fór að hægja á sölunni á seinni hlutanum. „Við þurfum að hafa í huga að við erum að bera 2018 saman við stærsta bílaárið í sögu Íslands. Bílasalan í ár mun verða á bilinu 15 þúsund til 17 þúsund bílar sem er mjög ásættanlegt,“ segir Haraldur Ólafsson, forstöðumaður útlánasviðs Ergo. Fram kom í samantekt Ergo að bílasalar reki dræmari sölu á seinni hluta ársins til óvissu varðandi kjarasamninga. Haraldur segir að umræðan í þjóðfélaginu sé farin að hafa meiri áhrif á bílasölu en áður. „Við erum að upplifa að bílasala er orðin viðkvæmari fyrir umræðunni í þjóðfélaginu og væntingum. Það er ný þróun,“ segir Haraldur og rifjar upp stöðuna síðasta haust. „Salan fer niður um miðjan september og það er á þeim tíma þegar umræðan um Icelandair og WOW air fer á flug. Á sama tíma eru aðilar í verkalýðshreyfingunni að tjá sig um þá erfiðu stöðu sem kann að koma upp á vinnumarkaði. Ætla má að veiking krónunnar í vetur hafi einnig haft neikvæð áhrif á bílasölu en aftur á móti hefur uppgangur ferðaþjónustunnar byggt sveiflujöfnun inn í bílamarkaðinn. „Ferðaþjónusta er mjög verðteygin vara þannig að veiking krónunnar skilar sér í aukinni eftirspurn eftir landinu sem aftur skilar sér í eftirspurn eftir bílaleigu. Við erum að sjá fram að það að bílaleigurnar kaupi allt að sjö til átta þúsund bíla á þessu ári og þær bílaleigur sem ég ræddi við fyrir áramót sögðu að bókanir inn á þetta ár hefðu aukist verulega miðað við sama tíma árið áður. Vissulega eru fáir dagar bókaðir þannig að hver dagur hefur mikil áhrif en engu að síður eykst eftirspurnin þegar krónan gefur eftir.“ Verð notaðra bíla er að miklu leyti háð verði nýrra bíla. Verð notaðra bíla lækkaði töluvert árið 2017 og fyrri hluta 2018 en gengisveiking krónunnar í vetur sneri þróuninni við. „Notaði markaðurinn er ekki lengur í lækkunarfasa. Nýir bílar urðu dýrari og sú verðhækkun kvíslaðist inn á notaða markaðinn að einhverju leyti. Það er ekkert launungarmál að það eru margir notaðir bílar til sölu en við sjáum það í okkar tölum að það hefur gengið ágætlega að selja þá.“ Aðspurður segir Haraldur að ekki séu merki um að lánshlutföll bílalána hafi aukist en það er ein vísbending um þenslu á markaðinum. „Það virðist vera þannig að fólk sem kaupir bíla sé með töluvert eigið fé á milli handanna. Lánshlutföllin hjá okkur hafa ekki hækkað sem er jákvætt enda viljum við hafa markaðinn heilbrigðan.“
Birtist í Fréttablaðinu Bílar Neytendur Mest lesið Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira