Körfubolti

Klay Thompson og James Harden lifa í tveimur mjög ólíkum körfuboltaheimum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Klay Thompson og James Harden.
Klay Thompson og James Harden. Getty/Thearon W. Henderson/
NBA-leikmennirnir Klay Thompson og James Harden áttu báðir frábæra leiki í NBA-deildinni í vikunni en samanburður á þessum leikjum hefur sýnt fram á hversu ótrúlega ólíkt þeir fara að því að ná í stigin sín inn á vellinum.

Klay Thompson spilar með Golden State Warriors og skoraði 44 stig í 130-111 sigri á Los Angeles Lakers. Thompson hitti úr tíu fyrstu þriggja stiga skotum sínum og þurfti bara 20 skot og 27 mínútur til að skora þessi 44 stig.

James Harden skoraði 61 stig fyrir Houston Rockets í 114-110 sigri á New York Knicks en í leikjunum á undan var hann með 57 stig, 58 stig, 48 stig og 37 stig. Í 61 stigs leiknum þá hitti Harden úr 17 af 38 skotum sínum og skoraði stigin sín á 40 mínútum.

Það sem sýnir og sannar það að þessir tveir miklu skorarar í NBA-deildinni lifa í tveimur mjög svo ólíkum körfuboltaheimum er þessi staðreynd hér fyrir neðan.





Klay Thompson skoraði allar 17 körfurnar sínar á móti Los Angeles Lakers eftir stoðsendingar frá liðsfélögum sínum.

Enginn liðsfélagi hefur aftur á móti tekist að gefa stoðsendingu á Harden í síðustu leikjum þrátt fyrir að hann sé að skora yfir 50 stig að meðaltali í leik í síðustu fimm leikjum.





261 stig í fimm leikjum og ekki ein einasta stoðsending frá liðsfélögunum. Þetta eru 76 körfur. Harden hefur sjálfur gefið 21 stoðsendingu á félaga sína í undanförnum fimm leikjum.

Hér fyrir neðan má sjá skotkort James Harden sem og svipmyndir frá síðustu leikjum hans og Klay.























NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×