Umsvifamikill auðjöfur keypti dýrustu fasteign Bandaríkjanna Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. janúar 2019 16:44 Íbúðin er á efstu fjórum hæðum 220 Central Park South-skýjakljúfsins. Getty/Jeenah Moon Milljarðamæringurinn Ken Griffin keypti íbúð á Manhattan í New York-borg á 238 milljónir Bandaríkjadala, rúma 28 milljarða íslenskra króna. Um er að ræða dýrustu fasteign sem seld hefur verið í Bandaríkjunum. Íbúðin er á efstu fjórum hæðum skýjakljúfsins sem stendur við 220 Central Park South og státar af útsýni yfir samnefndan lystigarð, eitt sögufrægasta kennileiti New York-borgar. Íbúðir í byggingunni hafa selst hratt síðustu misseri, að því er fram kemur í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Kaupandinn, Ken Griffin, er fimmtugur stofnandi vogunarsjóðsins Citadel. Hann er umsvifamikill á bandarískum fasteignamarkaði, sem og evrópskum, en hann komst síðast í fréttir á mánudag þegar hann fjárfesti í húsi í grennd við Buckinghamhöll í London fyrir 124 milljónir dala, eða um 14 milljarða íslenskra króna. Þá keypti hann dýrustu fasteign Miami árið 2015 og hliðstæðu hennar í Chicago í fyrra. Hvor um sig kostaði Griffin um sextíu milljónir Bandaríkjadala. Fyrrverandi dýrasta fasteign Bandaríkjanna, hús í Austur-Hampton í New York-ríki, var keypt á 137 milljónir dala árið 2014.Ken Griffin, stofnandi Citadel og fasteignabraskari.Getty/David Paul Morris Bandaríkin Mest lesið Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Falsaði fleiri bréf Viðskipti Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Milljarðamæringurinn Ken Griffin keypti íbúð á Manhattan í New York-borg á 238 milljónir Bandaríkjadala, rúma 28 milljarða íslenskra króna. Um er að ræða dýrustu fasteign sem seld hefur verið í Bandaríkjunum. Íbúðin er á efstu fjórum hæðum skýjakljúfsins sem stendur við 220 Central Park South og státar af útsýni yfir samnefndan lystigarð, eitt sögufrægasta kennileiti New York-borgar. Íbúðir í byggingunni hafa selst hratt síðustu misseri, að því er fram kemur í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Kaupandinn, Ken Griffin, er fimmtugur stofnandi vogunarsjóðsins Citadel. Hann er umsvifamikill á bandarískum fasteignamarkaði, sem og evrópskum, en hann komst síðast í fréttir á mánudag þegar hann fjárfesti í húsi í grennd við Buckinghamhöll í London fyrir 124 milljónir dala, eða um 14 milljarða íslenskra króna. Þá keypti hann dýrustu fasteign Miami árið 2015 og hliðstæðu hennar í Chicago í fyrra. Hvor um sig kostaði Griffin um sextíu milljónir Bandaríkjadala. Fyrrverandi dýrasta fasteign Bandaríkjanna, hús í Austur-Hampton í New York-ríki, var keypt á 137 milljónir dala árið 2014.Ken Griffin, stofnandi Citadel og fasteignabraskari.Getty/David Paul Morris
Bandaríkin Mest lesið Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Falsaði fleiri bréf Viðskipti Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent