Ýmsar ástæður fyrir minnkandi frjósemi Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 24. janúar 2019 19:00 Fjöldi fæðinga á ævi hverrar konu var eitt komma sjö barn hér á landi á síðasta ári en var 2,8 börn árið 1970. Til að viðhalda mannfjöldanum þarf hún að vera um 2,1 barn. Ragnhildur Magnúsdóttir fæðingar-og kvensjúkdómalæknir hjá Livio Reykjavík segir skorta þekkingu á frjósemi en sífellt stærri hópur kvenna hugi ekki að barneignum fyrr en um 35 ára aldur sem sé of seint. „Þær eru að verða eldri en þá verða til færri börn því það er ekki nægur tími, eiga erfiðara með að ná þungun og missa frekar fóstur. Þær halda að þær geti átt börn miklu lengur en lífsklukkan segir til um,“ segir Ragnhildur. Signý Hersisdóttir, fósturfræðingur hjá Livio Reykjavík, segir að frjósemi hafi minnkað um 40% hjá körlum síðan 1970. Ýmsir þættir hafi áhrif á frjósemina. „Frjósemin hefur snarminnkað vegna hækkandi aldurs fólks, þyngdaraukningar en líka of lítil þyngdar. Reykingar og lífshættir hafi einnig mikil áhrif á frjósemi. Plast í umhverfinu getur haft áhrif á frjósemi karla og of mikil seta en hún getur valdið minni sæðisframleiðslu,“ segir Signý. Fyrirtækið Livio sem þær Ragnhildur og Signý starfa hjá sér um meðferðir við ófrjósemi en meðalaldur kvenna sem þurfa á meðferð að halda er 36 ára. Ragnhildur segir að ef konur séu orðnar of gamlar sé gjafaegg oft meðal síðustu úrræðanna í meðferð. Hins vegar sé löng bið eftir þeim. „Það er um árs biðslisti eftir gjafaeggjum og á þeim lista eru 60 konur. Í fyrra gáfu 40 konur egg en þörfin fyrir slíkt er sívaxandi,“ segir Ragnhildur að lokum. Málþingi um aldur og frjósemi er haldið á Læknadögum í Hörpu á morgun. Börn og uppeldi Frjósemi Heilbrigðismál Mest lesið Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Fleiri fréttir Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Sjá meira
Fjöldi fæðinga á ævi hverrar konu var eitt komma sjö barn hér á landi á síðasta ári en var 2,8 börn árið 1970. Til að viðhalda mannfjöldanum þarf hún að vera um 2,1 barn. Ragnhildur Magnúsdóttir fæðingar-og kvensjúkdómalæknir hjá Livio Reykjavík segir skorta þekkingu á frjósemi en sífellt stærri hópur kvenna hugi ekki að barneignum fyrr en um 35 ára aldur sem sé of seint. „Þær eru að verða eldri en þá verða til færri börn því það er ekki nægur tími, eiga erfiðara með að ná þungun og missa frekar fóstur. Þær halda að þær geti átt börn miklu lengur en lífsklukkan segir til um,“ segir Ragnhildur. Signý Hersisdóttir, fósturfræðingur hjá Livio Reykjavík, segir að frjósemi hafi minnkað um 40% hjá körlum síðan 1970. Ýmsir þættir hafi áhrif á frjósemina. „Frjósemin hefur snarminnkað vegna hækkandi aldurs fólks, þyngdaraukningar en líka of lítil þyngdar. Reykingar og lífshættir hafi einnig mikil áhrif á frjósemi. Plast í umhverfinu getur haft áhrif á frjósemi karla og of mikil seta en hún getur valdið minni sæðisframleiðslu,“ segir Signý. Fyrirtækið Livio sem þær Ragnhildur og Signý starfa hjá sér um meðferðir við ófrjósemi en meðalaldur kvenna sem þurfa á meðferð að halda er 36 ára. Ragnhildur segir að ef konur séu orðnar of gamlar sé gjafaegg oft meðal síðustu úrræðanna í meðferð. Hins vegar sé löng bið eftir þeim. „Það er um árs biðslisti eftir gjafaeggjum og á þeim lista eru 60 konur. Í fyrra gáfu 40 konur egg en þörfin fyrir slíkt er sívaxandi,“ segir Ragnhildur að lokum. Málþingi um aldur og frjósemi er haldið á Læknadögum í Hörpu á morgun.
Börn og uppeldi Frjósemi Heilbrigðismál Mest lesið Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Fleiri fréttir Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Sjá meira