Fleiri skoðanir Hörður Ægisson skrifar 25. janúar 2019 07:00 Er íslenski verðbréfamarkaðurinn ónýtur? Það er kannski orðum aukið en óhætt er að segja að fádæma ládeyða hafi einkennt markaðinn. Þátttakendur eru fáir og veltan hefur dregist saman. Margt kemur til. Þótt endurreisn hlutabréfamarkaðarins, sem hrundi til grunna við fall fjármálakerfisins 2008, hafi sumpart gengið ágætlega þá einkennist viðhorf almennings enn – tíu árum síðar – af tortryggni og vantrausti. Skiljanlega, myndu flestir segja, en horft fram í tímann hlýtur það að vera æskilegt að almennir fjárfestar verði í ríkari mæli þátttakendur á hlutabréfamarkaði. Því er ekki fyrir að fara í dag. Hlutdeild heimila í hlutabréfasjóðum er lítil sem engin og bein hlutafjáreign þeirra nemur aðeins um fjórum prósentum af heildarmarkaðsvirði fyrirtækja í Kauphöllinni – og hefur farið lækkandi – en var að jafnaði á bilinu 12 til 17 prósent 2002 til 2007. Þetta skýrir einkum þá staðreynd, sem er um margt sláandi, að fjöldi hluthafa í skráðum félögum er í dag samtals aðeins um þúsund en var um tuttugu þúsund fyrir hrun bankanna. Á sama tíma og þátttaka almennra fjárfesta er hverfandi fer verðbréfafyrirtækjum fækkandi, efnamiklir einkafjárfestar standa á hliðarlínunni, fjárfestingasjóðir eru fáir og einsleitir – og fara ört minnkandi – og fjárfestahópurinn samanstendur einkum af lífeyrissjóðum. Þeir hafa kosið að skilja hlutabréfamarkaðinn eftir í einskismannslandi, þar sem engir aðrir fjárfestar eru til að fylla þeirra skarð, samhliða því að sjóðirnir horfa til erlendra fjárfestinga og sjóðsfélagalána. Niðurstaðan er grunnur markaður með ýktum sveiflum í litlum viðskiptum og skoðanaskipti milli ólíkra aðila, forsenda heilbrigðs markaðshagkerfis, eru ekki fyrir hendi. Þetta er ekki góð staða og hefur grafið undan virkni á markaði. Skiptir þetta hagsmuni almennings máli? Skilvirkur markaður, sem veitir skilaboð um virði ólíkra eigna hverju sinni, er mikilvægur valkostur fyrir fyrirtæki til að sækja sér lánsfé og eins sparifjáreigendur til að ávaxta fé sitt. Með öðrum orðum, að veita bönkunum samkeppnislegt aðhald. Ef markaðurinn er vanburðugur og óskilvirkur, sem endurspeglast í miklum verðsveiflum í takmörkuðum viðskiptum, þá gagnast hann ekki sem grunnur að viðmiði fyrir aðra verðlagningu. Afleiðingin er meiri áhætta og hærri fjármögnunarkostnaður – fyrir ríkissjóð, fyrirtæki og heimilin. Allir tapa. Í stað þess að áhættutaka af fjármálalegri milligöngu fari að langstærstum hluta í gegnum bankakerfið, sem er að tveimur þriðju hlutum í eigu ríkisins, þá þarf hún að færast í vaxandi mæli til fjármálamarkaða. Við viljum meiri samkeppni og skoðanir á mörkuðum, en samtímis minni umsvif bankanna. Þetta tvennt helst í hendur. Hvað geta stjórnvöld gert? Tvær leiðir, sem nefndar eru í hvítbók um fjármálakerfið, væru árangursríkastar. Það þarf að fjölga virkum og sjálfstæðum fjárfestingasjóðum, sem byggja á ólíkum fjárfestingastefnum, með því að heimila þeim að taka að sér ávöxtun séreignarsparnaðar sem til þessa hefur aðeins verið á forræði lífeyrissjóðanna. Þá ætti að afnema innflæðishöftin, sem er tímaspursmál við núverandi aðstæður, þannig að erlendir fjárfestar geti í ríkari mæli komið að fjármögnun íslenskra fyrirtækja. Það er ekki eftir neinu að bíða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hörður Ægisson Skoðun Mest lesið Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Er íslenski verðbréfamarkaðurinn ónýtur? Það er kannski orðum aukið en óhætt er að segja að fádæma ládeyða hafi einkennt markaðinn. Þátttakendur eru fáir og veltan hefur dregist saman. Margt kemur til. Þótt endurreisn hlutabréfamarkaðarins, sem hrundi til grunna við fall fjármálakerfisins 2008, hafi sumpart gengið ágætlega þá einkennist viðhorf almennings enn – tíu árum síðar – af tortryggni og vantrausti. Skiljanlega, myndu flestir segja, en horft fram í tímann hlýtur það að vera æskilegt að almennir fjárfestar verði í ríkari mæli þátttakendur á hlutabréfamarkaði. Því er ekki fyrir að fara í dag. Hlutdeild heimila í hlutabréfasjóðum er lítil sem engin og bein hlutafjáreign þeirra nemur aðeins um fjórum prósentum af heildarmarkaðsvirði fyrirtækja í Kauphöllinni – og hefur farið lækkandi – en var að jafnaði á bilinu 12 til 17 prósent 2002 til 2007. Þetta skýrir einkum þá staðreynd, sem er um margt sláandi, að fjöldi hluthafa í skráðum félögum er í dag samtals aðeins um þúsund en var um tuttugu þúsund fyrir hrun bankanna. Á sama tíma og þátttaka almennra fjárfesta er hverfandi fer verðbréfafyrirtækjum fækkandi, efnamiklir einkafjárfestar standa á hliðarlínunni, fjárfestingasjóðir eru fáir og einsleitir – og fara ört minnkandi – og fjárfestahópurinn samanstendur einkum af lífeyrissjóðum. Þeir hafa kosið að skilja hlutabréfamarkaðinn eftir í einskismannslandi, þar sem engir aðrir fjárfestar eru til að fylla þeirra skarð, samhliða því að sjóðirnir horfa til erlendra fjárfestinga og sjóðsfélagalána. Niðurstaðan er grunnur markaður með ýktum sveiflum í litlum viðskiptum og skoðanaskipti milli ólíkra aðila, forsenda heilbrigðs markaðshagkerfis, eru ekki fyrir hendi. Þetta er ekki góð staða og hefur grafið undan virkni á markaði. Skiptir þetta hagsmuni almennings máli? Skilvirkur markaður, sem veitir skilaboð um virði ólíkra eigna hverju sinni, er mikilvægur valkostur fyrir fyrirtæki til að sækja sér lánsfé og eins sparifjáreigendur til að ávaxta fé sitt. Með öðrum orðum, að veita bönkunum samkeppnislegt aðhald. Ef markaðurinn er vanburðugur og óskilvirkur, sem endurspeglast í miklum verðsveiflum í takmörkuðum viðskiptum, þá gagnast hann ekki sem grunnur að viðmiði fyrir aðra verðlagningu. Afleiðingin er meiri áhætta og hærri fjármögnunarkostnaður – fyrir ríkissjóð, fyrirtæki og heimilin. Allir tapa. Í stað þess að áhættutaka af fjármálalegri milligöngu fari að langstærstum hluta í gegnum bankakerfið, sem er að tveimur þriðju hlutum í eigu ríkisins, þá þarf hún að færast í vaxandi mæli til fjármálamarkaða. Við viljum meiri samkeppni og skoðanir á mörkuðum, en samtímis minni umsvif bankanna. Þetta tvennt helst í hendur. Hvað geta stjórnvöld gert? Tvær leiðir, sem nefndar eru í hvítbók um fjármálakerfið, væru árangursríkastar. Það þarf að fjölga virkum og sjálfstæðum fjárfestingasjóðum, sem byggja á ólíkum fjárfestingastefnum, með því að heimila þeim að taka að sér ávöxtun séreignarsparnaðar sem til þessa hefur aðeins verið á forræði lífeyrissjóðanna. Þá ætti að afnema innflæðishöftin, sem er tímaspursmál við núverandi aðstæður, þannig að erlendir fjárfestar geti í ríkari mæli komið að fjármögnun íslenskra fyrirtækja. Það er ekki eftir neinu að bíða.
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun