Trump opinn fyrir „innborgun“ fyrir landamæramúrinn Kjartan Kjartansson skrifar 24. janúar 2019 23:09 Um fjórðungur alríkisstofnana hefur verið lokaður í rúman mánuð. Ríkisstarfsmenn missa af annarri launagreiðslu ársins á morgun. Vísir/EPA Öldungadeild Bandaríkjaþings felldi tvö frumvörp sem hefðu bundið enda á rúmlega mánaðarlanga lokun hluta alríkisstofnana í kvöld. Leiðtogar flokkanna ræða nú málamiðlun og Donald Trump forseti segist geta sætt sig við „innborgun“ fyrir landamæramúrinn sem er orsök þráteflisins. Tvö frumvörp lágu fyrir í öldungadeildinni í dag. Í öðru þeirra, sem repúblikanar lögðu fram, var kveðið á um tæpa sex milljarða dollara sem Trump hefur gert að skilyrði fyrir því að opna um fjórðungs alríkisstofnana sem hefur verið lokaður frá því fyrir jól. Í hinu, sem demókratar lögðu fram, fólst að rekstur stofnananna yrði fjármagnaður tímabundið fram í byrjun febrúar. Repúblikanar eru með meirihluta í öldungadeildinni, 53 sæti af hundrað. Atkvæði sextíu þingmanna þarf hins vegar til að samþykkja frumvörp sem þessi. Hvorugt frumvarpanna náði slíkum stuðningi í deildinni. Nokkrir þingmenn repúblikana greiddu atkvæði með frumvarpi demókrata sem hlaut þannig fleiri atkvæði en frumvarp repúblikana. Frumvarp demókrata féll þar sem 52 þingmenn greiddu atkvæði með því en 44 gegn. Frumvarp repúblikana féll 50-47. Frumvarpið sem demókratar lögðu fram í kvöld var nærri því það sama og öldungadeildin samþykkti samhljóða í desember áður en Trump hótaði að beita neitunarvaldi. Repúblikanar í deildinni hafa síðan staðið með Trump í deilunni um múrinn. Í frumvarpi repúblikana var auk framlagsins til múrsins að finna ákvæði um tímabundna vernd gegn brottvísun fyrir hóp innflytjenda sem kom ólöglega til Bandaríkjanna sem börn. Trump afnam áætlun um vernd þessa hóps árið 2017. Í því var einnig að finna tillögur frá Hvíta húsinu sem vitað var að væru óvinsælar hjá demókrötum. Frumvarpið hefði gert fólki erfiðara fyrir að sækja um hæli í Bandaríkjunum, að sögn New York Times.Undirbúa yfirlýsingu um neyðarástand Eftir atkvæðagreiðslurnar hittust Mitch McConnell, leiðtogi meirihluta repúblikana í öldungadeildinni, og Mitch McConnell, leiðtogi demókrata, til að ræða næstu skref. Að óbreyttu missa alríksstarfsmenn af annarri launagreiðslu ársins á morgun. Um átta hundruð þúsund þeirra hafa setið heima eða unnið launalaust frá 22. desember.Washington Post segir að nú sé til umræðu á milli flokkanna að samþykkja þriggja vikna tímabundna fjármögnun stofnananna til þess að hægt verði að opna þær og freista þess að ná samkomulagi um landamæramúr Trump í millitíðinni. Sarah Huckabee Sanders, blaðafulltrúi Hvíta hússins, sendi frá sér yfirlýsingu í kvöld sem sagði að Trump samþykkti bráðabirgðaútgjaldafrumvarp aðeins ef í því væri „innborgun“ fyrir landamæramúrinn. Það hefur Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar þar sem demókratar ráða ríkjum, nú þegar útilokað. CNN-fréttastöðin fullyrti í kvöld að Hvíta húsið undirbyggi nú drög að yfirlýsingu um neyðarástand á suðurlandamærum Bandaríkjanna fyrir forsetann. Trump hefur ítrekað hótað því að lýsa yfir neyðarástandi til að reisa múrinn án samþykkis þingsins. Hann myndi ráðstafa sjö milljörðum dollara sem ætlaðir eru í önnur verkefni til framkvæmdanna. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Ólíklegt að sátt náist á Bandaríkjaþingi í kvöld 60 þingmenn þarf til að ná öðru hvoru frumvarpinu í gegn um deildina. Hvorugur flokkurinn hefur slíkan þingstyrk. 24. janúar 2019 19:15 Málamiðlun demókrata og repúblikana í útgjaldadeilu líklega andvana fædd Til stendur að greiða atkvæði um tvö frumvörp sem gætu skorið á hnútinn og opnað lokaðar alríkisstofnanir. Hvorugt þeirra er líklegt til að hljóta samþykki þingsins. 22. janúar 2019 22:49 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Fleiri fréttir Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Sjá meira
Öldungadeild Bandaríkjaþings felldi tvö frumvörp sem hefðu bundið enda á rúmlega mánaðarlanga lokun hluta alríkisstofnana í kvöld. Leiðtogar flokkanna ræða nú málamiðlun og Donald Trump forseti segist geta sætt sig við „innborgun“ fyrir landamæramúrinn sem er orsök þráteflisins. Tvö frumvörp lágu fyrir í öldungadeildinni í dag. Í öðru þeirra, sem repúblikanar lögðu fram, var kveðið á um tæpa sex milljarða dollara sem Trump hefur gert að skilyrði fyrir því að opna um fjórðungs alríkisstofnana sem hefur verið lokaður frá því fyrir jól. Í hinu, sem demókratar lögðu fram, fólst að rekstur stofnananna yrði fjármagnaður tímabundið fram í byrjun febrúar. Repúblikanar eru með meirihluta í öldungadeildinni, 53 sæti af hundrað. Atkvæði sextíu þingmanna þarf hins vegar til að samþykkja frumvörp sem þessi. Hvorugt frumvarpanna náði slíkum stuðningi í deildinni. Nokkrir þingmenn repúblikana greiddu atkvæði með frumvarpi demókrata sem hlaut þannig fleiri atkvæði en frumvarp repúblikana. Frumvarp demókrata féll þar sem 52 þingmenn greiddu atkvæði með því en 44 gegn. Frumvarp repúblikana féll 50-47. Frumvarpið sem demókratar lögðu fram í kvöld var nærri því það sama og öldungadeildin samþykkti samhljóða í desember áður en Trump hótaði að beita neitunarvaldi. Repúblikanar í deildinni hafa síðan staðið með Trump í deilunni um múrinn. Í frumvarpi repúblikana var auk framlagsins til múrsins að finna ákvæði um tímabundna vernd gegn brottvísun fyrir hóp innflytjenda sem kom ólöglega til Bandaríkjanna sem börn. Trump afnam áætlun um vernd þessa hóps árið 2017. Í því var einnig að finna tillögur frá Hvíta húsinu sem vitað var að væru óvinsælar hjá demókrötum. Frumvarpið hefði gert fólki erfiðara fyrir að sækja um hæli í Bandaríkjunum, að sögn New York Times.Undirbúa yfirlýsingu um neyðarástand Eftir atkvæðagreiðslurnar hittust Mitch McConnell, leiðtogi meirihluta repúblikana í öldungadeildinni, og Mitch McConnell, leiðtogi demókrata, til að ræða næstu skref. Að óbreyttu missa alríksstarfsmenn af annarri launagreiðslu ársins á morgun. Um átta hundruð þúsund þeirra hafa setið heima eða unnið launalaust frá 22. desember.Washington Post segir að nú sé til umræðu á milli flokkanna að samþykkja þriggja vikna tímabundna fjármögnun stofnananna til þess að hægt verði að opna þær og freista þess að ná samkomulagi um landamæramúr Trump í millitíðinni. Sarah Huckabee Sanders, blaðafulltrúi Hvíta hússins, sendi frá sér yfirlýsingu í kvöld sem sagði að Trump samþykkti bráðabirgðaútgjaldafrumvarp aðeins ef í því væri „innborgun“ fyrir landamæramúrinn. Það hefur Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar þar sem demókratar ráða ríkjum, nú þegar útilokað. CNN-fréttastöðin fullyrti í kvöld að Hvíta húsið undirbyggi nú drög að yfirlýsingu um neyðarástand á suðurlandamærum Bandaríkjanna fyrir forsetann. Trump hefur ítrekað hótað því að lýsa yfir neyðarástandi til að reisa múrinn án samþykkis þingsins. Hann myndi ráðstafa sjö milljörðum dollara sem ætlaðir eru í önnur verkefni til framkvæmdanna.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Ólíklegt að sátt náist á Bandaríkjaþingi í kvöld 60 þingmenn þarf til að ná öðru hvoru frumvarpinu í gegn um deildina. Hvorugur flokkurinn hefur slíkan þingstyrk. 24. janúar 2019 19:15 Málamiðlun demókrata og repúblikana í útgjaldadeilu líklega andvana fædd Til stendur að greiða atkvæði um tvö frumvörp sem gætu skorið á hnútinn og opnað lokaðar alríkisstofnanir. Hvorugt þeirra er líklegt til að hljóta samþykki þingsins. 22. janúar 2019 22:49 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Fleiri fréttir Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Sjá meira
Ólíklegt að sátt náist á Bandaríkjaþingi í kvöld 60 þingmenn þarf til að ná öðru hvoru frumvarpinu í gegn um deildina. Hvorugur flokkurinn hefur slíkan þingstyrk. 24. janúar 2019 19:15
Málamiðlun demókrata og repúblikana í útgjaldadeilu líklega andvana fædd Til stendur að greiða atkvæði um tvö frumvörp sem gætu skorið á hnútinn og opnað lokaðar alríkisstofnanir. Hvorugt þeirra er líklegt til að hljóta samþykki þingsins. 22. janúar 2019 22:49