Sími sprakk með látum um miðja nótt: „Fegin að hann var ekki inni í herbergi hjá stelpunni“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. janúar 2019 11:31 Díana Dögg Víglundsdóttir og síminn, sem er gjöreyðilagður eftir sprenginguna. Mynd/Díana Dögg Sími níu ára dóttur Díönu Daggar Víglundsdóttur sprakk með látum í nótt er hann var skilinn eftir í hleðslu. Fjölskyldan vaknaði við sprenginguna á neðri hæðinni og fljótlega fylltist húsið af reyk og sóti. Díana segist þakklát fyrir að síminn hafi ekki verið í hleðslu inni í herbergi níu ára dóttur sinnar, sem á símann. Díana vakti athygli á málinu á Facebook í dag og birti myndir af símanum með færslunni. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum er síminn afar illa farinn og sótugur. „Við vöknuðum við sprengingu og heyrum síðan þrusk á neðri hæðinni. Ég hélt fyrst að einhver hefði brotist inn en þá er það síminn sem er að gefa frá sér þessi hljóð þar sem hann er að bráðna,“ segir Díana í samtali við Vísi. Hún segir að þegar niður var komið hafi hæðin þegar verið orðin full af reyk og gólfið þakið sóti. „Við þurftum að skúra gólfið þrisvar og þurrka af öllu, það er svart sót yfir öllu hérna,“ segir Díana. Síminn er af gerðinni Samsung og í eigu níu ára dóttur Díönu. Díana segist ekki vita hvað síminn er gamall eða hvar hann er keyptur, en hann sé þó kominn til ára sinna. Hún segir það mikla mildi að ekki hafi farið verr. „Ég var að tala við tryggingafélagið og þau ætla að koma aftur og skoða þetta,“ segir Díana. „Ég er bara ógeðslega fegin að hann var ekki inni í herbergi hjá stelpunni.“ Þetta er ekki í fyrsta skipti sem fréttir eru fluttar af símasprengingum sem þessum. Árið 2017 sprakk rafhlaða í Samsung-síma Ásgerðar Pálsdóttur þegar hún var nýbúin að leggja hann frá sér. Þá hefur ítrekað verið fjallað um bilanir í Samsung-símum, einkum af gerðinni Galaxy Note 7, síðustu ár en fjölmörg dæmi eru um að kviknað hafi í þeim vegna ofhitnunar. Samsung Tækni Tengdar fréttir Rafhlöðurnar ráða ekki við snjallsímana Kristján Leósson, sérfræðingur hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands, ræddi við Reykjavík síðdegis í dag um rafhlöður í farsímum og hvað geri það að verkum að þær springi stundum fyrirvaralaust. 30. maí 2017 00:15 Vonandi öðrum víti til varnaðar: Rafhlaðan sprakk í síma Ásgerðar með látum Ásgerður Pálsdóttir var nýbúinn að leggja símann sinn frá sér þegar rafhlaðan í honum sprakk með þeim afleiðingum að gólf hennar stórskemmdist. 27. maí 2017 17:05 Samsung lofar því að Galaxy S7 muni ekki springa Bilanir í fyrrnefndum Note 7 urðu til mikils tekjutaps Samsung. 22. nóvember 2016 08:00 Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira
Sími níu ára dóttur Díönu Daggar Víglundsdóttur sprakk með látum í nótt er hann var skilinn eftir í hleðslu. Fjölskyldan vaknaði við sprenginguna á neðri hæðinni og fljótlega fylltist húsið af reyk og sóti. Díana segist þakklát fyrir að síminn hafi ekki verið í hleðslu inni í herbergi níu ára dóttur sinnar, sem á símann. Díana vakti athygli á málinu á Facebook í dag og birti myndir af símanum með færslunni. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum er síminn afar illa farinn og sótugur. „Við vöknuðum við sprengingu og heyrum síðan þrusk á neðri hæðinni. Ég hélt fyrst að einhver hefði brotist inn en þá er það síminn sem er að gefa frá sér þessi hljóð þar sem hann er að bráðna,“ segir Díana í samtali við Vísi. Hún segir að þegar niður var komið hafi hæðin þegar verið orðin full af reyk og gólfið þakið sóti. „Við þurftum að skúra gólfið þrisvar og þurrka af öllu, það er svart sót yfir öllu hérna,“ segir Díana. Síminn er af gerðinni Samsung og í eigu níu ára dóttur Díönu. Díana segist ekki vita hvað síminn er gamall eða hvar hann er keyptur, en hann sé þó kominn til ára sinna. Hún segir það mikla mildi að ekki hafi farið verr. „Ég var að tala við tryggingafélagið og þau ætla að koma aftur og skoða þetta,“ segir Díana. „Ég er bara ógeðslega fegin að hann var ekki inni í herbergi hjá stelpunni.“ Þetta er ekki í fyrsta skipti sem fréttir eru fluttar af símasprengingum sem þessum. Árið 2017 sprakk rafhlaða í Samsung-síma Ásgerðar Pálsdóttur þegar hún var nýbúin að leggja hann frá sér. Þá hefur ítrekað verið fjallað um bilanir í Samsung-símum, einkum af gerðinni Galaxy Note 7, síðustu ár en fjölmörg dæmi eru um að kviknað hafi í þeim vegna ofhitnunar.
Samsung Tækni Tengdar fréttir Rafhlöðurnar ráða ekki við snjallsímana Kristján Leósson, sérfræðingur hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands, ræddi við Reykjavík síðdegis í dag um rafhlöður í farsímum og hvað geri það að verkum að þær springi stundum fyrirvaralaust. 30. maí 2017 00:15 Vonandi öðrum víti til varnaðar: Rafhlaðan sprakk í síma Ásgerðar með látum Ásgerður Pálsdóttir var nýbúinn að leggja símann sinn frá sér þegar rafhlaðan í honum sprakk með þeim afleiðingum að gólf hennar stórskemmdist. 27. maí 2017 17:05 Samsung lofar því að Galaxy S7 muni ekki springa Bilanir í fyrrnefndum Note 7 urðu til mikils tekjutaps Samsung. 22. nóvember 2016 08:00 Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira
Rafhlöðurnar ráða ekki við snjallsímana Kristján Leósson, sérfræðingur hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands, ræddi við Reykjavík síðdegis í dag um rafhlöður í farsímum og hvað geri það að verkum að þær springi stundum fyrirvaralaust. 30. maí 2017 00:15
Vonandi öðrum víti til varnaðar: Rafhlaðan sprakk í síma Ásgerðar með látum Ásgerður Pálsdóttir var nýbúinn að leggja símann sinn frá sér þegar rafhlaðan í honum sprakk með þeim afleiðingum að gólf hennar stórskemmdist. 27. maí 2017 17:05
Samsung lofar því að Galaxy S7 muni ekki springa Bilanir í fyrrnefndum Note 7 urðu til mikils tekjutaps Samsung. 22. nóvember 2016 08:00