Vonandi öðrum víti til varnaðar: Rafhlaðan sprakk í síma Ásgerðar með látum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 27. maí 2017 17:05 Áslaug lýsir því hvernig rafhlaðan dansaði á gólfinu á meðan hún sprakk. Facebook Ásgerður Pálsdóttir lenti í því óskemmtilega atviki í dag að rafhlaðan í Samsung símanum hennar sprakk þegar hún var nýbúin að leggja hann frá sér. Ásgerður greinir frá þessu í Facebook færslu þar sem hún segir að ekki hefði mátt miklu muna að síminn hefði sprungið í höndunum á henni. Í samtali við Vísi segir Ásgerður að henni hafi brugðið verulega en um mikla sprengingu hafi verið að ræða. Hún hafi tekið símann sinn úr hleðslu klukkan hálf ellefu í morgun og farið nokkrum sinnum í hann. Þrjátíu sekúndum eftir að hún var í honum hafi batteríið sprungið. „Ég var að skoða snapmyndir af því að barnabarnið mitt var að útskrifast. Hann var ekkert heitur eða neitt, síminn. Svo legg ég hann á glerborð við hliðina á mér og labba nokkur skref í burtu og þá heyri ég svona kviss hljóð eins og það væri verið að spreyja úr úðabrúsa.“ „Ég sný mér við og þá er síminn búinn að lyftast lengst frá borðinu og þá kemur þessi svaka sprenging og eldur og batteríið þeytist úr honum. Síminn dettur aftur á glerborðið en batteríið þeytist upp í loftið með eldsprengjum með sér og dettur á gólfið.“ Hún segir að dóttir sín hafi verið heima hjá sér en inn í öðru herbergi. Ásgerður hafi öskrað upp yfir sig þegar atvikið átti sér stað og þær hafi náð í eldvarnarteppi sem sjá má á myndum í Facebook færslu hennar. „Batteríið dansaði bara hérna um gólfið. Við náðum að henda eldvarnarteppinu á það og halda batteríinu. Sem betur fer átti ég það því að þetta skíðlogaði og gólfið er stórskemmt. Ásgerður segir að mikil brunalykt sé í húsinu eftir atvikið og að það hafi verið heppni að ekki hafi kviknað í út frá sprengingunni og að hún hafi ekki haldið á símanum þegar það gerðist. „Við erum að reyna að þrífa sótið núna því það er svo mikil brunalykt hérna inni. Ef þetta hefði farið í gardínuna hjá mér eða húsgögn hefði kviknað í öllu. Það var bara heppni hvar batteríið datt niður. Ég hefði drepist ef ég hefði haldið á þessum síma. Spurð segir Ásgerður að aldrei hafi neitt verið að umræddum Samsung síma, af gerðinni Galaxy S4, áður en atvikið átti sér stað en síminn sé um þriggja ára gamall. „Ég er í algjöru sjokki. Ég veit ekki hvaða slembilukka er yfir mér. Þetta er vonandi öðrum víti til varnaðar og áminning um að fólk sé ekki með símann við rúmið sitt eða þess háttar. Ég var til dæmis nýbúinn að fara með símann minn út í bíl og þetta hefði alveg getað gerst þar.“ Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Sæti Artúrs logar Erlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Sjá meira
Ásgerður Pálsdóttir lenti í því óskemmtilega atviki í dag að rafhlaðan í Samsung símanum hennar sprakk þegar hún var nýbúin að leggja hann frá sér. Ásgerður greinir frá þessu í Facebook færslu þar sem hún segir að ekki hefði mátt miklu muna að síminn hefði sprungið í höndunum á henni. Í samtali við Vísi segir Ásgerður að henni hafi brugðið verulega en um mikla sprengingu hafi verið að ræða. Hún hafi tekið símann sinn úr hleðslu klukkan hálf ellefu í morgun og farið nokkrum sinnum í hann. Þrjátíu sekúndum eftir að hún var í honum hafi batteríið sprungið. „Ég var að skoða snapmyndir af því að barnabarnið mitt var að útskrifast. Hann var ekkert heitur eða neitt, síminn. Svo legg ég hann á glerborð við hliðina á mér og labba nokkur skref í burtu og þá heyri ég svona kviss hljóð eins og það væri verið að spreyja úr úðabrúsa.“ „Ég sný mér við og þá er síminn búinn að lyftast lengst frá borðinu og þá kemur þessi svaka sprenging og eldur og batteríið þeytist úr honum. Síminn dettur aftur á glerborðið en batteríið þeytist upp í loftið með eldsprengjum með sér og dettur á gólfið.“ Hún segir að dóttir sín hafi verið heima hjá sér en inn í öðru herbergi. Ásgerður hafi öskrað upp yfir sig þegar atvikið átti sér stað og þær hafi náð í eldvarnarteppi sem sjá má á myndum í Facebook færslu hennar. „Batteríið dansaði bara hérna um gólfið. Við náðum að henda eldvarnarteppinu á það og halda batteríinu. Sem betur fer átti ég það því að þetta skíðlogaði og gólfið er stórskemmt. Ásgerður segir að mikil brunalykt sé í húsinu eftir atvikið og að það hafi verið heppni að ekki hafi kviknað í út frá sprengingunni og að hún hafi ekki haldið á símanum þegar það gerðist. „Við erum að reyna að þrífa sótið núna því það er svo mikil brunalykt hérna inni. Ef þetta hefði farið í gardínuna hjá mér eða húsgögn hefði kviknað í öllu. Það var bara heppni hvar batteríið datt niður. Ég hefði drepist ef ég hefði haldið á þessum síma. Spurð segir Ásgerður að aldrei hafi neitt verið að umræddum Samsung síma, af gerðinni Galaxy S4, áður en atvikið átti sér stað en síminn sé um þriggja ára gamall. „Ég er í algjöru sjokki. Ég veit ekki hvaða slembilukka er yfir mér. Þetta er vonandi öðrum víti til varnaðar og áminning um að fólk sé ekki með símann við rúmið sitt eða þess háttar. Ég var til dæmis nýbúinn að fara með símann minn út í bíl og þetta hefði alveg getað gerst þar.“
Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Sæti Artúrs logar Erlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Sjá meira