Náinn bandamaður Trump handtekinn Samúel Karl Ólason skrifar 25. janúar 2019 11:36 Roger Stone. Getty/Alex Wong Roger Stone, náinn bandamaður og ráðgjafi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur verið handtekinn í Flórída vegna Rússarannsóknar Robert Mueller. Hann hefur verið ákærður í sjö liðum fyrir að standa í vegi réttvísinnar, að ljúga að rannsakendum Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) og fyrir að hafa áhrif á vitni. Mál Stone fór fyrir svokallaðan ákærudómstól. Slíkir dómstólar eru skipaðir kviðdómendum sem meta hvort saksóknarar hafi nægilega sterkt mál í höndunum til að gefa út ákærur eða krefjast gagna og upplýsinga. Leynd ríkir um störf ákærudómstóla í bandarísku réttarkerfi og var ákæran ekki opinberuð fyrr en Stone hafði verið handtekinn. Ákæruna má sjá hér á vef Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna.Meðal annars snýr ákæran að því að Roger Stone hafi sagt starfsmönnum framboðs Trump frá því að Wikileaks ætlaði að birta upplýsingar sem kæmu niður á Hillary Clinton, áður en það var opinbert að samtökin ætluðu að birta tölvupósta sem rússneskir útsendarar stálu úr tölvukerfi landsnefndar Demókrataflokksins.CNN hefur birt myndband af því þegar Stone var handtekinn á heimili sínu í Fort Lauderdale."FBI. Open the door.” Watch exclusive CNN footage of the FBI arresting longtime Trump associate Roger Stone. Stone has been indicted by a grand jury on charges brought by special counsel Robert Mueller. https://t.co/ZQCuuxLHAGpic.twitter.com/moQwNndB91 — CNN Politics (@CNNPolitics) January 25, 2019 Stone hefur unnið sem pólitískur ráðgjafi í Bandaríkjunum í áratugi. Hann starfaði innan framboðs Trump þar til í ágúst 2015 en var í nánum samskiptum við framboðið eftir það. Í ágúst 2016 er Stone sagður hafa sagt frá því opinberlega og í samskiptum við vini sína að hann væri í samskiptum við Wikileaks, þar til samtökin sögðust ekki hafa verið í samskiptum við hann. Eftir það sagði Stone að umrædd samskipti hefðu farið í gegnum millilið. Hann var spurður út í málið af minnst tveimur þingnefndum og rannsakendum FBI. Í ákærunni segir að hann hafi ítrekað logið til um samskipti sín við Wikileaks og sagt að hann byggi ekki yfir gögnum um þessi samskipti. Þá á hann að hafa reynt að fá vitni til að segja rannsakendum ósatt. Um er að ræða útvarpsþáttastjórnandann Randy Credico sem er sagður hafa verið í samskiptum við Julian Assange árið 2016.Stone sagði háttsettum starfsmönnum framboðs Trump frá því í júní og júlí 2016 að Wikileaks ætluðu að birta upplýsingar sem kæmu niður á framboði Hillary Clinton, mótframbjóðanda Trump. Eftir að fyrstu póstarnir voru birtir þann 22. júlí það ár ræddu starfsmenn framboðsins við Stone um hvaða upplýsingar yrðu birtar í framhaldi af því. Þá sendi Stone tölvupóst á ónafngreindan mann og bað hann um að komast að því hvað Wikileaks ætluðu að birta til viðbótar.Ónafngreindi maðurinn, sem sagður er vera stjórnmálaskýrandi sem starfað hafi fyrir vefmiðil, áframsendi póst Stone til félaga síns í Bretlandi, sem er ekki nafngreindur en er sagður hafa verið stuðningsmaður Trump. Stjórnmálaskýrandinn svaraði Stone seinna meir og sagði að „vinurinn í sendiráðinu hefði undirbúið tvær birtingar til viðbótar“. Eina í ágúst og eina í október og þær væru skipulagðar með þeim hætti að þær myndu „valda miklum skaða“, væntanlega á framboði Clinton. Hann skrifaði enn fremur að upplýsingar sem Wikileaks ætlaði að birta kæmu niður á góðgerðasamtökum Hillary og Bill Clinton, The Clinton Foundation. Í kjölfar þess sagðist Stone opinberlega hafa átt í samskiptum við Julian Assange og hann teldi að frekari gögn frá Wikileaks myndu snúa að áðurnefndum góðgerðasamtökum. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Fleiri fréttir Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Sjá meira
Roger Stone, náinn bandamaður og ráðgjafi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur verið handtekinn í Flórída vegna Rússarannsóknar Robert Mueller. Hann hefur verið ákærður í sjö liðum fyrir að standa í vegi réttvísinnar, að ljúga að rannsakendum Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) og fyrir að hafa áhrif á vitni. Mál Stone fór fyrir svokallaðan ákærudómstól. Slíkir dómstólar eru skipaðir kviðdómendum sem meta hvort saksóknarar hafi nægilega sterkt mál í höndunum til að gefa út ákærur eða krefjast gagna og upplýsinga. Leynd ríkir um störf ákærudómstóla í bandarísku réttarkerfi og var ákæran ekki opinberuð fyrr en Stone hafði verið handtekinn. Ákæruna má sjá hér á vef Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna.Meðal annars snýr ákæran að því að Roger Stone hafi sagt starfsmönnum framboðs Trump frá því að Wikileaks ætlaði að birta upplýsingar sem kæmu niður á Hillary Clinton, áður en það var opinbert að samtökin ætluðu að birta tölvupósta sem rússneskir útsendarar stálu úr tölvukerfi landsnefndar Demókrataflokksins.CNN hefur birt myndband af því þegar Stone var handtekinn á heimili sínu í Fort Lauderdale."FBI. Open the door.” Watch exclusive CNN footage of the FBI arresting longtime Trump associate Roger Stone. Stone has been indicted by a grand jury on charges brought by special counsel Robert Mueller. https://t.co/ZQCuuxLHAGpic.twitter.com/moQwNndB91 — CNN Politics (@CNNPolitics) January 25, 2019 Stone hefur unnið sem pólitískur ráðgjafi í Bandaríkjunum í áratugi. Hann starfaði innan framboðs Trump þar til í ágúst 2015 en var í nánum samskiptum við framboðið eftir það. Í ágúst 2016 er Stone sagður hafa sagt frá því opinberlega og í samskiptum við vini sína að hann væri í samskiptum við Wikileaks, þar til samtökin sögðust ekki hafa verið í samskiptum við hann. Eftir það sagði Stone að umrædd samskipti hefðu farið í gegnum millilið. Hann var spurður út í málið af minnst tveimur þingnefndum og rannsakendum FBI. Í ákærunni segir að hann hafi ítrekað logið til um samskipti sín við Wikileaks og sagt að hann byggi ekki yfir gögnum um þessi samskipti. Þá á hann að hafa reynt að fá vitni til að segja rannsakendum ósatt. Um er að ræða útvarpsþáttastjórnandann Randy Credico sem er sagður hafa verið í samskiptum við Julian Assange árið 2016.Stone sagði háttsettum starfsmönnum framboðs Trump frá því í júní og júlí 2016 að Wikileaks ætluðu að birta upplýsingar sem kæmu niður á framboði Hillary Clinton, mótframbjóðanda Trump. Eftir að fyrstu póstarnir voru birtir þann 22. júlí það ár ræddu starfsmenn framboðsins við Stone um hvaða upplýsingar yrðu birtar í framhaldi af því. Þá sendi Stone tölvupóst á ónafngreindan mann og bað hann um að komast að því hvað Wikileaks ætluðu að birta til viðbótar.Ónafngreindi maðurinn, sem sagður er vera stjórnmálaskýrandi sem starfað hafi fyrir vefmiðil, áframsendi póst Stone til félaga síns í Bretlandi, sem er ekki nafngreindur en er sagður hafa verið stuðningsmaður Trump. Stjórnmálaskýrandinn svaraði Stone seinna meir og sagði að „vinurinn í sendiráðinu hefði undirbúið tvær birtingar til viðbótar“. Eina í ágúst og eina í október og þær væru skipulagðar með þeim hætti að þær myndu „valda miklum skaða“, væntanlega á framboði Clinton. Hann skrifaði enn fremur að upplýsingar sem Wikileaks ætlaði að birta kæmu niður á góðgerðasamtökum Hillary og Bill Clinton, The Clinton Foundation. Í kjölfar þess sagðist Stone opinberlega hafa átt í samskiptum við Julian Assange og hann teldi að frekari gögn frá Wikileaks myndu snúa að áðurnefndum góðgerðasamtökum.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Fleiri fréttir Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Sjá meira