Doktor Bert Altmanshofer, bandarískur fótalæknir, segir sáraroðið hafa ýmsa kosti. Það auki blóðflæði, stöðvi blæðingu, sé vaxtarhvetjandi og verkjastillandi.

Fótasérfræðingurinn segir íslenska fiskroðið virka hratt, mikill munur sjáist á sjúklingum hans eftir nokkurra vikna meðferð.
Hann segir betra að nota sáraroðið en lækningavörur sem eru unnar úr kjöti spendýra. Fiskar séu hreinni en spendýr. Minni líkur séu á sýkingum frá fiskum en spendýrum vegna ýmissa sjúkdóma í þeim síðarnefndu.