Innlent

Slæm sár meðhöndluð með íslensku þorskroði

Sighvatur Jónsson skrifar
Íslenska lækningavörufyrirtækið Kerecis notar þorskroð til að græða sár. Fyrirtækið selur vörur til lækna á Íslandi, í Evrópu og Bandaríkjunum. Þorskroðið er markaðsett sem sáraroð. Það er selt til sjúkrahúsa og heilbrigðisstofnana.

Doktor Bert Altmanshofer, bandarískur fótalæknir, segir sáraroðið hafa ýmsa kosti. Það auki blóðflæði, stöðvi blæðingu, sé vaxtarhvetjandi og verkjastillandi.

Doktor Bert Altmanshofer, bandarískur fótalæknir, segir sáraroðið virka hratt og vel.Vísir/Egill
Doktor Bert nefnir sem dæmi meðhöndlun á slæmu fótasári þar sem hann taldi í upphafi yfirgnæfandi líkur á því að fjarlægja þyrfti fót sjúklings.

Fótasérfræðingurinn segir íslenska fiskroðið virka hratt, mikill munur sjáist á sjúklingum hans eftir nokkurra vikna meðferð.

Hann segir betra að nota sáraroðið en lækningavörur sem eru unnar úr kjöti spendýra. Fiskar séu hreinni en spendýr. Minni líkur séu á sýkingum frá fiskum en spendýrum vegna ýmissa sjúkdóma í þeim síðarnefndu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×