Mikilvægt að horfast í augu við tölvuleikjafíkn Stefán Árni Pálsson skrifar 25. janúar 2019 15:30 Marteinn Gíslason og Nikola Milansson Remic verða í spjalli á Stöð 2 í kvöld. Stjórnarformaður nýlega stofnaðra Rafíþróttasamtaka Íslands vill að tölvuleikjaástundun geti orðið heilsubót fyrir ungt fólk frekar en hið gagnstæða. Keppt verður í rafíþróttum á Reykjavíkurleikunum í Laugardal í fyrsta sinn nú um helgina. „Rafíþróttir eru í rauninni spilun á tölvuleikjum undir forsendum íþrótta. Þú ert partur af liði, þú ert að æfa markvisst, þú ert að hugsa um líkamlega og andlega heilsu, þú ert að sofa vel og þetta fer allt inn í það að vera íþróttamaður – þó keppnisíþróttavöllurinn sé ekki frjálsíþróttavöllur heldur stafrænn leikvöllur,“ segir stjórnarformaðurinn Ólafur Hrafn Steinarsson.Vinsælla en Super Bowl Rafíþróttakeppni helgarinnar fer fram í Laugardalshöll, en keppendur sitja uppi á sviði, leikjunum er lýst fyrir áhorfendur og pláss verður fyrir um þúsund manns í sætum. Þrátt fyrir að viðburðurinn kunni að hljóma nokkuð stór segir Ólafur hreyfinguna frekar stutt komna hér á landi í alþjóðlegum samanburði. „Ef við tökum dæmi, heimsmeistaramótið í League of Legends sem var núna nýlega þá horfðu 200 milljón manns á útsendinguna. Það er til dæmis næstum því tvöfalt áhorfið á Super Bowl, sem er einn stærsti íþróttaviðburður heims,“ segir Ólafur. Hann segir mikilvægt að loka ekki augunum fyrir vandamálum á borð við tölvuleikjafíkn og telur rétt að fleiri úrræði og betri umgjörð sé utan um aðstoð við þann hóp, sem oft sé talsvert jaðarsettur. Þá sé markmið Rafíþróttasamtakanna ekki að börn ungmenni séu að spila tölvuleiki daginn út og daginn inn, heldur frekar að starfinu svipi í auknum mæli til íþróttaæfinga – þar sem takmarkaður hluti dagsins fer í markvissar æfingar. „Minn draumur er að sjá krakka æfa rafíþróttir og íþróttir, hugsa um líkamlegu hliðina og hugarleikfimina.“ Þeir Marteinn Gíslason og Nikola Milansson Remic eru í einu þeirra liða sem keppa í leiknum League of Legends um helgina, Marteinn sem leikmaður og Nikola sem þjálfari. Þeir segjast ótvírætt líta á greinina sem íþrótt. „Þetta er kannski ekki að hlaupa um, en skák er íþrótt og þú notar heilann í það. Þetta er svona svipað, þú notar hendurnar og heilann,“ segir Nikola. Rætt verður við þá Ólaf, Martein og Nikola í Íslandi í dag um rafíþróttir, æfingar, framtíðarsýnina, tölvuleikjafíkn og fleira í Íslandi í dag klukkan 18:55, strax eftir kvölfréttir.Klippa: Tölvuleikjamót eitt vinsælasta sjónvarpsefni heims Rafíþróttir Mest lesið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fleiri fréttir Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sjá meira
Stjórnarformaður nýlega stofnaðra Rafíþróttasamtaka Íslands vill að tölvuleikjaástundun geti orðið heilsubót fyrir ungt fólk frekar en hið gagnstæða. Keppt verður í rafíþróttum á Reykjavíkurleikunum í Laugardal í fyrsta sinn nú um helgina. „Rafíþróttir eru í rauninni spilun á tölvuleikjum undir forsendum íþrótta. Þú ert partur af liði, þú ert að æfa markvisst, þú ert að hugsa um líkamlega og andlega heilsu, þú ert að sofa vel og þetta fer allt inn í það að vera íþróttamaður – þó keppnisíþróttavöllurinn sé ekki frjálsíþróttavöllur heldur stafrænn leikvöllur,“ segir stjórnarformaðurinn Ólafur Hrafn Steinarsson.Vinsælla en Super Bowl Rafíþróttakeppni helgarinnar fer fram í Laugardalshöll, en keppendur sitja uppi á sviði, leikjunum er lýst fyrir áhorfendur og pláss verður fyrir um þúsund manns í sætum. Þrátt fyrir að viðburðurinn kunni að hljóma nokkuð stór segir Ólafur hreyfinguna frekar stutt komna hér á landi í alþjóðlegum samanburði. „Ef við tökum dæmi, heimsmeistaramótið í League of Legends sem var núna nýlega þá horfðu 200 milljón manns á útsendinguna. Það er til dæmis næstum því tvöfalt áhorfið á Super Bowl, sem er einn stærsti íþróttaviðburður heims,“ segir Ólafur. Hann segir mikilvægt að loka ekki augunum fyrir vandamálum á borð við tölvuleikjafíkn og telur rétt að fleiri úrræði og betri umgjörð sé utan um aðstoð við þann hóp, sem oft sé talsvert jaðarsettur. Þá sé markmið Rafíþróttasamtakanna ekki að börn ungmenni séu að spila tölvuleiki daginn út og daginn inn, heldur frekar að starfinu svipi í auknum mæli til íþróttaæfinga – þar sem takmarkaður hluti dagsins fer í markvissar æfingar. „Minn draumur er að sjá krakka æfa rafíþróttir og íþróttir, hugsa um líkamlegu hliðina og hugarleikfimina.“ Þeir Marteinn Gíslason og Nikola Milansson Remic eru í einu þeirra liða sem keppa í leiknum League of Legends um helgina, Marteinn sem leikmaður og Nikola sem þjálfari. Þeir segjast ótvírætt líta á greinina sem íþrótt. „Þetta er kannski ekki að hlaupa um, en skák er íþrótt og þú notar heilann í það. Þetta er svona svipað, þú notar hendurnar og heilann,“ segir Nikola. Rætt verður við þá Ólaf, Martein og Nikola í Íslandi í dag um rafíþróttir, æfingar, framtíðarsýnina, tölvuleikjafíkn og fleira í Íslandi í dag klukkan 18:55, strax eftir kvölfréttir.Klippa: Tölvuleikjamót eitt vinsælasta sjónvarpsefni heims
Rafíþróttir Mest lesið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fleiri fréttir Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sjá meira