Trump lúffar í deilunni um landamæramúrinn í bili Kjartan Kjartansson skrifar 25. janúar 2019 18:54 Trump hefur fram að þessu neitað að samþykkja frumvörp frá þinginu um fjármögnun ríkisstofnana nema hann fái fé fyrir landamæramúr. Vísir/AP Leiðtogar demókrata og repúblikana á Bandaríkjaþingi og Donald Trump forseti hafa náð bráðabirgðasamkomulagi um að opna alríkisstofnanir sem hafa verið lokaðar í rúman mánuð tímabundið á meðan viðræður um fjármögnun landamæramúrs Trump verði haldið áfram. Trump flutti yfirlýsingu um lokun alríkisstofnana við Hvíta húsið nú í kvöld. Hægt er að horfa á það á vefsíðu Washington Post hér. Þar staðfesti Trump að hann myndi skrifa undir frumvarp um að rekstur alríkisstofnana yrði fjármagnaður í þrjár vikur, til 15. febrúar. Hann hefði beðið Mitch McConnell, leiðtoga repúblikana í öldungadeildinni, um að taka frumvarpið til atkvæða strax. Lofaði hann ríkisstarfsmönnum að greiða þeim laun aftur í tímann eins fljótt og hægt er og lofaði þá fyrir tryggð andspænis erfiðleikum. Sagðist Trump hafa fallist á málamiðlunina jafnvel þó að hann hefði öflugan valkost sem hann sagðist vonandi ekki þurfa að nota. Virtist hann þar vísa til heimildar til að lýsa yfir neyðarástandi á suðurlandamærunum sem forsetinn hefur ítrekað hótað að gera síðustu vikur. Málamiðlunin gæti þó orðið skammgóður vermir því Trump sagði nauðsynlegt að reisa múrinn. Samþykki þingið ekki fjárveitingu til múrsins fyrir 15. febrúar verði alríkisstofnunum annað hvort lokað aftur eða hann muni lýsa yfir neyðarástandi á landamærunum og hefja framkvæmdir án samþykkis þess. President Trump says the deal would reopen the government for three weeks, and he will make sure federal workers get back pay "very quickly or soon as possible" https://t.co/Geux68grqc pic.twitter.com/jjQClzUX6x— CNN Politics (@CNNPolitics) January 25, 2019 Röskun á flugi sögð hafa haft áhrif á afstöðu forsetansNew York Times segir að í samkomulaginu felist að fjármagn fyrir alríkisstofnanir sem hafa verið lokaðar frá 22. desember verði tryggt í þrjár vikur. Á þeim tíma fari viðræður fram um múrinn sem Trump vill reisa á suðurlandamærunum og hefur gert að skilyrði fyrir að samþykkja fjárveitingar til fjórðungs alríkisstofnanna. Engin fjárveiting til múrsins er í frumvarpinu. Þingið gæti því fljótt samþykkt útgjaldafrumvörp til að opna ríkisstofnanirnar aftur. Þá verður hægt að greiða um 800.000 ríkisstarfsmönnum laun sem hafa setið heima eða unnið launalaust í 35 daga. Tvö frumvörp sem lögð voru fram voru fram til að opna ríkisstofnanirnar voru felld í öldungadeildinni í gær. Frumvarp repúblikana sem fól í sér fjárveitinguna til landamæramúrsins sem Trump hefur krafist fékk færri atkvæði en frumvarp demókrata þrátt fyrir að Repúblikanaflokkur hans sé með meirihluta í öldungadeildinni. Skoðanakannanir benda til þess að bandarískur almenningur kenni Trump og repúblikönum mun frekar um lokunina en demókrötum, þrátt fyrir tilraunir Trump til að kenna þeim um. Lokunin nú er sú lengsta af þessu tagi. Í dag bárust svo fréttir af því að raskanir hefðu orðið á farþegaflugi í norðaustanverðu landinu vegna lokunarinnar. Fjöldi flugumferðastjóra sem hefur unnið launalaust síðasta mánuðinn hringdi sig þá inn veikan frekar en að mæta til vinnu. CNN-fréttastöðin hefur eftir embættismanni í Hvíta húsinu að flugraskanirnar hafi haft töluvert að segja um ákvörðun Trump um að láta undan tímabundið. Í yfirlýsingu sinni endurtók Trump fjölda misvísandi fullyrðinga um landamærin sem hann hefur áður haldið fram, þar á meðal að demókratar hefðu áður verið fylgjandi landamæramúr. Þá sagði hann ekki þörf á steinsteyptum múr yfir öll landamærin og hann hefði aldrei farið fram á slíkan múr. Múrinn yrði ekki miðaldamúr heldur gegnsær og úr stáli, útbúinn skynjurum og drónum. Fullyrti forsetinn enn og aftur að múrar virkuðu og vísaði til fordæmis Ísraelsmanna sem hafa girt Palestínumenn af inni á Vesturbakkanum. Sagðist hann telja að hægt væri að draga verulega úr glæpum og magni fíkniefna í umferð í Bandaríkjunum með því að reisa múr. Nauðsynlegt væri að reisa múr. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Leiðtogar demókrata og repúblikana á Bandaríkjaþingi og Donald Trump forseti hafa náð bráðabirgðasamkomulagi um að opna alríkisstofnanir sem hafa verið lokaðar í rúman mánuð tímabundið á meðan viðræður um fjármögnun landamæramúrs Trump verði haldið áfram. Trump flutti yfirlýsingu um lokun alríkisstofnana við Hvíta húsið nú í kvöld. Hægt er að horfa á það á vefsíðu Washington Post hér. Þar staðfesti Trump að hann myndi skrifa undir frumvarp um að rekstur alríkisstofnana yrði fjármagnaður í þrjár vikur, til 15. febrúar. Hann hefði beðið Mitch McConnell, leiðtoga repúblikana í öldungadeildinni, um að taka frumvarpið til atkvæða strax. Lofaði hann ríkisstarfsmönnum að greiða þeim laun aftur í tímann eins fljótt og hægt er og lofaði þá fyrir tryggð andspænis erfiðleikum. Sagðist Trump hafa fallist á málamiðlunina jafnvel þó að hann hefði öflugan valkost sem hann sagðist vonandi ekki þurfa að nota. Virtist hann þar vísa til heimildar til að lýsa yfir neyðarástandi á suðurlandamærunum sem forsetinn hefur ítrekað hótað að gera síðustu vikur. Málamiðlunin gæti þó orðið skammgóður vermir því Trump sagði nauðsynlegt að reisa múrinn. Samþykki þingið ekki fjárveitingu til múrsins fyrir 15. febrúar verði alríkisstofnunum annað hvort lokað aftur eða hann muni lýsa yfir neyðarástandi á landamærunum og hefja framkvæmdir án samþykkis þess. President Trump says the deal would reopen the government for three weeks, and he will make sure federal workers get back pay "very quickly or soon as possible" https://t.co/Geux68grqc pic.twitter.com/jjQClzUX6x— CNN Politics (@CNNPolitics) January 25, 2019 Röskun á flugi sögð hafa haft áhrif á afstöðu forsetansNew York Times segir að í samkomulaginu felist að fjármagn fyrir alríkisstofnanir sem hafa verið lokaðar frá 22. desember verði tryggt í þrjár vikur. Á þeim tíma fari viðræður fram um múrinn sem Trump vill reisa á suðurlandamærunum og hefur gert að skilyrði fyrir að samþykkja fjárveitingar til fjórðungs alríkisstofnanna. Engin fjárveiting til múrsins er í frumvarpinu. Þingið gæti því fljótt samþykkt útgjaldafrumvörp til að opna ríkisstofnanirnar aftur. Þá verður hægt að greiða um 800.000 ríkisstarfsmönnum laun sem hafa setið heima eða unnið launalaust í 35 daga. Tvö frumvörp sem lögð voru fram voru fram til að opna ríkisstofnanirnar voru felld í öldungadeildinni í gær. Frumvarp repúblikana sem fól í sér fjárveitinguna til landamæramúrsins sem Trump hefur krafist fékk færri atkvæði en frumvarp demókrata þrátt fyrir að Repúblikanaflokkur hans sé með meirihluta í öldungadeildinni. Skoðanakannanir benda til þess að bandarískur almenningur kenni Trump og repúblikönum mun frekar um lokunina en demókrötum, þrátt fyrir tilraunir Trump til að kenna þeim um. Lokunin nú er sú lengsta af þessu tagi. Í dag bárust svo fréttir af því að raskanir hefðu orðið á farþegaflugi í norðaustanverðu landinu vegna lokunarinnar. Fjöldi flugumferðastjóra sem hefur unnið launalaust síðasta mánuðinn hringdi sig þá inn veikan frekar en að mæta til vinnu. CNN-fréttastöðin hefur eftir embættismanni í Hvíta húsinu að flugraskanirnar hafi haft töluvert að segja um ákvörðun Trump um að láta undan tímabundið. Í yfirlýsingu sinni endurtók Trump fjölda misvísandi fullyrðinga um landamærin sem hann hefur áður haldið fram, þar á meðal að demókratar hefðu áður verið fylgjandi landamæramúr. Þá sagði hann ekki þörf á steinsteyptum múr yfir öll landamærin og hann hefði aldrei farið fram á slíkan múr. Múrinn yrði ekki miðaldamúr heldur gegnsær og úr stáli, útbúinn skynjurum og drónum. Fullyrti forsetinn enn og aftur að múrar virkuðu og vísaði til fordæmis Ísraelsmanna sem hafa girt Palestínumenn af inni á Vesturbakkanum. Sagðist hann telja að hægt væri að draga verulega úr glæpum og magni fíkniefna í umferð í Bandaríkjunum með því að reisa múr. Nauðsynlegt væri að reisa múr.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira