Ráðgjafi Trump segist ekki ætla að vitna gegn honum Kjartan Kjartansson skrifar 25. janúar 2019 23:30 Stone líkti eftir Nixon þegar hann yfirgaf dómshúsið í dag. Hann hefur lýst sjálfum sér sem pólitískum klækjaref sem nærist á hatri pólitískra andstæðinga. AP/Lynne Sladky Þrátt fyrir að hafa verið handtekinn af bandarísku alríkislögreglunni FBI í morgun segist Roger Stone, vinur og bandamaður Donalds Trump forseta til fjölda ára, ekki ætla að bera vitni gegn forsetanum og lýsir yfir sakleysi sínu. Stone er ákærður fyrir að hindra framgang réttvísinnar, meinsæri og að reyna að hafa áhrif á framburð vitnis. Vopnaðir alríkislögreglumenn handtóku Stone á heimili hans á Flórída fyrir sólarupprás í morgun. Stone var því næst leiddur fyrir dómara þar sem honum var kynnt ákæra í sjö liðum. Honum var sleppt gegn 250.000 dollara tryggingu. Stone er gefið að sök að hafa logið um samskipti sín við uppljóstranavefinn Wikileaks og æðstu stjórnendur forsetaframboðs Trump árið 2016. Fyrir utan dómshúsið í Fort Lauderdale líkti Stone eftir Richard Nixon, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, baðaði út báðum höndum og gerði sigurtákn með tveimur fingrum, að sögn Washington Post. Stone vann að endurkjöri Nixon þegar Watergate-hneykslið sem felldi forsetann komst upp og er með húðflúr af andliti Nixon á herðunum. „Ég ætla að lýsa yfir sakleysi gagnvart þessum ákærum. Ég mun sigrast á þeim fyrir dómi,“ sagði Stone fyrir framan hóp fréttamanna, stuðningsmanna og andstæðinga.Ætlar ekki að bera „ljúgvitni“ Hvíta húsið hefur þvegið hendur sínar af Stone, sem vann formlega og óformlega fyrir forsetaframboð Trump á sínum tíma. Segir það ákæruna gegn Stone ekkert tengjast Trump forseta. Undir það tók Stone fyrir utan dómshúsið. „Þær kringumstæður eru ekki til þar sem ég mun bera ljúgvitni gegn forsetanum og ég mun ekki skálda upp lygar til þess að létta þrýstingnum af sjálfum mér. Ég hlakka til að fá fulla og algera uppreist æru,“ fullyrti Stone. „Ég ber ekki vitni gegn forsetanum vegna þess að þá þyrfti ég að bera ljúgvitni,“ sagði hann ennfremur.New York Times segir að ákæran gegn Stone sé skýrasta tengingin fram til þessa á milli framboðs Trump og birtingar Wikileaks á tölvupóstum Demókrataflokksins sem rússneskir hakkarar stálu og komu framboði Hillary Clinton illa. Samskiptin sem lýst sé í ákærunni á milli Stone, háttsettra stjórnenda framboðsins og aðila með tengsl við Wikileaks bendi til þess að framboðið hafi reynt að fá upplýsingar um hvenær frekari skaðlegra upplýsingaleka um Clinton væri von. Þær tilraunir hafi farið að stað eftir að böndin voru tekin að berast að rússneskum hökkurum. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Minnst fjórtán Rússar ræddu við Trump-liða í kosningabaráttunni Samskiptin voru fjölmörg og Trump-liðar hafa ítrekað verið gómaðir við að segja ósatt um samskipti sín við rússneska aðila. 11. desember 2018 11:00 Náinn bandamaður Trump handtekinn Roger Stone, náinn bandamaður og ráðgjafi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur verið handtekinn í Flórída vegna Rússarannsóknar Robert Mueller. 25. janúar 2019 11:36 Fyrrverandi ráðgjafi: Trump gæti hafa gert eitthvað ólöglegt Sam Nunberg, fyrrverandi ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, segir að hann muni ekki una stefnu til að bera vitni í rannsókn Roberts Mueller á afskiptum Rússa í forsetakosningunum í Bandaríkjunum 2016. 5. mars 2018 22:26 Nornirnar fuðra upp á báli Mueller Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, virðist ekki sáttur við að Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður forsetans, hafi játað að hafa logið að þingmönnum um umsvif hans í Rússlandi. 30. nóvember 2018 12:00 Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Sjá meira
Þrátt fyrir að hafa verið handtekinn af bandarísku alríkislögreglunni FBI í morgun segist Roger Stone, vinur og bandamaður Donalds Trump forseta til fjölda ára, ekki ætla að bera vitni gegn forsetanum og lýsir yfir sakleysi sínu. Stone er ákærður fyrir að hindra framgang réttvísinnar, meinsæri og að reyna að hafa áhrif á framburð vitnis. Vopnaðir alríkislögreglumenn handtóku Stone á heimili hans á Flórída fyrir sólarupprás í morgun. Stone var því næst leiddur fyrir dómara þar sem honum var kynnt ákæra í sjö liðum. Honum var sleppt gegn 250.000 dollara tryggingu. Stone er gefið að sök að hafa logið um samskipti sín við uppljóstranavefinn Wikileaks og æðstu stjórnendur forsetaframboðs Trump árið 2016. Fyrir utan dómshúsið í Fort Lauderdale líkti Stone eftir Richard Nixon, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, baðaði út báðum höndum og gerði sigurtákn með tveimur fingrum, að sögn Washington Post. Stone vann að endurkjöri Nixon þegar Watergate-hneykslið sem felldi forsetann komst upp og er með húðflúr af andliti Nixon á herðunum. „Ég ætla að lýsa yfir sakleysi gagnvart þessum ákærum. Ég mun sigrast á þeim fyrir dómi,“ sagði Stone fyrir framan hóp fréttamanna, stuðningsmanna og andstæðinga.Ætlar ekki að bera „ljúgvitni“ Hvíta húsið hefur þvegið hendur sínar af Stone, sem vann formlega og óformlega fyrir forsetaframboð Trump á sínum tíma. Segir það ákæruna gegn Stone ekkert tengjast Trump forseta. Undir það tók Stone fyrir utan dómshúsið. „Þær kringumstæður eru ekki til þar sem ég mun bera ljúgvitni gegn forsetanum og ég mun ekki skálda upp lygar til þess að létta þrýstingnum af sjálfum mér. Ég hlakka til að fá fulla og algera uppreist æru,“ fullyrti Stone. „Ég ber ekki vitni gegn forsetanum vegna þess að þá þyrfti ég að bera ljúgvitni,“ sagði hann ennfremur.New York Times segir að ákæran gegn Stone sé skýrasta tengingin fram til þessa á milli framboðs Trump og birtingar Wikileaks á tölvupóstum Demókrataflokksins sem rússneskir hakkarar stálu og komu framboði Hillary Clinton illa. Samskiptin sem lýst sé í ákærunni á milli Stone, háttsettra stjórnenda framboðsins og aðila með tengsl við Wikileaks bendi til þess að framboðið hafi reynt að fá upplýsingar um hvenær frekari skaðlegra upplýsingaleka um Clinton væri von. Þær tilraunir hafi farið að stað eftir að böndin voru tekin að berast að rússneskum hökkurum.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Minnst fjórtán Rússar ræddu við Trump-liða í kosningabaráttunni Samskiptin voru fjölmörg og Trump-liðar hafa ítrekað verið gómaðir við að segja ósatt um samskipti sín við rússneska aðila. 11. desember 2018 11:00 Náinn bandamaður Trump handtekinn Roger Stone, náinn bandamaður og ráðgjafi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur verið handtekinn í Flórída vegna Rússarannsóknar Robert Mueller. 25. janúar 2019 11:36 Fyrrverandi ráðgjafi: Trump gæti hafa gert eitthvað ólöglegt Sam Nunberg, fyrrverandi ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, segir að hann muni ekki una stefnu til að bera vitni í rannsókn Roberts Mueller á afskiptum Rússa í forsetakosningunum í Bandaríkjunum 2016. 5. mars 2018 22:26 Nornirnar fuðra upp á báli Mueller Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, virðist ekki sáttur við að Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður forsetans, hafi játað að hafa logið að þingmönnum um umsvif hans í Rússlandi. 30. nóvember 2018 12:00 Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Sjá meira
Minnst fjórtán Rússar ræddu við Trump-liða í kosningabaráttunni Samskiptin voru fjölmörg og Trump-liðar hafa ítrekað verið gómaðir við að segja ósatt um samskipti sín við rússneska aðila. 11. desember 2018 11:00
Náinn bandamaður Trump handtekinn Roger Stone, náinn bandamaður og ráðgjafi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur verið handtekinn í Flórída vegna Rússarannsóknar Robert Mueller. 25. janúar 2019 11:36
Fyrrverandi ráðgjafi: Trump gæti hafa gert eitthvað ólöglegt Sam Nunberg, fyrrverandi ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, segir að hann muni ekki una stefnu til að bera vitni í rannsókn Roberts Mueller á afskiptum Rússa í forsetakosningunum í Bandaríkjunum 2016. 5. mars 2018 22:26
Nornirnar fuðra upp á báli Mueller Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, virðist ekki sáttur við að Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður forsetans, hafi játað að hafa logið að þingmönnum um umsvif hans í Rússlandi. 30. nóvember 2018 12:00
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna