Opnar nýja verslun undir nýju merki við Hallveigarstíg í lok febrúar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. janúar 2019 11:43 Á meðal þeirra verslana sem Högum var gert að selja var Bónus við Hallveigarstíg. Fréttablaðið/Sigtryggur Í lok næsta mánaðar mun opna ný matvöruverslun við Hallveigarstíg, þar sem Bónus stendur nú. Nýr eigandi verslunarrekstursins segist fullviss um að neytendur verði ánægðir með verslunina, sem hann segir að verði samkeppnishæf við aðrar verslanir af sama toga. Eins og greint var frá í gær hófst rýmingarútsala á vörum Bónus við Hallveigarstíg sem nú er að loka í gær. Þar voru vörur allar vörur seldar á 30% afslætti og því margt um manninn og mikill erill í versluninni. Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sports Direct á Íslandi og annar eigenda Boxins, vefverslunar sem selur mat og aðrar nauðsynjavörur, er nýr eigandi verslunarinnar. Hann keypti húsnæði sem hýst hefur þrjár verslanir sem Hagar þurfa að loka vegna samruna Haga, Olíuverslunar Íslands og fasteignafélagsins DGV. Í samtali við fréttastofu upplýsti Sigurður að í húsnæðinu muni opna ný verslun undir nýju merki. „Seint í febrúar mun opna ný matvöruverslun sem verður algjörlega samkeppnishæf við það sem áður var. Ég held að neytendur og nágrannar verslunarinnar muni taka mjög vel í það.“Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson verslunarmaður.Þá munu verslanir undir sama merki opna á tveimur öðrum stöðum sem nú hýsa verslanir Haga. Það eru Bónusverslanir í Skeifunni og við Smiðjuveg í Kópavogi. Aðspurður hvort að verslanirnar muni opna undir merki sem Íslendingar þekki segir Sigurður svo ekki vera. „Þetta verður nýtt merki og nýjar vörur, í bland við vörurnar sem fólk þekkir og ég er sannfærður um að neytendur muni taka þessu mjög vel. Bæði upp á nýjungar í vöruúrvali og verð.“ Sigurður hefur boðið öllum starfsmönnum fráfarandi Bónusverslunar við Hallveigarstíg starf í nýju versluninni. Hann segir meirihluta þeirra þegar hafa þegið það boð. „Ég hef boðið öllu starfsfólki vinnu. Eins og staðan er núna hafa um það bil tveir þriðju þegið það og það eru einhverjir fleiri sem eru að hugsa sig um eða hafa lýst yfir áhuga um að fá starf í versluninni.“ Neytendur Tengdar fréttir Bónus við Hallveigarstíg lokað: „Það er verið að rífa allt út úr þessari búð“ Árni Sveinsson, íbúi í Þingholtunum, segist hafa staðið í röð í líklega klukkustund þegar hann fór í hverfisbúðina sína í síðasta skipti í dag. 25. janúar 2019 16:49 Sigurður Pálmi kaupir þrjár Bónusverslanir Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sports Direct á Íslandi, er að kaupa þrjár Bónusverslanir af Högum. 3. október 2018 07:00 Ákváðu að loka Bónus á Hallveigarstíg frekar en á Laugavegi Salan á Bónus á Hallveigarstíg var ein af niðurstöðum langra samningaviðræðna milli Haga og Samkeppniseftirlitsins að sögn Finns Árnasonar. 12. september 2018 15:00 Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Samstarf Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Viðskipti innlent Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Fleiri fréttir Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Sjá meira
Í lok næsta mánaðar mun opna ný matvöruverslun við Hallveigarstíg, þar sem Bónus stendur nú. Nýr eigandi verslunarrekstursins segist fullviss um að neytendur verði ánægðir með verslunina, sem hann segir að verði samkeppnishæf við aðrar verslanir af sama toga. Eins og greint var frá í gær hófst rýmingarútsala á vörum Bónus við Hallveigarstíg sem nú er að loka í gær. Þar voru vörur allar vörur seldar á 30% afslætti og því margt um manninn og mikill erill í versluninni. Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sports Direct á Íslandi og annar eigenda Boxins, vefverslunar sem selur mat og aðrar nauðsynjavörur, er nýr eigandi verslunarinnar. Hann keypti húsnæði sem hýst hefur þrjár verslanir sem Hagar þurfa að loka vegna samruna Haga, Olíuverslunar Íslands og fasteignafélagsins DGV. Í samtali við fréttastofu upplýsti Sigurður að í húsnæðinu muni opna ný verslun undir nýju merki. „Seint í febrúar mun opna ný matvöruverslun sem verður algjörlega samkeppnishæf við það sem áður var. Ég held að neytendur og nágrannar verslunarinnar muni taka mjög vel í það.“Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson verslunarmaður.Þá munu verslanir undir sama merki opna á tveimur öðrum stöðum sem nú hýsa verslanir Haga. Það eru Bónusverslanir í Skeifunni og við Smiðjuveg í Kópavogi. Aðspurður hvort að verslanirnar muni opna undir merki sem Íslendingar þekki segir Sigurður svo ekki vera. „Þetta verður nýtt merki og nýjar vörur, í bland við vörurnar sem fólk þekkir og ég er sannfærður um að neytendur muni taka þessu mjög vel. Bæði upp á nýjungar í vöruúrvali og verð.“ Sigurður hefur boðið öllum starfsmönnum fráfarandi Bónusverslunar við Hallveigarstíg starf í nýju versluninni. Hann segir meirihluta þeirra þegar hafa þegið það boð. „Ég hef boðið öllu starfsfólki vinnu. Eins og staðan er núna hafa um það bil tveir þriðju þegið það og það eru einhverjir fleiri sem eru að hugsa sig um eða hafa lýst yfir áhuga um að fá starf í versluninni.“
Neytendur Tengdar fréttir Bónus við Hallveigarstíg lokað: „Það er verið að rífa allt út úr þessari búð“ Árni Sveinsson, íbúi í Þingholtunum, segist hafa staðið í röð í líklega klukkustund þegar hann fór í hverfisbúðina sína í síðasta skipti í dag. 25. janúar 2019 16:49 Sigurður Pálmi kaupir þrjár Bónusverslanir Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sports Direct á Íslandi, er að kaupa þrjár Bónusverslanir af Högum. 3. október 2018 07:00 Ákváðu að loka Bónus á Hallveigarstíg frekar en á Laugavegi Salan á Bónus á Hallveigarstíg var ein af niðurstöðum langra samningaviðræðna milli Haga og Samkeppniseftirlitsins að sögn Finns Árnasonar. 12. september 2018 15:00 Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Samstarf Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Viðskipti innlent Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Fleiri fréttir Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Sjá meira
Bónus við Hallveigarstíg lokað: „Það er verið að rífa allt út úr þessari búð“ Árni Sveinsson, íbúi í Þingholtunum, segist hafa staðið í röð í líklega klukkustund þegar hann fór í hverfisbúðina sína í síðasta skipti í dag. 25. janúar 2019 16:49
Sigurður Pálmi kaupir þrjár Bónusverslanir Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sports Direct á Íslandi, er að kaupa þrjár Bónusverslanir af Högum. 3. október 2018 07:00
Ákváðu að loka Bónus á Hallveigarstíg frekar en á Laugavegi Salan á Bónus á Hallveigarstíg var ein af niðurstöðum langra samningaviðræðna milli Haga og Samkeppniseftirlitsins að sögn Finns Árnasonar. 12. september 2018 15:00