Málum skilríkjalausra fjölgar Nadine Guðrún Yaghi skrifar 26. janúar 2019 13:16 Skilríkjamálum á borði flugstöðvardeildar lögreglunnar á Suðurnesjum hefur snarfjölgað. vísir/ernir Færst hefur í aukana að fólk komi skilríkjalaust til landsins. Skilríkjasérfræðingur flugstöðvardeildar lögreglunnar á Suðurnesjum segir hluta hópsins komast óséðan inn í landið og stunda hér brotastarfsemi. Nýlega var greint frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 að talsverð fjölgun hafi orðið á fölsuðum skilríkjum sem lögreglan á Suðurnesjum lagði hald á á Keflavíkurflugvelli. Samkvæmt bráðabirgðatölum embættisins komu 98 skilríkjamál upp árið 2018 en þau voru 62 árið 2016 og 30 árið 2015. Þá hefur beiðnum um skilríkjarannsóknir til sérfræðinga embættisins frá öðrum embættum á höfuðborgarsvæðinu, einnig fjölgað mikið á nýliðnu ári. Þetta sýnir að meira sé um fölsuð skilríki í umferð á landinu. Um ræðir fólk sem kemur frá löndum utan Schengen-svæðisins, sem kemur hingað á fölsuðum skilríkjum landsins innan Schengen, og öðlast þannig réttindi hér á landi. Eiríkur Hafberg Sigurjónsson, skilríkjasérfræðingur hjá lögreglunni á Suðurnesjum segir að á nýliðnu ári hafi einnig orðið mikil fjölgun á fólki sem komi hingað skilríkjalaust. „Við erum að hafa afskipti af fleirum og fleirum í flugstöðinni sem eru án skilríkja. Ég veit til þess að þær tölur eru líka að hækka hjá þeim sem starfa inn í landinu, til dæmis lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Eiríkur Hafberg. Hann segir fólkið oft greina frá því í yfirheyrslu að þegar það hafi lagt af stað í ferðalagið hafi það verið með fölsuð skilríki sem það hafi svo fargað. „Það segir ég fékk fölsuð skilríki áður en ég lagði af stað. Þannig margt af þessu fólki sem við erum að hafa afskipti af það lagði af stað með fölsuð skilríki þannig að brotastarfsemi falsaðra skilríkja liggur þar að baki,“ segir Eiríkur. Aðspurður um ástæður þess að fólk ferðist hingað án skilríkja segir Eiríkur margt koma til greina. „Vissulega eru margir að koma og biðja um alþjóðlega vernd en svo eru margir líka sem eru að koma hingað til að taka þátt í brotastarfsemi. Svartri atvinnu og svo framvegis,“ segir Eiríkur Hafberg Sigurjónsson, skilríkjasérfræðingur hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Lögreglumál Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sjá meira
Færst hefur í aukana að fólk komi skilríkjalaust til landsins. Skilríkjasérfræðingur flugstöðvardeildar lögreglunnar á Suðurnesjum segir hluta hópsins komast óséðan inn í landið og stunda hér brotastarfsemi. Nýlega var greint frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 að talsverð fjölgun hafi orðið á fölsuðum skilríkjum sem lögreglan á Suðurnesjum lagði hald á á Keflavíkurflugvelli. Samkvæmt bráðabirgðatölum embættisins komu 98 skilríkjamál upp árið 2018 en þau voru 62 árið 2016 og 30 árið 2015. Þá hefur beiðnum um skilríkjarannsóknir til sérfræðinga embættisins frá öðrum embættum á höfuðborgarsvæðinu, einnig fjölgað mikið á nýliðnu ári. Þetta sýnir að meira sé um fölsuð skilríki í umferð á landinu. Um ræðir fólk sem kemur frá löndum utan Schengen-svæðisins, sem kemur hingað á fölsuðum skilríkjum landsins innan Schengen, og öðlast þannig réttindi hér á landi. Eiríkur Hafberg Sigurjónsson, skilríkjasérfræðingur hjá lögreglunni á Suðurnesjum segir að á nýliðnu ári hafi einnig orðið mikil fjölgun á fólki sem komi hingað skilríkjalaust. „Við erum að hafa afskipti af fleirum og fleirum í flugstöðinni sem eru án skilríkja. Ég veit til þess að þær tölur eru líka að hækka hjá þeim sem starfa inn í landinu, til dæmis lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Eiríkur Hafberg. Hann segir fólkið oft greina frá því í yfirheyrslu að þegar það hafi lagt af stað í ferðalagið hafi það verið með fölsuð skilríki sem það hafi svo fargað. „Það segir ég fékk fölsuð skilríki áður en ég lagði af stað. Þannig margt af þessu fólki sem við erum að hafa afskipti af það lagði af stað með fölsuð skilríki þannig að brotastarfsemi falsaðra skilríkja liggur þar að baki,“ segir Eiríkur. Aðspurður um ástæður þess að fólk ferðist hingað án skilríkja segir Eiríkur margt koma til greina. „Vissulega eru margir að koma og biðja um alþjóðlega vernd en svo eru margir líka sem eru að koma hingað til að taka þátt í brotastarfsemi. Svartri atvinnu og svo framvegis,“ segir Eiríkur Hafberg Sigurjónsson, skilríkjasérfræðingur hjá lögreglunni á Suðurnesjum.
Lögreglumál Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sjá meira