Málum skilríkjalausra fjölgar Nadine Guðrún Yaghi skrifar 26. janúar 2019 13:16 Skilríkjamálum á borði flugstöðvardeildar lögreglunnar á Suðurnesjum hefur snarfjölgað. vísir/ernir Færst hefur í aukana að fólk komi skilríkjalaust til landsins. Skilríkjasérfræðingur flugstöðvardeildar lögreglunnar á Suðurnesjum segir hluta hópsins komast óséðan inn í landið og stunda hér brotastarfsemi. Nýlega var greint frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 að talsverð fjölgun hafi orðið á fölsuðum skilríkjum sem lögreglan á Suðurnesjum lagði hald á á Keflavíkurflugvelli. Samkvæmt bráðabirgðatölum embættisins komu 98 skilríkjamál upp árið 2018 en þau voru 62 árið 2016 og 30 árið 2015. Þá hefur beiðnum um skilríkjarannsóknir til sérfræðinga embættisins frá öðrum embættum á höfuðborgarsvæðinu, einnig fjölgað mikið á nýliðnu ári. Þetta sýnir að meira sé um fölsuð skilríki í umferð á landinu. Um ræðir fólk sem kemur frá löndum utan Schengen-svæðisins, sem kemur hingað á fölsuðum skilríkjum landsins innan Schengen, og öðlast þannig réttindi hér á landi. Eiríkur Hafberg Sigurjónsson, skilríkjasérfræðingur hjá lögreglunni á Suðurnesjum segir að á nýliðnu ári hafi einnig orðið mikil fjölgun á fólki sem komi hingað skilríkjalaust. „Við erum að hafa afskipti af fleirum og fleirum í flugstöðinni sem eru án skilríkja. Ég veit til þess að þær tölur eru líka að hækka hjá þeim sem starfa inn í landinu, til dæmis lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Eiríkur Hafberg. Hann segir fólkið oft greina frá því í yfirheyrslu að þegar það hafi lagt af stað í ferðalagið hafi það verið með fölsuð skilríki sem það hafi svo fargað. „Það segir ég fékk fölsuð skilríki áður en ég lagði af stað. Þannig margt af þessu fólki sem við erum að hafa afskipti af það lagði af stað með fölsuð skilríki þannig að brotastarfsemi falsaðra skilríkja liggur þar að baki,“ segir Eiríkur. Aðspurður um ástæður þess að fólk ferðist hingað án skilríkja segir Eiríkur margt koma til greina. „Vissulega eru margir að koma og biðja um alþjóðlega vernd en svo eru margir líka sem eru að koma hingað til að taka þátt í brotastarfsemi. Svartri atvinnu og svo framvegis,“ segir Eiríkur Hafberg Sigurjónsson, skilríkjasérfræðingur hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Lögreglumál Mest lesið „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Fleiri fréttir „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Sjá meira
Færst hefur í aukana að fólk komi skilríkjalaust til landsins. Skilríkjasérfræðingur flugstöðvardeildar lögreglunnar á Suðurnesjum segir hluta hópsins komast óséðan inn í landið og stunda hér brotastarfsemi. Nýlega var greint frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 að talsverð fjölgun hafi orðið á fölsuðum skilríkjum sem lögreglan á Suðurnesjum lagði hald á á Keflavíkurflugvelli. Samkvæmt bráðabirgðatölum embættisins komu 98 skilríkjamál upp árið 2018 en þau voru 62 árið 2016 og 30 árið 2015. Þá hefur beiðnum um skilríkjarannsóknir til sérfræðinga embættisins frá öðrum embættum á höfuðborgarsvæðinu, einnig fjölgað mikið á nýliðnu ári. Þetta sýnir að meira sé um fölsuð skilríki í umferð á landinu. Um ræðir fólk sem kemur frá löndum utan Schengen-svæðisins, sem kemur hingað á fölsuðum skilríkjum landsins innan Schengen, og öðlast þannig réttindi hér á landi. Eiríkur Hafberg Sigurjónsson, skilríkjasérfræðingur hjá lögreglunni á Suðurnesjum segir að á nýliðnu ári hafi einnig orðið mikil fjölgun á fólki sem komi hingað skilríkjalaust. „Við erum að hafa afskipti af fleirum og fleirum í flugstöðinni sem eru án skilríkja. Ég veit til þess að þær tölur eru líka að hækka hjá þeim sem starfa inn í landinu, til dæmis lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Eiríkur Hafberg. Hann segir fólkið oft greina frá því í yfirheyrslu að þegar það hafi lagt af stað í ferðalagið hafi það verið með fölsuð skilríki sem það hafi svo fargað. „Það segir ég fékk fölsuð skilríki áður en ég lagði af stað. Þannig margt af þessu fólki sem við erum að hafa afskipti af það lagði af stað með fölsuð skilríki þannig að brotastarfsemi falsaðra skilríkja liggur þar að baki,“ segir Eiríkur. Aðspurður um ástæður þess að fólk ferðist hingað án skilríkja segir Eiríkur margt koma til greina. „Vissulega eru margir að koma og biðja um alþjóðlega vernd en svo eru margir líka sem eru að koma hingað til að taka þátt í brotastarfsemi. Svartri atvinnu og svo framvegis,“ segir Eiríkur Hafberg Sigurjónsson, skilríkjasérfræðingur hjá lögreglunni á Suðurnesjum.
Lögreglumál Mest lesið „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Fleiri fréttir „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Sjá meira