Trump-liðar reiðir út í forsetann: Donald Trump sagður hafa lúffað og vera gunga Samúel Karl Ólason skrifar 26. janúar 2019 22:00 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Susan Walsh Margir af bandamönnum og helstu stuðningsmönnum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, eru ósáttir við að forsetinn hafi gefið eftir í deilunni um vegginn og bundið endi á lengstu lokun alríkisstofnanna í sögu Bandaríkjanna, án þess að fá fjármagn til að hefja byggingu múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Hægri sinnaðir stjórnmálaspekúlantar hafa meðal annars kallað Trump gungu og sagt Nancy Pelosi, leiðtoga Demókrata í fulltrúadeildinni vera raunverulegan forseta Bandaríkjanna. Fjölmiðlar sem þykja hliðhollir Trump gagnrýndu hann harðlega og sögðu hann hafa lúffað. Reiði þeirra leit dagsins ljós nánast samstundis og Trump tilkynnti að alríkisstofnanirnar yrðu opnaðar á nýjan leik. Auk þeirra sem lýstu yfir reiði sinni voru margir sem lýstu yfir stuðningi sínum við Trump og aðrir sem sögðu ákvörðun hans vera lið í einhverskonar áætlun. Hann myndi án efa tryggja byggingu múrsins. Meðal þeirra var Sean Hannity, þáttastjórnandi Fox News og náinn vinur og ráðgjafi Trump.Good news for George Herbert Walker Bush: As of today, he is no longer the biggest wimp ever to serve as President of the United States. — Ann Coulter (@AnnCoulter) January 25, 2019 Trump hafði hótað því að sá þriðjungur alríkisstofnanna sem lokað var fyrir rúmum 35 dögum yrði ekki opnaður á nýjan leik fyrr en hann fengi 5,7 milljarða dala til að reisa múrinn. Lokunin gæti staðið yfir í einhverja mánuði. Washington Post segir stöðuna hafa þó gjörbreyst í gær.Miklar tafir mynduðust á nokkrum af stærstu flugvöllum Bandaríkjanna þar sem flugumferðarstjórnendur, sem höfðu verið að mæta til vinnu án þess að fá greitt, voru að hringja sig inn veika. Þá lýstu forsvarsmenn nokkra af stærstu fyrirtækjum Bandaríkjanna því yfir að lokun stofnananna myndi hafa mikil áhrif á efnahag Bandaríkjanna ef hún myndi vara mikið lengur.Varað var við því að ferðamannaiðnaðurinn væri farinn að þjást vegna lokunarinnar og þúsundir starfsmanna Skattstofu Bandaríkjanna voru hættir að mæta í vinnuna. Þá voru þingmenn Repúblikanaflokksins farnir að lýsa yfir andstöðu við lokunina. Frumvarp Demókrataflokksins um að opna stofnanirnar án þess að veita fjármagni til byggingar múrsins fékk fleiri atkvæði í öldungadeildinni en sambærilegt frumvarp Repúblikanaflokksins sem innihélt fjárveitingu til múrsins, þó Repúblikanar séu með meirihluta í öldungadeildinni.Sjá einnig: Demókratar í góðri stöðu eftir afhroð RepúblikanaflokksinsVandi Trump snerist einnig um það að hans helstu stuðningsmenn vildu múrinn og sögðu annað ekki koma til greina. Almennir og óháðir kjósendur voru hins vegar ekki á þeim nótum. Óvinsældir Trump hafa aukist til muna á undanförnum vikum og skoðanakannanir sýna að mun fleiri kjósendur kenndu Trump og Repúblikönum um lokunina en Demókrötum. Fjárveitingar til umræddra stofnanna duga þó eingöngu til 15. febrúar og ef Demókaratar og Repúblikanar finna ekki lausn á deilunni um múrinn fyrir þann tíma er útlit fyrir að stofnununum verði lokað að nýja eða að Trump lýsi yfir neyðarástandi. Þá gæti Trump sótt sér fé í neyðarsjóði hersins. Þeir sjóðir eru meðal annars ætlaðir til viðbragða við náttúruhamförum og uppbyggingu innviða. Grípi Trump til þessa aðgerða munu Demókratar án efa höfða mál til að reyna að stöðva hann en óljóst þykir hvort forsetinn hafi í raun vald til þessa. Landeigendur við landamærin hafa sömuleiðis lýst því yfir að þeir séu að undirbúa málaferli.Sjá einnig: Fallegi múrinn sem varð að girðinguEins og áður segir hafa Repúblikanar og Demókratar þrjár vikur til að komast að samkomulagi um landamærin. Leiðtogar Demókrataflokksins hafa sagst vongóðir um að hægt verði að komast að samkomulagi. Hingað til hafa þeir þó eingöngu viljað auka fjárveitingar til landamæranna en þær fara í aukið eftirlit, endurbætur á tólum og fleiri starfsmenn. Ekki í múrinn. Trump hefur ítrekað sagt að hann vilji múr og ekkert annað komi til greina. Þingmenn Repúblikanaflokksins sem miðlar úti hafa rætt við segja alls ekki öruggt að samkomulag náist. Það stefnir því í aðra lokun eða neyðarástandsyfirlýsingu og áralöng málaferli eftir þrjár vikur. Einn fyrrverandi starfsmaður Trump í Hvíta húsinu var þó ekki á þeirri skoðun við Politico. „Hann á eftir að lúffa aftur eftir þrjár vikur. Demókratar hafa kverkatak á Trump.“ Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump lúffar í deilunni um landamæramúrinn í bili Bráðabirgðasamkomulag hefur náðst um að opna alríkisstofnanir aftur tímabundið. 25. janúar 2019 18:54 Náinn bandamaður Trump handtekinn Roger Stone, náinn bandamaður og ráðgjafi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur verið handtekinn í Flórída vegna Rússarannsóknar Robert Mueller. 25. janúar 2019 11:36 Ráðgjafi Trump segist ekki ætla að vitna gegn honum Roger Stone var sleppt gegn tryggingu eftir að hann var handtekinn í morgun. Hann er sakaður um að hafa logið um samskipti við Wikileaks og Trump-framboðið. 25. janúar 2019 23:30 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Innlent Fleiri fréttir Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Sjá meira
Margir af bandamönnum og helstu stuðningsmönnum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, eru ósáttir við að forsetinn hafi gefið eftir í deilunni um vegginn og bundið endi á lengstu lokun alríkisstofnanna í sögu Bandaríkjanna, án þess að fá fjármagn til að hefja byggingu múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Hægri sinnaðir stjórnmálaspekúlantar hafa meðal annars kallað Trump gungu og sagt Nancy Pelosi, leiðtoga Demókrata í fulltrúadeildinni vera raunverulegan forseta Bandaríkjanna. Fjölmiðlar sem þykja hliðhollir Trump gagnrýndu hann harðlega og sögðu hann hafa lúffað. Reiði þeirra leit dagsins ljós nánast samstundis og Trump tilkynnti að alríkisstofnanirnar yrðu opnaðar á nýjan leik. Auk þeirra sem lýstu yfir reiði sinni voru margir sem lýstu yfir stuðningi sínum við Trump og aðrir sem sögðu ákvörðun hans vera lið í einhverskonar áætlun. Hann myndi án efa tryggja byggingu múrsins. Meðal þeirra var Sean Hannity, þáttastjórnandi Fox News og náinn vinur og ráðgjafi Trump.Good news for George Herbert Walker Bush: As of today, he is no longer the biggest wimp ever to serve as President of the United States. — Ann Coulter (@AnnCoulter) January 25, 2019 Trump hafði hótað því að sá þriðjungur alríkisstofnanna sem lokað var fyrir rúmum 35 dögum yrði ekki opnaður á nýjan leik fyrr en hann fengi 5,7 milljarða dala til að reisa múrinn. Lokunin gæti staðið yfir í einhverja mánuði. Washington Post segir stöðuna hafa þó gjörbreyst í gær.Miklar tafir mynduðust á nokkrum af stærstu flugvöllum Bandaríkjanna þar sem flugumferðarstjórnendur, sem höfðu verið að mæta til vinnu án þess að fá greitt, voru að hringja sig inn veika. Þá lýstu forsvarsmenn nokkra af stærstu fyrirtækjum Bandaríkjanna því yfir að lokun stofnananna myndi hafa mikil áhrif á efnahag Bandaríkjanna ef hún myndi vara mikið lengur.Varað var við því að ferðamannaiðnaðurinn væri farinn að þjást vegna lokunarinnar og þúsundir starfsmanna Skattstofu Bandaríkjanna voru hættir að mæta í vinnuna. Þá voru þingmenn Repúblikanaflokksins farnir að lýsa yfir andstöðu við lokunina. Frumvarp Demókrataflokksins um að opna stofnanirnar án þess að veita fjármagni til byggingar múrsins fékk fleiri atkvæði í öldungadeildinni en sambærilegt frumvarp Repúblikanaflokksins sem innihélt fjárveitingu til múrsins, þó Repúblikanar séu með meirihluta í öldungadeildinni.Sjá einnig: Demókratar í góðri stöðu eftir afhroð RepúblikanaflokksinsVandi Trump snerist einnig um það að hans helstu stuðningsmenn vildu múrinn og sögðu annað ekki koma til greina. Almennir og óháðir kjósendur voru hins vegar ekki á þeim nótum. Óvinsældir Trump hafa aukist til muna á undanförnum vikum og skoðanakannanir sýna að mun fleiri kjósendur kenndu Trump og Repúblikönum um lokunina en Demókrötum. Fjárveitingar til umræddra stofnanna duga þó eingöngu til 15. febrúar og ef Demókaratar og Repúblikanar finna ekki lausn á deilunni um múrinn fyrir þann tíma er útlit fyrir að stofnununum verði lokað að nýja eða að Trump lýsi yfir neyðarástandi. Þá gæti Trump sótt sér fé í neyðarsjóði hersins. Þeir sjóðir eru meðal annars ætlaðir til viðbragða við náttúruhamförum og uppbyggingu innviða. Grípi Trump til þessa aðgerða munu Demókratar án efa höfða mál til að reyna að stöðva hann en óljóst þykir hvort forsetinn hafi í raun vald til þessa. Landeigendur við landamærin hafa sömuleiðis lýst því yfir að þeir séu að undirbúa málaferli.Sjá einnig: Fallegi múrinn sem varð að girðinguEins og áður segir hafa Repúblikanar og Demókratar þrjár vikur til að komast að samkomulagi um landamærin. Leiðtogar Demókrataflokksins hafa sagst vongóðir um að hægt verði að komast að samkomulagi. Hingað til hafa þeir þó eingöngu viljað auka fjárveitingar til landamæranna en þær fara í aukið eftirlit, endurbætur á tólum og fleiri starfsmenn. Ekki í múrinn. Trump hefur ítrekað sagt að hann vilji múr og ekkert annað komi til greina. Þingmenn Repúblikanaflokksins sem miðlar úti hafa rætt við segja alls ekki öruggt að samkomulag náist. Það stefnir því í aðra lokun eða neyðarástandsyfirlýsingu og áralöng málaferli eftir þrjár vikur. Einn fyrrverandi starfsmaður Trump í Hvíta húsinu var þó ekki á þeirri skoðun við Politico. „Hann á eftir að lúffa aftur eftir þrjár vikur. Demókratar hafa kverkatak á Trump.“
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump lúffar í deilunni um landamæramúrinn í bili Bráðabirgðasamkomulag hefur náðst um að opna alríkisstofnanir aftur tímabundið. 25. janúar 2019 18:54 Náinn bandamaður Trump handtekinn Roger Stone, náinn bandamaður og ráðgjafi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur verið handtekinn í Flórída vegna Rússarannsóknar Robert Mueller. 25. janúar 2019 11:36 Ráðgjafi Trump segist ekki ætla að vitna gegn honum Roger Stone var sleppt gegn tryggingu eftir að hann var handtekinn í morgun. Hann er sakaður um að hafa logið um samskipti við Wikileaks og Trump-framboðið. 25. janúar 2019 23:30 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Innlent Fleiri fréttir Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Sjá meira
Trump lúffar í deilunni um landamæramúrinn í bili Bráðabirgðasamkomulag hefur náðst um að opna alríkisstofnanir aftur tímabundið. 25. janúar 2019 18:54
Náinn bandamaður Trump handtekinn Roger Stone, náinn bandamaður og ráðgjafi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur verið handtekinn í Flórída vegna Rússarannsóknar Robert Mueller. 25. janúar 2019 11:36
Ráðgjafi Trump segist ekki ætla að vitna gegn honum Roger Stone var sleppt gegn tryggingu eftir að hann var handtekinn í morgun. Hann er sakaður um að hafa logið um samskipti við Wikileaks og Trump-framboðið. 25. janúar 2019 23:30