Lífið

Bradley Cooper kom óvænt fram á tónleikum Lady Gaga

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Frá tónleikunum í Las Vegas í gær.
Frá tónleikunum í Las Vegas í gær. SKjáskot/Youtube
Leikarinn, og nú tónlistarmaðurinn, Bradley Cooper kom óvænt fram með söngkonunni Lady Gaga á tónleikum hennar í Las Vegas í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Cooper og Lady Gaga tóku þar lagið Shallow úr kvikmyndinni A Star is Born, sem notið hefur mikilla vinsælda.

Gaga hefur verið tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn í myndinni og þá er áðurnefnt lag einnig tilnefnt til verðlaunanna í sínum flokki. Gaga og Cooper, sem leikstýrir A Star is Born, syngja lagið saman en sú fyrrnefnda hefur flutt það ein á tónleikum sínum síðustu vikur.

Í gær varð hins vegar breyting þar á en Cooper mætti óvænt upp á svið til að taka lagið. Uppátækið vakti að vonum mikla lukku en myndband af atriðinu má sjá hér að neðan.

Hér að neðan má svo sjá opinbert tónlistarmyndband við lagið.


Tengdar fréttir

Jónsi og Lady Gaga slást um Óskarstilnefningu

Jón Þór Birgisson, betur þekktur sem Jónsi í Sigur Rós og Ástralska poppstjarnan Troy Sivan eru höfundar á laginu Revelation sem er titillag kvikmyndarinnar Boy Erased.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×