Útilokar ekki að vinna með saksóknara Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 28. janúar 2019 06:00 Roger Stone á föstudaginn. Vísir/Getty Roger Stone, samstarfsmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta til margra ára, sagði í gær að hann myndi svara öllum spurningum Roberts Mueller, sérstaks saksóknara, sem rannsakar tengsl forsetaframboðs Trumps við rússnesk yfirvöld, af hreinskilni. Stone útilokaði ekki að vera samvinnufús og aðstoða Mueller við að svipta hulunni af hinum meintu samskiptum við stjórnvöld í Moskvu. „Ef það var einhver glæpur framinn af fólki sem starfaði fyrir framboðið [...] þá mun ég sannarlega vitna um það af heilindum,“ sagði Stone í viðtali á sjónvarpsstöðinni ABC í gær. Stone, sem er 66 ára, var handtekinn á föstudaginn fyrir helgi og er meðal annars gefið að sök að hafa hindrað framgang réttvísinnar og reynt að hafa áhrif á framburð vitna í tengslum við rannsókn Muellers. Í ákærunni kemur hvergi fram að Stone sé grunaður um að hafa haft bein samskipti við rússnesk yfirvöld. Hins vegar kemur þar fram að Stone hafi rætt við háttsetta stjórnendur í teymi Trumps um WikiLeaks og gögn frá uppljóstrunarsamtökunum sem voru sögð skaðleg fyrir framboðs Hillarys Clinton, mótframbjóðanda Trumps. Í viðtalinu sagði Stone að það hefði aldrei komið til tals milli hans og Trumps að hann yrði náðaður ef allt færi á versta veg og sagði þá aldrei hafa rætt um WikiLeaks eða stofnanda samtakanna, Julian Assange. Stone segist vera saklaus af ásökunum Muellers og hyggst sanna sakleysi sitt fyrir dómstólum. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Náinn bandamaður Trump handtekinn Roger Stone, náinn bandamaður og ráðgjafi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur verið handtekinn í Flórída vegna Rússarannsóknar Robert Mueller. 25. janúar 2019 11:36 SNL gerir stólpagrín að Trump og hinum nýhandtekna Stone Roger Stone var handtekinn í vikunni í tengslum við Rússarannsókn Roberts Mueller. 27. janúar 2019 14:15 Ráðgjafi Trump segist ekki ætla að vitna gegn honum Roger Stone var sleppt gegn tryggingu eftir að hann var handtekinn í morgun. Hann er sakaður um að hafa logið um samskipti við Wikileaks og Trump-framboðið. 25. janúar 2019 23:30 Mest lesið Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Innlent Sólmyrkvi á laugardaginn Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Fleiri fréttir Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Sjá meira
Roger Stone, samstarfsmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta til margra ára, sagði í gær að hann myndi svara öllum spurningum Roberts Mueller, sérstaks saksóknara, sem rannsakar tengsl forsetaframboðs Trumps við rússnesk yfirvöld, af hreinskilni. Stone útilokaði ekki að vera samvinnufús og aðstoða Mueller við að svipta hulunni af hinum meintu samskiptum við stjórnvöld í Moskvu. „Ef það var einhver glæpur framinn af fólki sem starfaði fyrir framboðið [...] þá mun ég sannarlega vitna um það af heilindum,“ sagði Stone í viðtali á sjónvarpsstöðinni ABC í gær. Stone, sem er 66 ára, var handtekinn á föstudaginn fyrir helgi og er meðal annars gefið að sök að hafa hindrað framgang réttvísinnar og reynt að hafa áhrif á framburð vitna í tengslum við rannsókn Muellers. Í ákærunni kemur hvergi fram að Stone sé grunaður um að hafa haft bein samskipti við rússnesk yfirvöld. Hins vegar kemur þar fram að Stone hafi rætt við háttsetta stjórnendur í teymi Trumps um WikiLeaks og gögn frá uppljóstrunarsamtökunum sem voru sögð skaðleg fyrir framboðs Hillarys Clinton, mótframbjóðanda Trumps. Í viðtalinu sagði Stone að það hefði aldrei komið til tals milli hans og Trumps að hann yrði náðaður ef allt færi á versta veg og sagði þá aldrei hafa rætt um WikiLeaks eða stofnanda samtakanna, Julian Assange. Stone segist vera saklaus af ásökunum Muellers og hyggst sanna sakleysi sitt fyrir dómstólum.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Náinn bandamaður Trump handtekinn Roger Stone, náinn bandamaður og ráðgjafi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur verið handtekinn í Flórída vegna Rússarannsóknar Robert Mueller. 25. janúar 2019 11:36 SNL gerir stólpagrín að Trump og hinum nýhandtekna Stone Roger Stone var handtekinn í vikunni í tengslum við Rússarannsókn Roberts Mueller. 27. janúar 2019 14:15 Ráðgjafi Trump segist ekki ætla að vitna gegn honum Roger Stone var sleppt gegn tryggingu eftir að hann var handtekinn í morgun. Hann er sakaður um að hafa logið um samskipti við Wikileaks og Trump-framboðið. 25. janúar 2019 23:30 Mest lesið Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Innlent Sólmyrkvi á laugardaginn Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Fleiri fréttir Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Sjá meira
Náinn bandamaður Trump handtekinn Roger Stone, náinn bandamaður og ráðgjafi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur verið handtekinn í Flórída vegna Rússarannsóknar Robert Mueller. 25. janúar 2019 11:36
SNL gerir stólpagrín að Trump og hinum nýhandtekna Stone Roger Stone var handtekinn í vikunni í tengslum við Rússarannsókn Roberts Mueller. 27. janúar 2019 14:15
Ráðgjafi Trump segist ekki ætla að vitna gegn honum Roger Stone var sleppt gegn tryggingu eftir að hann var handtekinn í morgun. Hann er sakaður um að hafa logið um samskipti við Wikileaks og Trump-framboðið. 25. janúar 2019 23:30