Telja lyfsala ekki kaupa lyf eftir raunverulegri þörf hér á landi Sveinn Arnarsson skrifar 28. janúar 2019 06:00 Á hverjum tíma hér á landi eru að meðaltali á þriðja hundrað lyfja á biðlista af einhverjum orsökum. Vísir/Getty Frumtök, félag frumlyfjaframleiðenda á Íslandi, telja skort á lyfjum hér á landi mega oft á tíðum rekja til gengisbreytinga íslensku krónunnar og þeirrar reglugerðar að verðskrá lyfjagreiðslunefndar sé gefin út aðeins á mánaðar fresti. Telja samtökin kaupendur hamstra lyf eða fresta innkaupum á þeim vegna óhagstæðrar gengisþróunar. Frumtök hafa vegna þessa sent lyfjagreiðslunefnd bréf þar sem þeir hvetja nefndina til að breyta framkvæmd við útgáfu verðskrár með því að fjölga útgáfunum.Jakob Falur Garðarsson, formaður Frumtaka – samtaka framleiðenda frumlyfja. Í núverandi ástandi segja Frumtök hvata lyfsala vera að haga lyfjainnkaupum eftir gengi frekar en raunverulegri þörf. „Þetta er einföld leið til að draga úr óheppilegum hvötum,“ segir Jakob Falur Garðarsson, framkvæmdastjóri Frumtaka, samtaka frumlyfjaframleiðenda á Íslandi. „Í haust þegar krónan veiktist hratt sáum við til dæmis að innkaup voru óvenjuleg. Slíkt getur leitt til vandkvæða við afgreiðslu lyfja. Hamstri eitt apótek lyf þá gæti annað apótek gripið í tómt. Tæknin gerir breytinguna einfalda og hún hefur ekki í för með sér kostnaðarauka fyrir hið opinbera.“ Á vef Lyfjastofnunar er hægt að fylgjast með hvaða lyf eru ófáanleg hverju sinni vegna lyfjaskorts og hægt er að tilkynna skort á lyfjum þangað inn. Á hverjum tíma hér á landi eru að meðaltali á þriðja hundrað lyfja á biðlista af einhverjum orsökum. Oft hefur komið upp sú staða að lífsnauðsynleg lyf handa langveikum börnum eru ekki til á landinu og dæmi um að foreldrar haldi úti skiptimarkaði fyrir lyf til að tryggja velferð barna sinna. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Lyf Tengdar fréttir Fjörutíu læknar fengið bréf vegna lyfjaávísana Það sem af er ári hafa yfir tvö hundruð manns fengið ávísað ávanabindandi lyfjum frá tíu eða fleiri læknum. Embætti landlæknis hefur sent rúmlega fjörutíu læknum bréf á árinu þar sem gerðar eru athugasemdir við lyfjaávísanir. 5. desember 2018 19:00 Yfirlæknir á Vogi segir aðgengi að dópi mjög gott og lýsir lækkandi verði Fleiri sjúklingar í yngsta aldurshópnum létust vegna ofneyslu á liðnu ári en árin á undan. 3. janúar 2019 19:07 Um tíu prósent framhaldsskólanema hafa notað lyfseðilskyld lyf án lyfseðils Um tíu prósent framhaldsskólanema hafa notað lyfseðilskyld lyf án lyfseðils samkvæmt nýrri könnun Rannsókna og greiningar. Þá nota nærri átta prósent nemenda, sem aldrei hafa reykt sígarettur, rafrettu daglega. 8. janúar 2019 20:15 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Frumtök, félag frumlyfjaframleiðenda á Íslandi, telja skort á lyfjum hér á landi mega oft á tíðum rekja til gengisbreytinga íslensku krónunnar og þeirrar reglugerðar að verðskrá lyfjagreiðslunefndar sé gefin út aðeins á mánaðar fresti. Telja samtökin kaupendur hamstra lyf eða fresta innkaupum á þeim vegna óhagstæðrar gengisþróunar. Frumtök hafa vegna þessa sent lyfjagreiðslunefnd bréf þar sem þeir hvetja nefndina til að breyta framkvæmd við útgáfu verðskrár með því að fjölga útgáfunum.Jakob Falur Garðarsson, formaður Frumtaka – samtaka framleiðenda frumlyfja. Í núverandi ástandi segja Frumtök hvata lyfsala vera að haga lyfjainnkaupum eftir gengi frekar en raunverulegri þörf. „Þetta er einföld leið til að draga úr óheppilegum hvötum,“ segir Jakob Falur Garðarsson, framkvæmdastjóri Frumtaka, samtaka frumlyfjaframleiðenda á Íslandi. „Í haust þegar krónan veiktist hratt sáum við til dæmis að innkaup voru óvenjuleg. Slíkt getur leitt til vandkvæða við afgreiðslu lyfja. Hamstri eitt apótek lyf þá gæti annað apótek gripið í tómt. Tæknin gerir breytinguna einfalda og hún hefur ekki í för með sér kostnaðarauka fyrir hið opinbera.“ Á vef Lyfjastofnunar er hægt að fylgjast með hvaða lyf eru ófáanleg hverju sinni vegna lyfjaskorts og hægt er að tilkynna skort á lyfjum þangað inn. Á hverjum tíma hér á landi eru að meðaltali á þriðja hundrað lyfja á biðlista af einhverjum orsökum. Oft hefur komið upp sú staða að lífsnauðsynleg lyf handa langveikum börnum eru ekki til á landinu og dæmi um að foreldrar haldi úti skiptimarkaði fyrir lyf til að tryggja velferð barna sinna.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Lyf Tengdar fréttir Fjörutíu læknar fengið bréf vegna lyfjaávísana Það sem af er ári hafa yfir tvö hundruð manns fengið ávísað ávanabindandi lyfjum frá tíu eða fleiri læknum. Embætti landlæknis hefur sent rúmlega fjörutíu læknum bréf á árinu þar sem gerðar eru athugasemdir við lyfjaávísanir. 5. desember 2018 19:00 Yfirlæknir á Vogi segir aðgengi að dópi mjög gott og lýsir lækkandi verði Fleiri sjúklingar í yngsta aldurshópnum létust vegna ofneyslu á liðnu ári en árin á undan. 3. janúar 2019 19:07 Um tíu prósent framhaldsskólanema hafa notað lyfseðilskyld lyf án lyfseðils Um tíu prósent framhaldsskólanema hafa notað lyfseðilskyld lyf án lyfseðils samkvæmt nýrri könnun Rannsókna og greiningar. Þá nota nærri átta prósent nemenda, sem aldrei hafa reykt sígarettur, rafrettu daglega. 8. janúar 2019 20:15 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Fjörutíu læknar fengið bréf vegna lyfjaávísana Það sem af er ári hafa yfir tvö hundruð manns fengið ávísað ávanabindandi lyfjum frá tíu eða fleiri læknum. Embætti landlæknis hefur sent rúmlega fjörutíu læknum bréf á árinu þar sem gerðar eru athugasemdir við lyfjaávísanir. 5. desember 2018 19:00
Yfirlæknir á Vogi segir aðgengi að dópi mjög gott og lýsir lækkandi verði Fleiri sjúklingar í yngsta aldurshópnum létust vegna ofneyslu á liðnu ári en árin á undan. 3. janúar 2019 19:07
Um tíu prósent framhaldsskólanema hafa notað lyfseðilskyld lyf án lyfseðils Um tíu prósent framhaldsskólanema hafa notað lyfseðilskyld lyf án lyfseðils samkvæmt nýrri könnun Rannsókna og greiningar. Þá nota nærri átta prósent nemenda, sem aldrei hafa reykt sígarettur, rafrettu daglega. 8. janúar 2019 20:15