Telja lyfsala ekki kaupa lyf eftir raunverulegri þörf hér á landi Sveinn Arnarsson skrifar 28. janúar 2019 06:00 Á hverjum tíma hér á landi eru að meðaltali á þriðja hundrað lyfja á biðlista af einhverjum orsökum. Vísir/Getty Frumtök, félag frumlyfjaframleiðenda á Íslandi, telja skort á lyfjum hér á landi mega oft á tíðum rekja til gengisbreytinga íslensku krónunnar og þeirrar reglugerðar að verðskrá lyfjagreiðslunefndar sé gefin út aðeins á mánaðar fresti. Telja samtökin kaupendur hamstra lyf eða fresta innkaupum á þeim vegna óhagstæðrar gengisþróunar. Frumtök hafa vegna þessa sent lyfjagreiðslunefnd bréf þar sem þeir hvetja nefndina til að breyta framkvæmd við útgáfu verðskrár með því að fjölga útgáfunum.Jakob Falur Garðarsson, formaður Frumtaka – samtaka framleiðenda frumlyfja. Í núverandi ástandi segja Frumtök hvata lyfsala vera að haga lyfjainnkaupum eftir gengi frekar en raunverulegri þörf. „Þetta er einföld leið til að draga úr óheppilegum hvötum,“ segir Jakob Falur Garðarsson, framkvæmdastjóri Frumtaka, samtaka frumlyfjaframleiðenda á Íslandi. „Í haust þegar krónan veiktist hratt sáum við til dæmis að innkaup voru óvenjuleg. Slíkt getur leitt til vandkvæða við afgreiðslu lyfja. Hamstri eitt apótek lyf þá gæti annað apótek gripið í tómt. Tæknin gerir breytinguna einfalda og hún hefur ekki í för með sér kostnaðarauka fyrir hið opinbera.“ Á vef Lyfjastofnunar er hægt að fylgjast með hvaða lyf eru ófáanleg hverju sinni vegna lyfjaskorts og hægt er að tilkynna skort á lyfjum þangað inn. Á hverjum tíma hér á landi eru að meðaltali á þriðja hundrað lyfja á biðlista af einhverjum orsökum. Oft hefur komið upp sú staða að lífsnauðsynleg lyf handa langveikum börnum eru ekki til á landinu og dæmi um að foreldrar haldi úti skiptimarkaði fyrir lyf til að tryggja velferð barna sinna. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Lyf Tengdar fréttir Fjörutíu læknar fengið bréf vegna lyfjaávísana Það sem af er ári hafa yfir tvö hundruð manns fengið ávísað ávanabindandi lyfjum frá tíu eða fleiri læknum. Embætti landlæknis hefur sent rúmlega fjörutíu læknum bréf á árinu þar sem gerðar eru athugasemdir við lyfjaávísanir. 5. desember 2018 19:00 Yfirlæknir á Vogi segir aðgengi að dópi mjög gott og lýsir lækkandi verði Fleiri sjúklingar í yngsta aldurshópnum létust vegna ofneyslu á liðnu ári en árin á undan. 3. janúar 2019 19:07 Um tíu prósent framhaldsskólanema hafa notað lyfseðilskyld lyf án lyfseðils Um tíu prósent framhaldsskólanema hafa notað lyfseðilskyld lyf án lyfseðils samkvæmt nýrri könnun Rannsókna og greiningar. Þá nota nærri átta prósent nemenda, sem aldrei hafa reykt sígarettur, rafrettu daglega. 8. janúar 2019 20:15 Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Frumtök, félag frumlyfjaframleiðenda á Íslandi, telja skort á lyfjum hér á landi mega oft á tíðum rekja til gengisbreytinga íslensku krónunnar og þeirrar reglugerðar að verðskrá lyfjagreiðslunefndar sé gefin út aðeins á mánaðar fresti. Telja samtökin kaupendur hamstra lyf eða fresta innkaupum á þeim vegna óhagstæðrar gengisþróunar. Frumtök hafa vegna þessa sent lyfjagreiðslunefnd bréf þar sem þeir hvetja nefndina til að breyta framkvæmd við útgáfu verðskrár með því að fjölga útgáfunum.Jakob Falur Garðarsson, formaður Frumtaka – samtaka framleiðenda frumlyfja. Í núverandi ástandi segja Frumtök hvata lyfsala vera að haga lyfjainnkaupum eftir gengi frekar en raunverulegri þörf. „Þetta er einföld leið til að draga úr óheppilegum hvötum,“ segir Jakob Falur Garðarsson, framkvæmdastjóri Frumtaka, samtaka frumlyfjaframleiðenda á Íslandi. „Í haust þegar krónan veiktist hratt sáum við til dæmis að innkaup voru óvenjuleg. Slíkt getur leitt til vandkvæða við afgreiðslu lyfja. Hamstri eitt apótek lyf þá gæti annað apótek gripið í tómt. Tæknin gerir breytinguna einfalda og hún hefur ekki í för með sér kostnaðarauka fyrir hið opinbera.“ Á vef Lyfjastofnunar er hægt að fylgjast með hvaða lyf eru ófáanleg hverju sinni vegna lyfjaskorts og hægt er að tilkynna skort á lyfjum þangað inn. Á hverjum tíma hér á landi eru að meðaltali á þriðja hundrað lyfja á biðlista af einhverjum orsökum. Oft hefur komið upp sú staða að lífsnauðsynleg lyf handa langveikum börnum eru ekki til á landinu og dæmi um að foreldrar haldi úti skiptimarkaði fyrir lyf til að tryggja velferð barna sinna.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Lyf Tengdar fréttir Fjörutíu læknar fengið bréf vegna lyfjaávísana Það sem af er ári hafa yfir tvö hundruð manns fengið ávísað ávanabindandi lyfjum frá tíu eða fleiri læknum. Embætti landlæknis hefur sent rúmlega fjörutíu læknum bréf á árinu þar sem gerðar eru athugasemdir við lyfjaávísanir. 5. desember 2018 19:00 Yfirlæknir á Vogi segir aðgengi að dópi mjög gott og lýsir lækkandi verði Fleiri sjúklingar í yngsta aldurshópnum létust vegna ofneyslu á liðnu ári en árin á undan. 3. janúar 2019 19:07 Um tíu prósent framhaldsskólanema hafa notað lyfseðilskyld lyf án lyfseðils Um tíu prósent framhaldsskólanema hafa notað lyfseðilskyld lyf án lyfseðils samkvæmt nýrri könnun Rannsókna og greiningar. Þá nota nærri átta prósent nemenda, sem aldrei hafa reykt sígarettur, rafrettu daglega. 8. janúar 2019 20:15 Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Fjörutíu læknar fengið bréf vegna lyfjaávísana Það sem af er ári hafa yfir tvö hundruð manns fengið ávísað ávanabindandi lyfjum frá tíu eða fleiri læknum. Embætti landlæknis hefur sent rúmlega fjörutíu læknum bréf á árinu þar sem gerðar eru athugasemdir við lyfjaávísanir. 5. desember 2018 19:00
Yfirlæknir á Vogi segir aðgengi að dópi mjög gott og lýsir lækkandi verði Fleiri sjúklingar í yngsta aldurshópnum létust vegna ofneyslu á liðnu ári en árin á undan. 3. janúar 2019 19:07
Um tíu prósent framhaldsskólanema hafa notað lyfseðilskyld lyf án lyfseðils Um tíu prósent framhaldsskólanema hafa notað lyfseðilskyld lyf án lyfseðils samkvæmt nýrri könnun Rannsókna og greiningar. Þá nota nærri átta prósent nemenda, sem aldrei hafa reykt sígarettur, rafrettu daglega. 8. janúar 2019 20:15