Þriðjungur þingmanna vill að ríkið greiði sálfræðikostnað Sveinn Arnarsson skrifar 28. janúar 2019 06:00 Þingmenn munu þurfa að glíma við geðheilbrigðismál á komandi vikum. Fréttablaðið/Anton Brink Alls mun 21 þingmaður leggja fram frumvarp á Alþingi um að almenn sálfræðiþjónusta falli undir greiðsluþátttökukerfi Sjúkratrygginga Íslands (SÍ). Í frumvarpsdrögunum segir að eitt höfuðmarkmiðið sé að tryggja aðgengi einstaklinga að sálfræðiþjónustu. Heilbrigðisráðherra segir gott að frumvarpið komi til kasta þingsins og mikilvægt að ræða skipulag kaupa ríkisins á sérfræðiþjónustu í heilbrigðiskerfinu. Samkvæmt klínískum leiðbeiningum landlæknis á gagnreynd sálfræðimeðferð að vera fyrsti meðferðarkostur við kvíða, þunglyndi og öðrum sálrænum kvillum. Þrátt fyrir þessar leiðbeiningar landlæknis hefur ekki verið að fullu unnið eftir því vegna þess hve dýrt er að fara til sálfræðings. „Eins og ég skil málið þá er tillagan sú að Sjúkratryggingum verið heimilt að semja við sálfræðinga um kaup á tiltekinni þjónustu. Það er í sjálfu sér jákvætt að þingið fái að glíma við þessa tillögu,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. „Það þarf hins vegar að vera vel skilgreint hvers konar þjónusta er keypt, hvert skipulag hennar á að vera og hvaða gæði þjónustan á að uppfylla. Ríkið sem kaupandi heilbrigðisþjónustu þarf að hafa skýra stefnu um hvað skuli kaupa og ráða ferðinni í þeim efnum. Það sjónarmið verður skoðað gaumgæfilega í umræðum um heilbrigðisstefnu til framtíðar á næstu vikum.“Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherraEkki hefur farið fram kostnaðargreining en flutningsmenn tillögunnar telja þjóðhagslegan ávinning augljósan af því að fjárfesta í fyrirbyggjandi aðgerðum í geðheilbrigðismálum. Alma Dagbjört Möller, landlæknir, hafði ekki séð umrædd frumvarpsdrög þegar Fréttablaðið náði tali af henni. Hún hins vegar fagnaði því ef slíkt frumvarp næði fram að ganga og taldi það til bóta. Greiðsluþátttaka mun einnig hafa í för með sér bætt aðgengi allra tekjuhópa að sálfræðingum hér á landi. „Í meginatriðum er afar ánægjulegt að sjá svo breiðan stuðning á þingi við að þjónusta sálfræðinga falli undir greiðsluþátttökukerfi SÍ. Það má segja að með greiðsluþátttöku viðurkenni heilbrigðisyfirvöld loksins gildi og mikilvægi gagnreyndrar sálfræðimeðferðar,“ segir Pétur Maack Þorsteinsson, yfirsálfræðingur hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands. „Þetta mun vonandi bæta aðgengi að sálfræðingum sem eru sjálfstætt starfandi utan heilbrigðiskerfisins. Í prinsippinu er mjög mikilvægt að allir sjúklingar hafi möguleika á að sækja sér sálfræðiþjónustu, ekki aðeins hinir efnameiri í okkar samfélagi.“ María Einisdóttir, framkvæmdastjóri geðsviðs Landspítalans, fagnar því að frumvarp sem þetta komi til kasta þingsins og segir það átt að hafa litið dagsins ljós fyrir löngu síðan. „Við þurfum sálfræðinga í skóla, heilsugæsluna og nær fólki, ekki bara inni á sjúkrahúsum, það vantar sálfræðinga í forvarnarskyni,“ segir María. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Fleiri fréttir Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Sjá meira
Alls mun 21 þingmaður leggja fram frumvarp á Alþingi um að almenn sálfræðiþjónusta falli undir greiðsluþátttökukerfi Sjúkratrygginga Íslands (SÍ). Í frumvarpsdrögunum segir að eitt höfuðmarkmiðið sé að tryggja aðgengi einstaklinga að sálfræðiþjónustu. Heilbrigðisráðherra segir gott að frumvarpið komi til kasta þingsins og mikilvægt að ræða skipulag kaupa ríkisins á sérfræðiþjónustu í heilbrigðiskerfinu. Samkvæmt klínískum leiðbeiningum landlæknis á gagnreynd sálfræðimeðferð að vera fyrsti meðferðarkostur við kvíða, þunglyndi og öðrum sálrænum kvillum. Þrátt fyrir þessar leiðbeiningar landlæknis hefur ekki verið að fullu unnið eftir því vegna þess hve dýrt er að fara til sálfræðings. „Eins og ég skil málið þá er tillagan sú að Sjúkratryggingum verið heimilt að semja við sálfræðinga um kaup á tiltekinni þjónustu. Það er í sjálfu sér jákvætt að þingið fái að glíma við þessa tillögu,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. „Það þarf hins vegar að vera vel skilgreint hvers konar þjónusta er keypt, hvert skipulag hennar á að vera og hvaða gæði þjónustan á að uppfylla. Ríkið sem kaupandi heilbrigðisþjónustu þarf að hafa skýra stefnu um hvað skuli kaupa og ráða ferðinni í þeim efnum. Það sjónarmið verður skoðað gaumgæfilega í umræðum um heilbrigðisstefnu til framtíðar á næstu vikum.“Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherraEkki hefur farið fram kostnaðargreining en flutningsmenn tillögunnar telja þjóðhagslegan ávinning augljósan af því að fjárfesta í fyrirbyggjandi aðgerðum í geðheilbrigðismálum. Alma Dagbjört Möller, landlæknir, hafði ekki séð umrædd frumvarpsdrög þegar Fréttablaðið náði tali af henni. Hún hins vegar fagnaði því ef slíkt frumvarp næði fram að ganga og taldi það til bóta. Greiðsluþátttaka mun einnig hafa í för með sér bætt aðgengi allra tekjuhópa að sálfræðingum hér á landi. „Í meginatriðum er afar ánægjulegt að sjá svo breiðan stuðning á þingi við að þjónusta sálfræðinga falli undir greiðsluþátttökukerfi SÍ. Það má segja að með greiðsluþátttöku viðurkenni heilbrigðisyfirvöld loksins gildi og mikilvægi gagnreyndrar sálfræðimeðferðar,“ segir Pétur Maack Þorsteinsson, yfirsálfræðingur hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands. „Þetta mun vonandi bæta aðgengi að sálfræðingum sem eru sjálfstætt starfandi utan heilbrigðiskerfisins. Í prinsippinu er mjög mikilvægt að allir sjúklingar hafi möguleika á að sækja sér sálfræðiþjónustu, ekki aðeins hinir efnameiri í okkar samfélagi.“ María Einisdóttir, framkvæmdastjóri geðsviðs Landspítalans, fagnar því að frumvarp sem þetta komi til kasta þingsins og segir það átt að hafa litið dagsins ljós fyrir löngu síðan. „Við þurfum sálfræðinga í skóla, heilsugæsluna og nær fólki, ekki bara inni á sjúkrahúsum, það vantar sálfræðinga í forvarnarskyni,“ segir María.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Fleiri fréttir Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Sjá meira