Körfubolti

George fór mikinn í sigri á Bucks

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Paul George var öflugur í nótt.
Paul George var öflugur í nótt. vísir/getty
Oklahoma City Thunder hægði á sjóðheitu liði Milwaukee Bucks í nótt. Paul George var stjarna Oklahoma City að þessu sinni.

George hitti úr 8 af 12 þriggja stiga skotum sínum og endaði með 36 stig og 12 fráköst. Russell Westbrook skoraði aðeins 13 stig að þessu sinni en 5 af 20 skotum hans fóru ofan í.

Giannis Antetokounmpo skoraði 27 stig og tók 18 fráköst fyrir Bucks en hann þurfti að hafa mikið fyrir hlutunum í nótt. Alls voru varin sjö skot frá honum í leiknum sem er það mesta sem hann hefur lent í.

Thunder nú búið að vinna fimm leiki í röð en sex leikja sigurhrina Bucks er aftur á móti á enda.

James Harden átti enn einn stórleikinn fyrir Houston Rockets er liðið skellti Orlando. Harden skoraði 40 stig að þessu sinni og tók þess utan 11 fráköst

Úrslit:

Oklahoma City-Milwaukee  118-112

Houston-Orlando  103-98

Dallas-Toronto  120-123

Minnesota-Utah  111-125

San Antonio-Washington  132-119

NY Knicks-Miami  97-106

LA Lakers-Phoenix  116-102

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×