Miklir höfuðáverkar á líki Julen Atli Ísleifsson skrifar 28. janúar 2019 10:10 Foreldrar Julen, Jose Rosello og Vicky Garcia. Getty Spænski drengurinn Julen var jarðsettur við hlið eldri bróður síns í gær. Björgunarliði tókst að komast að líki drengsins í fyrrinótt, þrettán dögum eftir að hann féll um sjötíu metra niður í borholu í bænum Totalán, skammt frá Malaga. Borholan sem um ræðir er um 110 metra djúp og er ljóst að einhver hafði borað á staðnum leit að vatni, en án leyfis frá yfirvöldum. Holunni hafði ekki verið lokað almennilega og féll drengurinn niður í hana fyrir framan föður sinn þar sem þeir voru á gangi. Útför drengsins fór fram í gær og var hann jarðsettur við hlið bróður síns, Oliver, sem lést fyrir þremur árum eftir hjartaáfall. „Staða líksins bendir til að drengurinn hafi hrapað beint um 71 metra, en hann fannst á því dýpi,“ segir Alfonso Rodríguez Gómez de Celis, talsmaður héraðsstjórnarinnar í Andalúsíu.Julen varð tveggja ára gamall.Alvarlegir höfuðáverkar Líkið var krufið áður en útförin fór fram og sýna bráðabirgðaniðurstöður að alvarlegir höfuðáverkar hafi verið á líkinu. Telja læknar að hann hafi látist á fyrsta sólarhringnum eftir að hafa fallið í holuna. Talsvert magn jarðvegs var að finna ofan á líkinu og er ljóst að molnað hafði úr veggjum borholunnar. Til að komast að Julen grófu björgunarmenn holu, samhliða borholunni. Þegar komið var niður á það dýpi sem talið var að Julen væri að finna, var borað þvert í átt að borholunni þar til að björgunarmenn komust að drengnum. Búið er að loka fyrir holu björgunarliðsins með sex hundruð kílóa stálplötu og stendur jafnframt til að loka fyrir borholuna. Spánn Tengdar fréttir Slæmur jarðvegur hefur tafið fyrir björgunaraðgerðum Vonast er til að hægt verði að ná til Julen seint í nótt eða í fyrramálið. 23. janúar 2019 19:00 Julen litli fannst látinn í borholunni Björgunarmenn á Spáni fundu í nótt lík hins tveggja ára Julens Rosello sem féll ofan í borholu í Totalán fyrir utan Malaga fyrir tveimur vikum. 26. janúar 2019 07:40 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Fleiri fréttir Einn látinn eftir alvarlegt lestarslys í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Sjá meira
Spænski drengurinn Julen var jarðsettur við hlið eldri bróður síns í gær. Björgunarliði tókst að komast að líki drengsins í fyrrinótt, þrettán dögum eftir að hann féll um sjötíu metra niður í borholu í bænum Totalán, skammt frá Malaga. Borholan sem um ræðir er um 110 metra djúp og er ljóst að einhver hafði borað á staðnum leit að vatni, en án leyfis frá yfirvöldum. Holunni hafði ekki verið lokað almennilega og féll drengurinn niður í hana fyrir framan föður sinn þar sem þeir voru á gangi. Útför drengsins fór fram í gær og var hann jarðsettur við hlið bróður síns, Oliver, sem lést fyrir þremur árum eftir hjartaáfall. „Staða líksins bendir til að drengurinn hafi hrapað beint um 71 metra, en hann fannst á því dýpi,“ segir Alfonso Rodríguez Gómez de Celis, talsmaður héraðsstjórnarinnar í Andalúsíu.Julen varð tveggja ára gamall.Alvarlegir höfuðáverkar Líkið var krufið áður en útförin fór fram og sýna bráðabirgðaniðurstöður að alvarlegir höfuðáverkar hafi verið á líkinu. Telja læknar að hann hafi látist á fyrsta sólarhringnum eftir að hafa fallið í holuna. Talsvert magn jarðvegs var að finna ofan á líkinu og er ljóst að molnað hafði úr veggjum borholunnar. Til að komast að Julen grófu björgunarmenn holu, samhliða borholunni. Þegar komið var niður á það dýpi sem talið var að Julen væri að finna, var borað þvert í átt að borholunni þar til að björgunarmenn komust að drengnum. Búið er að loka fyrir holu björgunarliðsins með sex hundruð kílóa stálplötu og stendur jafnframt til að loka fyrir borholuna.
Spánn Tengdar fréttir Slæmur jarðvegur hefur tafið fyrir björgunaraðgerðum Vonast er til að hægt verði að ná til Julen seint í nótt eða í fyrramálið. 23. janúar 2019 19:00 Julen litli fannst látinn í borholunni Björgunarmenn á Spáni fundu í nótt lík hins tveggja ára Julens Rosello sem féll ofan í borholu í Totalán fyrir utan Malaga fyrir tveimur vikum. 26. janúar 2019 07:40 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Fleiri fréttir Einn látinn eftir alvarlegt lestarslys í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Sjá meira
Slæmur jarðvegur hefur tafið fyrir björgunaraðgerðum Vonast er til að hægt verði að ná til Julen seint í nótt eða í fyrramálið. 23. janúar 2019 19:00
Julen litli fannst látinn í borholunni Björgunarmenn á Spáni fundu í nótt lík hins tveggja ára Julens Rosello sem féll ofan í borholu í Totalán fyrir utan Malaga fyrir tveimur vikum. 26. janúar 2019 07:40