Óttast að forsetaframboð Starbucks-forstjóra tryggi Trump endurkjör Kjartan Kjartansson skrifar 28. janúar 2019 10:19 Schultz er 65 ára gamall og hefur fram að þessu verið demókrati. Hann segist nú skoða að bjóða sig fram sem óháður frambjóðandi. Vísir/EPA Howard Schultz, fyrrverandi forstjóri kaffihúsakeðjunnar Starbucks, segist íhuga alvarlega að bjóða sig fram til forseta Bandaríkjanna sem óháður frambjóðandi á næsta ári. Demókratar eru sagðir óánægðri með Schultz þar sem framboð hans gæti tryggt Donald Trump forseta endurkjör. Schultz , sem hætti hjá Starbucks um mitt ár í fyrra, tilkynnti um þetta í tísti í gær. Sagðist hann myndu bjóða sig fram óháð flokkum og sækja inn á miðjuna. „Flokkarnir okkar tveir eru sundraðri en nokkru sinni fyrr. Ræðum hvernig við getum sameinast og skapað tækifæri fyrir fleira fólk,“ tísti Schultz sem hætti hjá Starbucks um mitt síðasta ár.I love our country, and I am seriously considering running for president as a centrist independent. — Howard Schultz (@HowardSchultz) January 28, 2019This moment is like no other. Our two parties are more divided than ever. Let’s discuss how we can come together to create opportunities for more people. #ReimagineUShttps://t.co/9UY46OTO0I — Howard Schultz (@HowardSchultz) January 28, 2019 Í viðtali við fréttaskýringarþáttinn 60 mínútur fullyrti Schultz að hvorugur stóru flokkanna gerði það sem til þyrfti fyrir bandarísku þjóðina heldur stunduðu þeir „hefndarstjórnmál“ á hverjum degi. Mögulegt framboð Schultz hefur vakið litla hrifningu hjá demókrötum sem óttast að hann gæti tekið atkvæði af frambjóðanda þeirra á næsta ári. Það gæti verið nóg til þess að Trump forseti nái endurkjöri þrátt fyrir verulegar óvinsældir. Julián Castro, einn frambjóðenda í forvali demókrata, fullyrti í viðtali við CNN-fréttastöðina í gær að framboð Schultz væri „besta von“ Trump um að ná endurkjöri.Schultz, sem hefur verið demókrati fram að þessu, gaf lítið fyrir þær áhyggjur í viðtalinu við 60 mínútur. Sagði hann öfga fara vaxandi í báðum flokkum. „Ég vil sjá bandarísku þjóðina vinna. Ég vil sjá Bandaríkin vinna. Mér er sama hvort þú ert demókrati, óháður, frjálshyggjumaður, repúblikani. Færðu mér hugmyndir þínar og ég verð óháður einstaklingur sem tek þessum hugmyndum fagnandi vegna þess að ég er á engan hátt í slagtogi við stjórnmálaflokk,“ sagði Schultz.Ekki gefið mál að Schultz tæki frekar atkvæði af demókrötum en Trump Ekki eru þó allir sannfærðir um að öruggt sé að Schultz tæki frekar atkvæði af demókrötum en Trump. Þannig bendir Nate Silver, ritstjóri Five Thirty Eight, á að eitt helsta kosningamál Schultz sé ráðdeild í ríkisrekstri og að draga úr halla ríkissjóðs. Það hefur verið hefðbundið stefnumál bandarískra repúblikana undanfarin ár. „Til dæmis, ef Schultz keyrir á þessum skilaboðum er þá ekki aðalkaupandinn fjármálalega íhaldssamur kjósandi sem er líkar persónulega illa við Trump en hefur áhyggjur af því að demókratar séu alltof langt til vinstri? Trump þarf líklega á þessum kjósendum að halda til að vinna. Nú geta þeir kosið Schultz,“ tísti Silver í gær. Bendir hann ennfremur á sögu óháðra framboða. Þannig hafi Ralph Nader vissulega tekið atkvæði af demókratanum Al Gore í kosningunum árið 2000 enda hafi hann boðið sig fram til vinstri við Gore. Miðjusæknari óháðir frambjóðendur hafi hins vegar tekið atkvæði tiltölulega jafnt af flokkunum tveimur.For instance, if Schultz runs on this message, isn't the core buyer a fiscally conservative voter who personally dislikes Trump but worries that the Democrat is way too far to the left? Trump probably needs those voters to win. Now they can vote Schultz. https://t.co/O6eoXQmGhC pic.twitter.com/dFDuCjSYAq— Nate Silver (@NateSilver538) January 26, 2019 Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Innlent Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Sjá meira
Howard Schultz, fyrrverandi forstjóri kaffihúsakeðjunnar Starbucks, segist íhuga alvarlega að bjóða sig fram til forseta Bandaríkjanna sem óháður frambjóðandi á næsta ári. Demókratar eru sagðir óánægðri með Schultz þar sem framboð hans gæti tryggt Donald Trump forseta endurkjör. Schultz , sem hætti hjá Starbucks um mitt ár í fyrra, tilkynnti um þetta í tísti í gær. Sagðist hann myndu bjóða sig fram óháð flokkum og sækja inn á miðjuna. „Flokkarnir okkar tveir eru sundraðri en nokkru sinni fyrr. Ræðum hvernig við getum sameinast og skapað tækifæri fyrir fleira fólk,“ tísti Schultz sem hætti hjá Starbucks um mitt síðasta ár.I love our country, and I am seriously considering running for president as a centrist independent. — Howard Schultz (@HowardSchultz) January 28, 2019This moment is like no other. Our two parties are more divided than ever. Let’s discuss how we can come together to create opportunities for more people. #ReimagineUShttps://t.co/9UY46OTO0I — Howard Schultz (@HowardSchultz) January 28, 2019 Í viðtali við fréttaskýringarþáttinn 60 mínútur fullyrti Schultz að hvorugur stóru flokkanna gerði það sem til þyrfti fyrir bandarísku þjóðina heldur stunduðu þeir „hefndarstjórnmál“ á hverjum degi. Mögulegt framboð Schultz hefur vakið litla hrifningu hjá demókrötum sem óttast að hann gæti tekið atkvæði af frambjóðanda þeirra á næsta ári. Það gæti verið nóg til þess að Trump forseti nái endurkjöri þrátt fyrir verulegar óvinsældir. Julián Castro, einn frambjóðenda í forvali demókrata, fullyrti í viðtali við CNN-fréttastöðina í gær að framboð Schultz væri „besta von“ Trump um að ná endurkjöri.Schultz, sem hefur verið demókrati fram að þessu, gaf lítið fyrir þær áhyggjur í viðtalinu við 60 mínútur. Sagði hann öfga fara vaxandi í báðum flokkum. „Ég vil sjá bandarísku þjóðina vinna. Ég vil sjá Bandaríkin vinna. Mér er sama hvort þú ert demókrati, óháður, frjálshyggjumaður, repúblikani. Færðu mér hugmyndir þínar og ég verð óháður einstaklingur sem tek þessum hugmyndum fagnandi vegna þess að ég er á engan hátt í slagtogi við stjórnmálaflokk,“ sagði Schultz.Ekki gefið mál að Schultz tæki frekar atkvæði af demókrötum en Trump Ekki eru þó allir sannfærðir um að öruggt sé að Schultz tæki frekar atkvæði af demókrötum en Trump. Þannig bendir Nate Silver, ritstjóri Five Thirty Eight, á að eitt helsta kosningamál Schultz sé ráðdeild í ríkisrekstri og að draga úr halla ríkissjóðs. Það hefur verið hefðbundið stefnumál bandarískra repúblikana undanfarin ár. „Til dæmis, ef Schultz keyrir á þessum skilaboðum er þá ekki aðalkaupandinn fjármálalega íhaldssamur kjósandi sem er líkar persónulega illa við Trump en hefur áhyggjur af því að demókratar séu alltof langt til vinstri? Trump þarf líklega á þessum kjósendum að halda til að vinna. Nú geta þeir kosið Schultz,“ tísti Silver í gær. Bendir hann ennfremur á sögu óháðra framboða. Þannig hafi Ralph Nader vissulega tekið atkvæði af demókratanum Al Gore í kosningunum árið 2000 enda hafi hann boðið sig fram til vinstri við Gore. Miðjusæknari óháðir frambjóðendur hafi hins vegar tekið atkvæði tiltölulega jafnt af flokkunum tveimur.For instance, if Schultz runs on this message, isn't the core buyer a fiscally conservative voter who personally dislikes Trump but worries that the Democrat is way too far to the left? Trump probably needs those voters to win. Now they can vote Schultz. https://t.co/O6eoXQmGhC pic.twitter.com/dFDuCjSYAq— Nate Silver (@NateSilver538) January 26, 2019
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Innlent Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Sjá meira