Vegtollarnir á grænu ljósi í gegnum þingið Kristján Már Unnarsson skrifar 29. janúar 2019 19:30 Jón Gunnarsson, varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar, stýrði afgreiðslu málsins úr þingnefndinni. Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. Tímamótaskref var stigið í upptöku vegtolla með samþykkt samgönguáætlunar úr þingnefnd í dag, að mati Jóns Gunnarssonar alþingismanns. Gera þarf nýja samgönguáætlun í haust þar sem peningunum verður skipt niður á verkefni. Afgreiðsla málsins úr nefndinni gekk þó ekki átakalaust fyrir sig, eins og sjá mátti í fréttum Stöðvar 2. Það varð raunar uppnám í morgun þegar Bergþór Ólason birtist á ný sem formaður umhverfis- og samgöngunefndar eftir tveggja mánaða hlé. „Það kom vægast sagt flatt upp á okkur,“ sagði Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.Helga Vala Helgadóttir og Hanna Katrín Friðriksson ræða við Stöð 2 að loknum nefndarfundinum.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.„Ég mótmælti og óskaði eftir hléi á fundi, sem var gert,“ sagði Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna. „Það hafa verið, eins og menn vita, væringar út af þessu svokallaða Klaustursmáli og það endurspeglaðist á þessum fundi. En við leystum það okkar á milli,“ sagði Jón Gunnarsson, varaformaður nefndarinnar. Bergþór Ólason kvaðst virða skoðanir annarra. „En nú er það verkefni mitt að ávinna mér það traust, sem ég hef tapað, með góðri framgöngu hér eftir,“ sagði Bergþór.Bergþór Ólason, formaður umhverfis- og samgöngunefndar, gengur inn á nefndasvið Alþingis í morgun.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Það kom í hlut Jóns Gunnarssonar sem framsögumanns málsins að klára samgönguáætlun úr nefndinni og fékk til þess drjúgan meirihluta. „Þetta er tímamótaskref. Við erum að afgreiða hér samgönguáætlun sem er lítið breytt frá því sem ráðherra lagði fram í haust. En viðaukinn við hana er sá að við leggjum til að farið verði í vegtollaframkvæmdir,“ segir Jón og vonast til að sérstakt lagafrumvarp samgönguráðherra um veggjöldin verði samþykkt fyrir vorið. „Ég hef efasemdir um veggjöld eins og þau eru lögð fram í þessari samgönguáætlun og fyrirhuguð eru,“ segir Rósa Björk, sem gerir fyrirvara á nefndaráliti meirihlutans. „Þetta eru ekki réttu vinnubrögðin til að koma þeim á, þessum grundvallarbreytingum í fjármögnun á samgöngukerfinu. Okkur þykir hlutur höfuðborgarinnar og suðvesturhornsins mjög fyrir borð borinn í þessu öllu saman,“ segir Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar. „Þær eru allsendis óútfærðar og munu ekki leggjast jafnt á íbúa landsins,“ segir Helga Vala.Rósa Björk Brynjólfsdóttir er eini stjórnarþingmaðurinn í þingnefndinni sem gerir fyrirvara um veggjöldin.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Bergþór styður veggjöldin og segir þau byltingu í fjármögnun vegakerfisins. Þörfin sé svo gríðarleg að þeir fjármunir, sem eru til þessa verkefnis í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára, séu hvergi nærri nægir. „Og það er bara skylda okkar þingmanna að leita annarra leiða,“ segir Bergþór en segist þó hafa þann fyrirvara á að dregið verði úr annarri gjaldtöku á bíla að hluta á móti. „Síðan þarf að samþykkja hér nýja samgönguáætlun með tilliti til þessa næsta haust. Þá verður auðvitað til ráðstöfunar mikið viðbótarfjármagn. Þá þurfum við að raða því niður á verkefni, hér innan höfuðborgarsvæðisins sem og annarsstaðar,“ segir Jón Gunnarsson. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Alþingi Samgöngur Upptökur á Klaustur bar Vegtollar Tengdar fréttir FÍB vill að ráðamenn skili bílasköttum til vegagerðar Félag íslenskra bifreiðaeigenda óttast að innheimtukerfi vegtolla verði of dýr lausn fyrir örríki eins og Ísland og hvetur ráðamenn frekar til að láta þá skatta, sem þegar eru teknir af bíleigendum, renna til vegagerðar. 17. desember 2018 20:30 Sveitarstjórnarmenn báðu alþingismenn um veggjöld Veggjöld! Veggjöld! Þetta voru skilaboðin sem alþingismenn fengu frá sveitarstjórnarmönnum af landsbyggðinni á þingnefndarfundi í dag, en þeir vilja meira fjármagn í jarðgöng og til að malbika sveitavegi. 15. janúar 2019 20:15 Vegtollum ætlað að fara í sérfélag um flýtiverkefnin Tekjur af veggjöldum eiga ekki að renna í ríkissjóð heldur inn í sérfélag sem hafi það eina hlutverk að greiða tiltekin verkefni og þegar þau eru uppgreidd verður innheimtu hætt. 15. desember 2018 14:00 Spyr hvort útfærsla veggjalda standist lög Þingmenn Viðreisnar vilja fá úr því skorið hvort útfærsla á veggjöldum þar sem framkvæmdir yrðu fjármagnaðar með lánum standist lög um opinber fjármál. 18. janúar 2019 06:15 Telur blekkingar viðhafðar varðandi veggjöldin 100 til 140 krónur í veggjald duga ekki til að standa undir fyrirhuguðum vegaframkvæmdum. 27. desember 2018 12:01 Vill selja ríkiseignir fremur en að þyngja álögur á landsmenn Formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, sjálfstæðismaðurinn Óli Björn Kárason, segir ríkið geta kostað vegagerð með því að selja eignir og kveðst andvígur því að álögur verði þyngdar á landsmenn með nýrri tegund skattheimtu. 2. janúar 2019 20:00 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Sjá meira
Tímamótaskref var stigið í upptöku vegtolla með samþykkt samgönguáætlunar úr þingnefnd í dag, að mati Jóns Gunnarssonar alþingismanns. Gera þarf nýja samgönguáætlun í haust þar sem peningunum verður skipt niður á verkefni. Afgreiðsla málsins úr nefndinni gekk þó ekki átakalaust fyrir sig, eins og sjá mátti í fréttum Stöðvar 2. Það varð raunar uppnám í morgun þegar Bergþór Ólason birtist á ný sem formaður umhverfis- og samgöngunefndar eftir tveggja mánaða hlé. „Það kom vægast sagt flatt upp á okkur,“ sagði Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.Helga Vala Helgadóttir og Hanna Katrín Friðriksson ræða við Stöð 2 að loknum nefndarfundinum.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.„Ég mótmælti og óskaði eftir hléi á fundi, sem var gert,“ sagði Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna. „Það hafa verið, eins og menn vita, væringar út af þessu svokallaða Klaustursmáli og það endurspeglaðist á þessum fundi. En við leystum það okkar á milli,“ sagði Jón Gunnarsson, varaformaður nefndarinnar. Bergþór Ólason kvaðst virða skoðanir annarra. „En nú er það verkefni mitt að ávinna mér það traust, sem ég hef tapað, með góðri framgöngu hér eftir,“ sagði Bergþór.Bergþór Ólason, formaður umhverfis- og samgöngunefndar, gengur inn á nefndasvið Alþingis í morgun.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Það kom í hlut Jóns Gunnarssonar sem framsögumanns málsins að klára samgönguáætlun úr nefndinni og fékk til þess drjúgan meirihluta. „Þetta er tímamótaskref. Við erum að afgreiða hér samgönguáætlun sem er lítið breytt frá því sem ráðherra lagði fram í haust. En viðaukinn við hana er sá að við leggjum til að farið verði í vegtollaframkvæmdir,“ segir Jón og vonast til að sérstakt lagafrumvarp samgönguráðherra um veggjöldin verði samþykkt fyrir vorið. „Ég hef efasemdir um veggjöld eins og þau eru lögð fram í þessari samgönguáætlun og fyrirhuguð eru,“ segir Rósa Björk, sem gerir fyrirvara á nefndaráliti meirihlutans. „Þetta eru ekki réttu vinnubrögðin til að koma þeim á, þessum grundvallarbreytingum í fjármögnun á samgöngukerfinu. Okkur þykir hlutur höfuðborgarinnar og suðvesturhornsins mjög fyrir borð borinn í þessu öllu saman,“ segir Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar. „Þær eru allsendis óútfærðar og munu ekki leggjast jafnt á íbúa landsins,“ segir Helga Vala.Rósa Björk Brynjólfsdóttir er eini stjórnarþingmaðurinn í þingnefndinni sem gerir fyrirvara um veggjöldin.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Bergþór styður veggjöldin og segir þau byltingu í fjármögnun vegakerfisins. Þörfin sé svo gríðarleg að þeir fjármunir, sem eru til þessa verkefnis í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára, séu hvergi nærri nægir. „Og það er bara skylda okkar þingmanna að leita annarra leiða,“ segir Bergþór en segist þó hafa þann fyrirvara á að dregið verði úr annarri gjaldtöku á bíla að hluta á móti. „Síðan þarf að samþykkja hér nýja samgönguáætlun með tilliti til þessa næsta haust. Þá verður auðvitað til ráðstöfunar mikið viðbótarfjármagn. Þá þurfum við að raða því niður á verkefni, hér innan höfuðborgarsvæðisins sem og annarsstaðar,“ segir Jón Gunnarsson. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Alþingi Samgöngur Upptökur á Klaustur bar Vegtollar Tengdar fréttir FÍB vill að ráðamenn skili bílasköttum til vegagerðar Félag íslenskra bifreiðaeigenda óttast að innheimtukerfi vegtolla verði of dýr lausn fyrir örríki eins og Ísland og hvetur ráðamenn frekar til að láta þá skatta, sem þegar eru teknir af bíleigendum, renna til vegagerðar. 17. desember 2018 20:30 Sveitarstjórnarmenn báðu alþingismenn um veggjöld Veggjöld! Veggjöld! Þetta voru skilaboðin sem alþingismenn fengu frá sveitarstjórnarmönnum af landsbyggðinni á þingnefndarfundi í dag, en þeir vilja meira fjármagn í jarðgöng og til að malbika sveitavegi. 15. janúar 2019 20:15 Vegtollum ætlað að fara í sérfélag um flýtiverkefnin Tekjur af veggjöldum eiga ekki að renna í ríkissjóð heldur inn í sérfélag sem hafi það eina hlutverk að greiða tiltekin verkefni og þegar þau eru uppgreidd verður innheimtu hætt. 15. desember 2018 14:00 Spyr hvort útfærsla veggjalda standist lög Þingmenn Viðreisnar vilja fá úr því skorið hvort útfærsla á veggjöldum þar sem framkvæmdir yrðu fjármagnaðar með lánum standist lög um opinber fjármál. 18. janúar 2019 06:15 Telur blekkingar viðhafðar varðandi veggjöldin 100 til 140 krónur í veggjald duga ekki til að standa undir fyrirhuguðum vegaframkvæmdum. 27. desember 2018 12:01 Vill selja ríkiseignir fremur en að þyngja álögur á landsmenn Formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, sjálfstæðismaðurinn Óli Björn Kárason, segir ríkið geta kostað vegagerð með því að selja eignir og kveðst andvígur því að álögur verði þyngdar á landsmenn með nýrri tegund skattheimtu. 2. janúar 2019 20:00 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Sjá meira
FÍB vill að ráðamenn skili bílasköttum til vegagerðar Félag íslenskra bifreiðaeigenda óttast að innheimtukerfi vegtolla verði of dýr lausn fyrir örríki eins og Ísland og hvetur ráðamenn frekar til að láta þá skatta, sem þegar eru teknir af bíleigendum, renna til vegagerðar. 17. desember 2018 20:30
Sveitarstjórnarmenn báðu alþingismenn um veggjöld Veggjöld! Veggjöld! Þetta voru skilaboðin sem alþingismenn fengu frá sveitarstjórnarmönnum af landsbyggðinni á þingnefndarfundi í dag, en þeir vilja meira fjármagn í jarðgöng og til að malbika sveitavegi. 15. janúar 2019 20:15
Vegtollum ætlað að fara í sérfélag um flýtiverkefnin Tekjur af veggjöldum eiga ekki að renna í ríkissjóð heldur inn í sérfélag sem hafi það eina hlutverk að greiða tiltekin verkefni og þegar þau eru uppgreidd verður innheimtu hætt. 15. desember 2018 14:00
Spyr hvort útfærsla veggjalda standist lög Þingmenn Viðreisnar vilja fá úr því skorið hvort útfærsla á veggjöldum þar sem framkvæmdir yrðu fjármagnaðar með lánum standist lög um opinber fjármál. 18. janúar 2019 06:15
Telur blekkingar viðhafðar varðandi veggjöldin 100 til 140 krónur í veggjald duga ekki til að standa undir fyrirhuguðum vegaframkvæmdum. 27. desember 2018 12:01
Vill selja ríkiseignir fremur en að þyngja álögur á landsmenn Formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, sjálfstæðismaðurinn Óli Björn Kárason, segir ríkið geta kostað vegagerð með því að selja eignir og kveðst andvígur því að álögur verði þyngdar á landsmenn með nýrri tegund skattheimtu. 2. janúar 2019 20:00