Lífið

Brandararnir sem Kevin Hart hefði sagt á Óskarnum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Enginn Hart á Óskarnum.
Enginn Hart á Óskarnum.
Bandaríski leikarinn og grínistinn Kevin Hart hefur nú tilkynnt að hann muni ekki hætta við að hætta að vera kynnir á Óskarsverðlaunum.

Sumir miðlar vestanhafs höfðu greint frá því að Hart myndi jafnvel eftir allt verða kynnir, en nú er það orðið ljóst að svo verður ekki. Líklega verður enginn kynnir og það í fyrsta sinn í 30 ár sem það gerist.

Mikið hefur verið fjallað um gömul ummæli sem Hart lét falla bæði  á Twitter og í uppistandi fyrir nokkrum árum og voru þau niðrandi um samkynhneigða.

Eftir að ummælin komu fram í sviðsljósið hætti Hart við að vera kynnir á Óskarnum en neitaði að biðjast afsökunar vegna þess að hann hefði áður rætt þessi mál og hann vildi ekki halda áfram að rifja upp fortíðina.

Hart var gestur hjá spjallþáttstjórnandanum  Stephen Colbert á dögunum og þar prófaði hann efni sem hann hafði verið að undirbúa fyrir Óskarinn sem verður haldin í Los Angeles þann 25. febrúar og er það 91. sinn sem verðlaunin verða veitt.

Hér að neðan má heyra brandara sem Kevin Hart hefði sagt 25. febrúar.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.