Fólk á bara að fylgja umferðarreglunum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. janúar 2019 14:38 Tveir feður barna í Vesturbæjarskóla segjast ekki treysta ökumönnum á Hringbraut á morgnana. Þeir fylgja börnum sínum allajafna í skólann. Gangbrautarvörður segir hafa verið sjáanlegan mun á akstri á Hringbraut í morgun þegar hann stóð vaktina daginn eftir slys en aðra morgna. Slys á gönguljósum í gærmorgun á Hringbraut þar sem Meistaravellir ganga til vesturs leiddu til breytinga samdægurs. Boðað var til íbúafundar með fulltrúum Vegagerðarinnar, Reykjavíkurborgar og lögreglu í gær sem til stendur að halda í næstu viku. Þá var fjármagni veitt til Vesturbæjarskóla til að standa kostnað af gangbrautarvörslu frá 8 til 8:30 á morgnana. Þegar blaðamann bar að garði klukkan átta í morgun var gangbrautarvörður mættur á gönguljósin. Þar var á ferðinni Cyrus Ali Khashabi sem starfar sem stuðningsfulltrúi við Vesturbæjarskóla. Einnig var mættur fulltrúi lögreglu á mótorhjóli sem tjáði blaðamanni að ef færi gæfist yrði fulltrúi lögreglu þar fyrstu tvo til þrjá morgnana til að vekja athygli á aðstæðum við gönguljósin. Á gatnamótum Hringbrautar og Framnesvegar í 200 metra fjarlægð var Jóhannes Tryggvason, íbúi við Framnesveg vestan Hringbrautar, og stóð vaktina við gangbrautarvörslu í sjálfboðavinnu. Hann tjáði blaðamanni að þannig yrði það þar til brugðist yrði við af hálfu skólayfirvalda eða Reykjavíkurborgar. Eiginkona hans, tengdafaðir og fleiri foreldrar myndu taka þátt.Ásgeir Líndal með börnum sínum í morgun.VísirÞetta er bara svakalegt „Mér líst mjög vel á þetta ef þetta endist. Ég hef verið að bíða eftir þessu eins og allir hinir í hverfinu. Ég labba með börnin á hverjum degi. Maður treystir aldrei bílunum eða neinu. Þetta er bara svakalegt,“ segir Ásgeir Líndal sem var á leiðinni í skólann með börnin sín yfir Hringbraut við Meistaravelli í morgun. Hann segist oft taka eftir því að ökumenn bruni yfir á rauðu ljósi. Lausnin sé augljós. „Fólk á bara að fylgja umferðarreglunum. Það er bara einfalt. Ég ætla að halda áfram að labba með börnunum í skólann.“ Bjarni Baldursson var á hjólinu með börnum sínum á sama stað. „Við förum stundum keyrnadi en yfirleitt fylgi ég þeim. Ég er búinn að vera með krakka í skólanum í tíu ár. Við segjum alltaf við þau að það má fara yfir þegar það er grænt ljós en það er ekki öruggt. Það er eiginlega undantekning ef enginn fer yfir á rauðu ljósi til að ná yfir,“ segir Bjarni.Ungur piltur horfir á ökumenn bruna yfir á rauðu ljósi við gatnamót Hringbrautar og Meistaravalla í morgun.Vísir/Kolbeinn TumiBrunaði yfir á rauðu ljósi Jóhannes Tryggvason, íbúi við Framnesveg, stóð vaktina við gatnamót Hringbrautar og Framnesvegar. Hann segir ábendingar til skólayfirvalda undanfarin ár engu hafa skilað. Gatnamótin séu enn hættulegri en á gönguljósunum við Meistaravelli enda séu bílar líka að beygja frá Framnesvegi inn á Hringbrautina. Cyrus Ali Khashabi, stuðningsfulltrúi við Vesturbæjarskóla, sagði morguninn hafa gengið vel á gönguljósunum þar sem hann sinnti gangbrautarvörslunni. Hann þekkir flest börnin frá störfum sínum í skólanum. Lögreglumaðurinn sem fylgdist með gangi mála við gönguljósin sagðist telja að um 40 börn hefðu farið yfir á gönguljósunum í morgun áleiðis í Vesturbæjarskóla. Hann hefði ekki tekið eftir mörgum á leiðinni í hina áttina í Hagaskóla sem 13-15 ára börn í Vesturbænum sækja. Upp úr klukkan 8:35, þegar gangbrautarvörðurinn var farinn til vinnu í Vesturbæjarskóla og lögreglumaðurinn horfinn á braut, mætti ungur drengur á svæðið og hugðist fara yfir götuna. Hann ýtti á takkann og beið eftir grænu ljósi. Á því augnabliki sem umferðarljósið varð rautt ók ökumaður á stórum jeppa yfir eins og sjá má á mynd inni að neðan.Að ofan má sjá frá heimsókn fréttamanns að gatnamótunum í morgun. Lögreglumál Samgöngur Tengdar fréttir Vesturbæingar æfir vegna umferðarslyss í morgun Boðað til mótmæla vegna Hringbrautar. 9. janúar 2019 12:53 Brunaði yfir á rauðu ljósi eftir að gangbrautarvörður var farinn Stuðningsfulltrúi við Vesturbæjarskóla var mættur á gönguljósin á gatnamótum Hringbrautar og Meistaravalla í morgun og stóð vaktina frá klukkan átta til rúmlega hálf níu. 10. janúar 2019 10:13 Svara kalli Vesturbæinga um gangbrautarvörslu og íbúafund Ákveðið hefur verið að setja upp gangbrautarvörslu fyrir skólabörn við gönguljós yfir Hringbraut við Meistaravelli. Samráðsfundur verður haldinn í næstu viku og verður auglýstur síðar. 9. janúar 2019 16:22 Þarf að lækka hámarkshraða á Hringbraut Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkurborgar hefur boðað til fundar með lögreglu, Vegagerðinni, Samgöngustofu og íbúasamtökum Vesturbæjar vegna umferðar við Hringbraut eftir að ekið var á stúlku þar í morgun. 9. janúar 2019 19:15 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Ætla að flytja starfsemi Vogs Innlent Fleiri fréttir Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Sjá meira
Tveir feður barna í Vesturbæjarskóla segjast ekki treysta ökumönnum á Hringbraut á morgnana. Þeir fylgja börnum sínum allajafna í skólann. Gangbrautarvörður segir hafa verið sjáanlegan mun á akstri á Hringbraut í morgun þegar hann stóð vaktina daginn eftir slys en aðra morgna. Slys á gönguljósum í gærmorgun á Hringbraut þar sem Meistaravellir ganga til vesturs leiddu til breytinga samdægurs. Boðað var til íbúafundar með fulltrúum Vegagerðarinnar, Reykjavíkurborgar og lögreglu í gær sem til stendur að halda í næstu viku. Þá var fjármagni veitt til Vesturbæjarskóla til að standa kostnað af gangbrautarvörslu frá 8 til 8:30 á morgnana. Þegar blaðamann bar að garði klukkan átta í morgun var gangbrautarvörður mættur á gönguljósin. Þar var á ferðinni Cyrus Ali Khashabi sem starfar sem stuðningsfulltrúi við Vesturbæjarskóla. Einnig var mættur fulltrúi lögreglu á mótorhjóli sem tjáði blaðamanni að ef færi gæfist yrði fulltrúi lögreglu þar fyrstu tvo til þrjá morgnana til að vekja athygli á aðstæðum við gönguljósin. Á gatnamótum Hringbrautar og Framnesvegar í 200 metra fjarlægð var Jóhannes Tryggvason, íbúi við Framnesveg vestan Hringbrautar, og stóð vaktina við gangbrautarvörslu í sjálfboðavinnu. Hann tjáði blaðamanni að þannig yrði það þar til brugðist yrði við af hálfu skólayfirvalda eða Reykjavíkurborgar. Eiginkona hans, tengdafaðir og fleiri foreldrar myndu taka þátt.Ásgeir Líndal með börnum sínum í morgun.VísirÞetta er bara svakalegt „Mér líst mjög vel á þetta ef þetta endist. Ég hef verið að bíða eftir þessu eins og allir hinir í hverfinu. Ég labba með börnin á hverjum degi. Maður treystir aldrei bílunum eða neinu. Þetta er bara svakalegt,“ segir Ásgeir Líndal sem var á leiðinni í skólann með börnin sín yfir Hringbraut við Meistaravelli í morgun. Hann segist oft taka eftir því að ökumenn bruni yfir á rauðu ljósi. Lausnin sé augljós. „Fólk á bara að fylgja umferðarreglunum. Það er bara einfalt. Ég ætla að halda áfram að labba með börnunum í skólann.“ Bjarni Baldursson var á hjólinu með börnum sínum á sama stað. „Við förum stundum keyrnadi en yfirleitt fylgi ég þeim. Ég er búinn að vera með krakka í skólanum í tíu ár. Við segjum alltaf við þau að það má fara yfir þegar það er grænt ljós en það er ekki öruggt. Það er eiginlega undantekning ef enginn fer yfir á rauðu ljósi til að ná yfir,“ segir Bjarni.Ungur piltur horfir á ökumenn bruna yfir á rauðu ljósi við gatnamót Hringbrautar og Meistaravalla í morgun.Vísir/Kolbeinn TumiBrunaði yfir á rauðu ljósi Jóhannes Tryggvason, íbúi við Framnesveg, stóð vaktina við gatnamót Hringbrautar og Framnesvegar. Hann segir ábendingar til skólayfirvalda undanfarin ár engu hafa skilað. Gatnamótin séu enn hættulegri en á gönguljósunum við Meistaravelli enda séu bílar líka að beygja frá Framnesvegi inn á Hringbrautina. Cyrus Ali Khashabi, stuðningsfulltrúi við Vesturbæjarskóla, sagði morguninn hafa gengið vel á gönguljósunum þar sem hann sinnti gangbrautarvörslunni. Hann þekkir flest börnin frá störfum sínum í skólanum. Lögreglumaðurinn sem fylgdist með gangi mála við gönguljósin sagðist telja að um 40 börn hefðu farið yfir á gönguljósunum í morgun áleiðis í Vesturbæjarskóla. Hann hefði ekki tekið eftir mörgum á leiðinni í hina áttina í Hagaskóla sem 13-15 ára börn í Vesturbænum sækja. Upp úr klukkan 8:35, þegar gangbrautarvörðurinn var farinn til vinnu í Vesturbæjarskóla og lögreglumaðurinn horfinn á braut, mætti ungur drengur á svæðið og hugðist fara yfir götuna. Hann ýtti á takkann og beið eftir grænu ljósi. Á því augnabliki sem umferðarljósið varð rautt ók ökumaður á stórum jeppa yfir eins og sjá má á mynd inni að neðan.Að ofan má sjá frá heimsókn fréttamanns að gatnamótunum í morgun.
Lögreglumál Samgöngur Tengdar fréttir Vesturbæingar æfir vegna umferðarslyss í morgun Boðað til mótmæla vegna Hringbrautar. 9. janúar 2019 12:53 Brunaði yfir á rauðu ljósi eftir að gangbrautarvörður var farinn Stuðningsfulltrúi við Vesturbæjarskóla var mættur á gönguljósin á gatnamótum Hringbrautar og Meistaravalla í morgun og stóð vaktina frá klukkan átta til rúmlega hálf níu. 10. janúar 2019 10:13 Svara kalli Vesturbæinga um gangbrautarvörslu og íbúafund Ákveðið hefur verið að setja upp gangbrautarvörslu fyrir skólabörn við gönguljós yfir Hringbraut við Meistaravelli. Samráðsfundur verður haldinn í næstu viku og verður auglýstur síðar. 9. janúar 2019 16:22 Þarf að lækka hámarkshraða á Hringbraut Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkurborgar hefur boðað til fundar með lögreglu, Vegagerðinni, Samgöngustofu og íbúasamtökum Vesturbæjar vegna umferðar við Hringbraut eftir að ekið var á stúlku þar í morgun. 9. janúar 2019 19:15 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Ætla að flytja starfsemi Vogs Innlent Fleiri fréttir Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Sjá meira
Vesturbæingar æfir vegna umferðarslyss í morgun Boðað til mótmæla vegna Hringbrautar. 9. janúar 2019 12:53
Brunaði yfir á rauðu ljósi eftir að gangbrautarvörður var farinn Stuðningsfulltrúi við Vesturbæjarskóla var mættur á gönguljósin á gatnamótum Hringbrautar og Meistaravalla í morgun og stóð vaktina frá klukkan átta til rúmlega hálf níu. 10. janúar 2019 10:13
Svara kalli Vesturbæinga um gangbrautarvörslu og íbúafund Ákveðið hefur verið að setja upp gangbrautarvörslu fyrir skólabörn við gönguljós yfir Hringbraut við Meistaravelli. Samráðsfundur verður haldinn í næstu viku og verður auglýstur síðar. 9. janúar 2019 16:22
Þarf að lækka hámarkshraða á Hringbraut Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkurborgar hefur boðað til fundar með lögreglu, Vegagerðinni, Samgöngustofu og íbúasamtökum Vesturbæjar vegna umferðar við Hringbraut eftir að ekið var á stúlku þar í morgun. 9. janúar 2019 19:15