Vera með eða ekki? Þröstur Ólafsson skrifar 11. janúar 2019 08:00 Þriðji orkupakkinn er enn óafgreiddur. Hann hefur framkallað tilfinningahlaðna umræðu. Margir sjá þar úldinn fisk undir steini. Það skilur eftir sig tortryggni og ráðvilltan efa. Mikilvægt er því að átta sig á staðreyndum og greina þær frá tilgátum. Við verðum að gera þá kröfu gagnvart okkur sjálfum að treysta frekar staðreyndum en fullyrðingum eða illa rökstuddum getgátum. Það skuldum við Upplýsingunni sem færði okkur Vesturlandabúum mannréttindi, lýðræði og velferð. Orkupakkinn er afleiðing EES-samningsins og orðinn hluti hans skv. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar; sem sagt með okkar samþykki. Í EES-samningnum er enga undanþágu að finna við því, að orka sé markaðsvara, sem fella má undir regluverk innri markaðsins, hvort heldur hún sé hrein (vatn, vindur, sól) eða unnin úr jarðefnum (kol, olía, gas).Þriðji orkupakkinn Tilgangurinn með þriðja orkupakkanum er að styrkja samkeppni með raforku og gas innan EES og gera markaðinn gagnsærri. Eitt ákvæði lýtur að því að stofna Orkustofnun Evrópu. Í tilskipuninni er ekki að finna neina vísbendingu þess efnis að ACER hafi nokkurt boðvald yfir íslenskum orkumarkaði. Hlutverk hennar er að fella úrskurð í þeim tilfellum sem orkustofnanir innan EES hafa ekki náð samkomulagi um einstök mál. Einnig kveður pakkinn á um að aðskilja skuli enn frekar milli flutningsaðila (Landsnet hf.) og orkuframleiðanda (Landsvirkjunar). Við fengum undanþágu frá þessu. Þá gæti þurft að gera Orkustofnun sjálfstæðari en hún er. Hvað gerist með orkuverð hérlendis ef svo ólíklega vill til að íslenskur orkumarkaður tengist innri orkumarkaði ESB, þá mun þurfa að semja um það þegar þar að kemur. Orkupakkinn breytir í engu fullum yfirráðum okkar yfir orkuauðlindinni, um leið og við einir ráðum því á hverjum tíma, hvort orkustrengur verður yfirleitt lagður. Við höfum öll ráð í hendi okkar.Þjóðarógn? Það er því óskiljanlegt hvernig hægt er að gera þjóðarógn úr orkupakkanum. Komið hefur fram sú fullyrðing að allt sé í lagi að hafna honum. Ekkert muni gerast. Það er nú svo. Þá myndu tveir fyrri orkupakkar að öllum líkindum falla úr gildi, því þeir mynda eina heild. Það myndi valda okkur miklu andstreymi innan ESB og EES, kannski endalokum þess samnings. Synjun er guðsgjöf þeim sem leggja vilja flest í sölurnar til að gera bæði EES og ESB sem tortryggilegast, jafnvel slíta á tengslin. Styrmir Gunnarsson sagði á fundi að orkupakkinn ógnaði einingu Sjálfstæðisflokksins. Því yrði að koma í veg fyrir hann. Ritstjórinn fyrrverandi er sjálfum sér samkvæmur. Fyrst koma hagsmunir Flokksins, hagsmunir þjóðarinnar sitja aftar á merinni. Þannig hugarfar styðst ekki við staðreyndir undirritaðra skjala, heldur pólitískan hugarburð. Áróður. Af samtölum við andófsmenn má helst ráða, að þeir líti á þennan pakka sem eins konar forsendingu ESB: Trójuhestinn, tálbeituna óttalegu.Orkupakkinn er orðinn hluti af EES Með því að tefla EES-samningnum í tvísýnu þá erum við sem þjóð að spila rússneska rúllettu um framtíð okkar. Ógnir við fullveldi felast ekki í orkupakka. Það er heldur billegur hræðsluáróður. Fullveldi þjóða er merkilegra fyrirbæri en svo. EES-samningurinn er mikilvægasti og jafnframt arðbærasti alþjóðasamningur okkar. Hann er einhver mesta réttarbót sem við höfum fengið. Þeir sem unnu að gerð EES-samningsins gerðu sér fulla grein fyrir því, að án samstöðu hinna EFTA-þjóðanna hefðum við aldrei náð svo hagkvæmum samningi. Við erum ekki sterk sem tvíhliða samningsaðili gagnvart samtökum þjóða eða stórþjóðum. Þá mátti þeim sem að þessum flókna en jafnframt ítarlega samningi komu, og kynntu sér innihald hans, ljóst vera að hann gæti falið í sér valdaframsal. Þetta vildu margir okkar hins vegar ekki vita, vegna mikilvægis samningsins fyrir framtíð þjóðarinnar. Þrátt fyrir hugsanlegt valdaframsal þá styrkir samningurinn fullveldi þjóðarinnar, því hann ásamt aðildinni að NATO, neglir öryggi þjóðarinnar fast við nágranna okkar beggja vegna Atlantshafs. EES er brothættur samningur. Það þarf ekki miklar breytingar að gera þar á til að hann ónýtist. Hann er jú fullgilt vegabréf að innri markaði ESB, með tilgreindum undantekningum. Við höfum þó engin áhrif á ákvarðanir ESB, sem snert geta innihald samningsins, því hann er lifandi og í stöðugri þróun. Það er vissulega nokkuð niðurlægjandi fyrir fullvalda ríki. Þriðji orkupakkinn er Norðmönnum hins vegar afar mikilvægur. Þeir hljóta að hugsa sinn gang ef við neitum að fella hann inn í íslensk lög. Viðbrögð þeirra geta orðið okkur skeinuhætt. Norðmenn greiða t.d. háar upphæðir fyrir okkur inn í Þróunarsjóð ESB, reglubundin greiðsla sem er eins konar auðlindagjald fyrir hindrunarlausan aðgang að innri markaði ESB. Framtíð EES gæti líka verið í hendi þeirra. Að vera – með, þar liggur auðna okkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Þriðji orkupakkinn er enn óafgreiddur. Hann hefur framkallað tilfinningahlaðna umræðu. Margir sjá þar úldinn fisk undir steini. Það skilur eftir sig tortryggni og ráðvilltan efa. Mikilvægt er því að átta sig á staðreyndum og greina þær frá tilgátum. Við verðum að gera þá kröfu gagnvart okkur sjálfum að treysta frekar staðreyndum en fullyrðingum eða illa rökstuddum getgátum. Það skuldum við Upplýsingunni sem færði okkur Vesturlandabúum mannréttindi, lýðræði og velferð. Orkupakkinn er afleiðing EES-samningsins og orðinn hluti hans skv. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar; sem sagt með okkar samþykki. Í EES-samningnum er enga undanþágu að finna við því, að orka sé markaðsvara, sem fella má undir regluverk innri markaðsins, hvort heldur hún sé hrein (vatn, vindur, sól) eða unnin úr jarðefnum (kol, olía, gas).Þriðji orkupakkinn Tilgangurinn með þriðja orkupakkanum er að styrkja samkeppni með raforku og gas innan EES og gera markaðinn gagnsærri. Eitt ákvæði lýtur að því að stofna Orkustofnun Evrópu. Í tilskipuninni er ekki að finna neina vísbendingu þess efnis að ACER hafi nokkurt boðvald yfir íslenskum orkumarkaði. Hlutverk hennar er að fella úrskurð í þeim tilfellum sem orkustofnanir innan EES hafa ekki náð samkomulagi um einstök mál. Einnig kveður pakkinn á um að aðskilja skuli enn frekar milli flutningsaðila (Landsnet hf.) og orkuframleiðanda (Landsvirkjunar). Við fengum undanþágu frá þessu. Þá gæti þurft að gera Orkustofnun sjálfstæðari en hún er. Hvað gerist með orkuverð hérlendis ef svo ólíklega vill til að íslenskur orkumarkaður tengist innri orkumarkaði ESB, þá mun þurfa að semja um það þegar þar að kemur. Orkupakkinn breytir í engu fullum yfirráðum okkar yfir orkuauðlindinni, um leið og við einir ráðum því á hverjum tíma, hvort orkustrengur verður yfirleitt lagður. Við höfum öll ráð í hendi okkar.Þjóðarógn? Það er því óskiljanlegt hvernig hægt er að gera þjóðarógn úr orkupakkanum. Komið hefur fram sú fullyrðing að allt sé í lagi að hafna honum. Ekkert muni gerast. Það er nú svo. Þá myndu tveir fyrri orkupakkar að öllum líkindum falla úr gildi, því þeir mynda eina heild. Það myndi valda okkur miklu andstreymi innan ESB og EES, kannski endalokum þess samnings. Synjun er guðsgjöf þeim sem leggja vilja flest í sölurnar til að gera bæði EES og ESB sem tortryggilegast, jafnvel slíta á tengslin. Styrmir Gunnarsson sagði á fundi að orkupakkinn ógnaði einingu Sjálfstæðisflokksins. Því yrði að koma í veg fyrir hann. Ritstjórinn fyrrverandi er sjálfum sér samkvæmur. Fyrst koma hagsmunir Flokksins, hagsmunir þjóðarinnar sitja aftar á merinni. Þannig hugarfar styðst ekki við staðreyndir undirritaðra skjala, heldur pólitískan hugarburð. Áróður. Af samtölum við andófsmenn má helst ráða, að þeir líti á þennan pakka sem eins konar forsendingu ESB: Trójuhestinn, tálbeituna óttalegu.Orkupakkinn er orðinn hluti af EES Með því að tefla EES-samningnum í tvísýnu þá erum við sem þjóð að spila rússneska rúllettu um framtíð okkar. Ógnir við fullveldi felast ekki í orkupakka. Það er heldur billegur hræðsluáróður. Fullveldi þjóða er merkilegra fyrirbæri en svo. EES-samningurinn er mikilvægasti og jafnframt arðbærasti alþjóðasamningur okkar. Hann er einhver mesta réttarbót sem við höfum fengið. Þeir sem unnu að gerð EES-samningsins gerðu sér fulla grein fyrir því, að án samstöðu hinna EFTA-þjóðanna hefðum við aldrei náð svo hagkvæmum samningi. Við erum ekki sterk sem tvíhliða samningsaðili gagnvart samtökum þjóða eða stórþjóðum. Þá mátti þeim sem að þessum flókna en jafnframt ítarlega samningi komu, og kynntu sér innihald hans, ljóst vera að hann gæti falið í sér valdaframsal. Þetta vildu margir okkar hins vegar ekki vita, vegna mikilvægis samningsins fyrir framtíð þjóðarinnar. Þrátt fyrir hugsanlegt valdaframsal þá styrkir samningurinn fullveldi þjóðarinnar, því hann ásamt aðildinni að NATO, neglir öryggi þjóðarinnar fast við nágranna okkar beggja vegna Atlantshafs. EES er brothættur samningur. Það þarf ekki miklar breytingar að gera þar á til að hann ónýtist. Hann er jú fullgilt vegabréf að innri markaði ESB, með tilgreindum undantekningum. Við höfum þó engin áhrif á ákvarðanir ESB, sem snert geta innihald samningsins, því hann er lifandi og í stöðugri þróun. Það er vissulega nokkuð niðurlægjandi fyrir fullvalda ríki. Þriðji orkupakkinn er Norðmönnum hins vegar afar mikilvægur. Þeir hljóta að hugsa sinn gang ef við neitum að fella hann inn í íslensk lög. Viðbrögð þeirra geta orðið okkur skeinuhætt. Norðmenn greiða t.d. háar upphæðir fyrir okkur inn í Þróunarsjóð ESB, reglubundin greiðsla sem er eins konar auðlindagjald fyrir hindrunarlausan aðgang að innri markaði ESB. Framtíð EES gæti líka verið í hendi þeirra. Að vera – með, þar liggur auðna okkar.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun