Hlýnun raskar blómgunartíma og jafnvægi í vistkerfi á norðurslóðum Kjartan Kjartansson skrifar 13. janúar 2019 10:00 Á Danaeyju á Svalbarða er vaxtartími plantna aðeins einn mánuður. Litlar breytingar á blómgunartíma geta því haft mikil áhrif á vistkerfið. Ingibjörg Svala Jónsdóttir Plöntur, skordýr og stærri dýr eins og hreindýr gætu liðið fyrir röskun á jafnvægi í vistkerfi heimskautasvæða vegna hnattrænnar hlýnunar af völdum manna. Ný rannsókn sem íslenskur vistfræðingur tók þátt í leiðir í ljós að plöntur sem blómgast seint bregðast sterkar við hlýnandi loftslagi en þær sem blómgast fyrr. Hnattræn hlýnun vegna losunar manna á gróðurhúsalofttegundum er um tvöfalt hraðari á norðurskautinu en annars staðar á jörðinni með tilheyrandi áhrifum á land- og hafís og gróður. Niðurstöður rannsóknar 38 plöntuvistfræðinga birtust í grein í vísindatímaritinu Nature Ecology and Evolution í síðasta mánuði og lýsir hvernig breytileg áhrif hlýnunarinnar getur raskað jafnvægi í vistkerfum á norðurslóðum. Í ljós kom að plöntur sem blómgast frekar seint að sumri eins og gullbrá bregðast sterkar við hlýnuninni og flýta blómgun meira en tegundir sem blómgast yfirleitt fyrr á sumrin. Rannsóknin byggði á athugunum á blómgunartíma 253 plöntutegunda frá 23 stöðum í heimskauta- og fjallatúndru víðs vegar um heiminn. Ingibjörg Svala Jónsdóttir, prófessor í vistfræði við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands, segir við Vísi að plönturnar sem blómgast seint, í júní eða júlí, geri það nú að meðaltali fimm dögum fyrr en áður fyrir hverju gráðu hlýnunar meðalhita í júní og júlí. „Það eru þessar tegundir sem blómgast almennt síðsumars sem flýta blómguninni meira sem svar við hlýnun þannig að heildarblómgunartími þessara túndruplanta þjappast saman og þetta verður styttra tímabil sem blómgunin nær yfir,“ segir Ingibjörg Svala. Heildarblómgunartíminn á sumrin hefur styst um fjóra daga fyrir hverja gráðu hlýnunar að meðaltali á öllum rannsóknarsvæðunum og var styttingin meiri á efri breiddargráðum norðurheimskautsins en þeim lægri.Ingibjörg Svala Jónsdóttir hefur fengist við rannsóknir á Svalbarða og Svíþjóð. Gögn sem hún aflaði þar voru notuð í alþjóðlegu rannsóknina.Kristinn Ingvarsson/Háskóli ÍslandsHliðrun um nokkra daga hefur mikil áhrif Fjórir til fimm dagar kunna að hljóma eins og óveruleg breyting. Hún getur þó verið þýðingarmikil á stuttum vaxtartíma plantna á norðurheimskautinu sem varir aðeins í einn til tvo mánuði á efri breiddargráðum. Breytingar af þessu tagi geta slegið aðrar tegundir sem reiða sig á plönturnar út af laginu. Blómgun plantna, sem dreifðist yfir lengra tímabil yfir sumarið, stendur nú yfir í skemmri tíma og þannig styttist sá tími sem skordýr sækja í blómin. Þetta getur ekki aðeins komið niður á afkomu skordýranna heldur einnig plantnanna sjálfra sem reiða sig á skordýrin til frjóvgunar og fræmyndunar. Áhrifin geta náð lengra upp fæðukeðjuna og haft áhrif á grasbíta eins og hreindýr, að sögn Ingibjargar Svölu. Kálfar hreindýranna, sem koma í heiminn á ákveðnum tíma, eru háðir því að fá næringarríka fæðu. Þegar plöntur sem blómguðust áður síðar á sumrin þroskast og vaxa fyrr er mögulegt að ungviðið missi af tímabilinu þegar mesta næringu er að fá úr þeim. „Það gerist allt mjög hratt á svo stuttum vaxtartíma og það verður allt að stemma svo þetta er veruleg breyting,“ segir Ingibjörg Svala. Líkleg skýring á því að plönturnar sem blómgast síðar bregðist meira við hlýnunni en þær sem blómgast fyrr er sú að þær síðarnefndu stjórnast ekki aðeins af hitastigi heldur einnig af því hvenær snjóa leysir og af birtutíma sem takmarkar viðbrögð þeirra við hlýnuninni. Þær sem blómgast alla jafna seinna stjórnast frekar af hitastigi og sýna því meiri svörun við hærri hita.Heimskautamura er dæmi um tegund sem blómstrar seint á sumrin. Slíkar plöntur hafa flýtt blómgunartíma sínum meira en þær sem blómstra fyrr.Ingibjörg Svala JónsdóttirÞjónustan sem vistkerfin veita breytist Niðurstöður vísindamannanna fyrir norðurskautið er þveröfugar við þær athuganir sem hafa verið gerðar á suðlægari breiddargráðum. Þar sýna plöntur sem blómgast snemma meiri svörun við hlýnun en þær sem blómgast seinna. Heildarblómgunartíminn lengist fyrir vikið þar. Ingibjörg Svala segir að þetta hafi komið nokkuð á óvart. Ástæðan fyrir því gæti verið sú að í hlýrri lífbeltum sunnar á bóginn sé raki í jarðveginum oft takmarkandi þáttur um miðbik vaxtartímans sem komi í veg fyrir að hlýnunin hafi áhrif á þær plöntur sem blómgast seinna. Raki í jarðvegi sé aftur á móti sjaldnast takmarkandi þáttur á stuttum vaxtartíma heimskautasvæðanna. Spurð að því hvort að þessi hliðrun á blómgunartíma plantna sé vandamál og hvort hún sé ógn við lífríkið segist Ingibjörg Svala ekki vilja setja fram neinar heimsendaspár. Þessi rannsókn og fleiri bendi til þess að hnattræn hlýnun raski jafnvægi í vistkerfum. Nefnir hún sem dæmi að röskun geti orðið á berjaframleiðslu plantan og á framleiðslu hreindýrahjarða sem frumbyggjar á norðurslóðum reiða sig á. „Hugsanlega með tímanum kemst á eitthvað nýtt jafnvægi en þá erum við kannski ekki að fá sömu þjónustu af þessu vistkerfum. Við getum gert ráð fyrir að sú þjónusta sem við höfum þegið af þessum vistkerfum breytist. Það er kannski óþarfi að segja að hún breytist til þess verra eða betra. Það er erfitt að meta það á þessu stigi en hún mun breytast ,“ segir Ingibjörg Svala.Framleiðni hreyndýrahjarða sem frumbyggjar á norðurslóðum reiða sig á gæti minnkað ef kálfar missa af þeim tíma þegar plöntur eru sem næringarríkastar á sumrin.Ingibjörg Svala Jónsdóttir Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Loftslagsbreytingar lumbra á norðurskautinu "Við erum ekki nálægt því að vera tilbúin með verkefni, áætlanir og stefnumörkun til þess að byggja upp þol fyrir þessum breytingum,“ segir fyrrum vísindaráðgjafi Baracks Obama fyrrverandi Bandaríkjaforseta. 21. október 2018 09:00 Hafið í framvarðarlínu loftslagsbreytinga Lítið er vitað um áhrif súrnunar sjávar á fiska. Vitað er að hafið í kringum Ísland súrnar hraðar en hlýrri höf sunnar í heimi. Breskur sérfræðingur segir Íslendingum að taka mark á eigin mælingum sem séu einstakar. 10. október 2018 09:00 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Flugleiðir á barmi gjaldþrots og gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Sjá meira
Plöntur, skordýr og stærri dýr eins og hreindýr gætu liðið fyrir röskun á jafnvægi í vistkerfi heimskautasvæða vegna hnattrænnar hlýnunar af völdum manna. Ný rannsókn sem íslenskur vistfræðingur tók þátt í leiðir í ljós að plöntur sem blómgast seint bregðast sterkar við hlýnandi loftslagi en þær sem blómgast fyrr. Hnattræn hlýnun vegna losunar manna á gróðurhúsalofttegundum er um tvöfalt hraðari á norðurskautinu en annars staðar á jörðinni með tilheyrandi áhrifum á land- og hafís og gróður. Niðurstöður rannsóknar 38 plöntuvistfræðinga birtust í grein í vísindatímaritinu Nature Ecology and Evolution í síðasta mánuði og lýsir hvernig breytileg áhrif hlýnunarinnar getur raskað jafnvægi í vistkerfum á norðurslóðum. Í ljós kom að plöntur sem blómgast frekar seint að sumri eins og gullbrá bregðast sterkar við hlýnuninni og flýta blómgun meira en tegundir sem blómgast yfirleitt fyrr á sumrin. Rannsóknin byggði á athugunum á blómgunartíma 253 plöntutegunda frá 23 stöðum í heimskauta- og fjallatúndru víðs vegar um heiminn. Ingibjörg Svala Jónsdóttir, prófessor í vistfræði við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands, segir við Vísi að plönturnar sem blómgast seint, í júní eða júlí, geri það nú að meðaltali fimm dögum fyrr en áður fyrir hverju gráðu hlýnunar meðalhita í júní og júlí. „Það eru þessar tegundir sem blómgast almennt síðsumars sem flýta blómguninni meira sem svar við hlýnun þannig að heildarblómgunartími þessara túndruplanta þjappast saman og þetta verður styttra tímabil sem blómgunin nær yfir,“ segir Ingibjörg Svala. Heildarblómgunartíminn á sumrin hefur styst um fjóra daga fyrir hverja gráðu hlýnunar að meðaltali á öllum rannsóknarsvæðunum og var styttingin meiri á efri breiddargráðum norðurheimskautsins en þeim lægri.Ingibjörg Svala Jónsdóttir hefur fengist við rannsóknir á Svalbarða og Svíþjóð. Gögn sem hún aflaði þar voru notuð í alþjóðlegu rannsóknina.Kristinn Ingvarsson/Háskóli ÍslandsHliðrun um nokkra daga hefur mikil áhrif Fjórir til fimm dagar kunna að hljóma eins og óveruleg breyting. Hún getur þó verið þýðingarmikil á stuttum vaxtartíma plantna á norðurheimskautinu sem varir aðeins í einn til tvo mánuði á efri breiddargráðum. Breytingar af þessu tagi geta slegið aðrar tegundir sem reiða sig á plönturnar út af laginu. Blómgun plantna, sem dreifðist yfir lengra tímabil yfir sumarið, stendur nú yfir í skemmri tíma og þannig styttist sá tími sem skordýr sækja í blómin. Þetta getur ekki aðeins komið niður á afkomu skordýranna heldur einnig plantnanna sjálfra sem reiða sig á skordýrin til frjóvgunar og fræmyndunar. Áhrifin geta náð lengra upp fæðukeðjuna og haft áhrif á grasbíta eins og hreindýr, að sögn Ingibjargar Svölu. Kálfar hreindýranna, sem koma í heiminn á ákveðnum tíma, eru háðir því að fá næringarríka fæðu. Þegar plöntur sem blómguðust áður síðar á sumrin þroskast og vaxa fyrr er mögulegt að ungviðið missi af tímabilinu þegar mesta næringu er að fá úr þeim. „Það gerist allt mjög hratt á svo stuttum vaxtartíma og það verður allt að stemma svo þetta er veruleg breyting,“ segir Ingibjörg Svala. Líkleg skýring á því að plönturnar sem blómgast síðar bregðist meira við hlýnunni en þær sem blómgast fyrr er sú að þær síðarnefndu stjórnast ekki aðeins af hitastigi heldur einnig af því hvenær snjóa leysir og af birtutíma sem takmarkar viðbrögð þeirra við hlýnuninni. Þær sem blómgast alla jafna seinna stjórnast frekar af hitastigi og sýna því meiri svörun við hærri hita.Heimskautamura er dæmi um tegund sem blómstrar seint á sumrin. Slíkar plöntur hafa flýtt blómgunartíma sínum meira en þær sem blómstra fyrr.Ingibjörg Svala JónsdóttirÞjónustan sem vistkerfin veita breytist Niðurstöður vísindamannanna fyrir norðurskautið er þveröfugar við þær athuganir sem hafa verið gerðar á suðlægari breiddargráðum. Þar sýna plöntur sem blómgast snemma meiri svörun við hlýnun en þær sem blómgast seinna. Heildarblómgunartíminn lengist fyrir vikið þar. Ingibjörg Svala segir að þetta hafi komið nokkuð á óvart. Ástæðan fyrir því gæti verið sú að í hlýrri lífbeltum sunnar á bóginn sé raki í jarðveginum oft takmarkandi þáttur um miðbik vaxtartímans sem komi í veg fyrir að hlýnunin hafi áhrif á þær plöntur sem blómgast seinna. Raki í jarðvegi sé aftur á móti sjaldnast takmarkandi þáttur á stuttum vaxtartíma heimskautasvæðanna. Spurð að því hvort að þessi hliðrun á blómgunartíma plantna sé vandamál og hvort hún sé ógn við lífríkið segist Ingibjörg Svala ekki vilja setja fram neinar heimsendaspár. Þessi rannsókn og fleiri bendi til þess að hnattræn hlýnun raski jafnvægi í vistkerfum. Nefnir hún sem dæmi að röskun geti orðið á berjaframleiðslu plantan og á framleiðslu hreindýrahjarða sem frumbyggjar á norðurslóðum reiða sig á. „Hugsanlega með tímanum kemst á eitthvað nýtt jafnvægi en þá erum við kannski ekki að fá sömu þjónustu af þessu vistkerfum. Við getum gert ráð fyrir að sú þjónusta sem við höfum þegið af þessum vistkerfum breytist. Það er kannski óþarfi að segja að hún breytist til þess verra eða betra. Það er erfitt að meta það á þessu stigi en hún mun breytast ,“ segir Ingibjörg Svala.Framleiðni hreyndýrahjarða sem frumbyggjar á norðurslóðum reiða sig á gæti minnkað ef kálfar missa af þeim tíma þegar plöntur eru sem næringarríkastar á sumrin.Ingibjörg Svala Jónsdóttir
Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Loftslagsbreytingar lumbra á norðurskautinu "Við erum ekki nálægt því að vera tilbúin með verkefni, áætlanir og stefnumörkun til þess að byggja upp þol fyrir þessum breytingum,“ segir fyrrum vísindaráðgjafi Baracks Obama fyrrverandi Bandaríkjaforseta. 21. október 2018 09:00 Hafið í framvarðarlínu loftslagsbreytinga Lítið er vitað um áhrif súrnunar sjávar á fiska. Vitað er að hafið í kringum Ísland súrnar hraðar en hlýrri höf sunnar í heimi. Breskur sérfræðingur segir Íslendingum að taka mark á eigin mælingum sem séu einstakar. 10. október 2018 09:00 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Flugleiðir á barmi gjaldþrots og gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Sjá meira
Loftslagsbreytingar lumbra á norðurskautinu "Við erum ekki nálægt því að vera tilbúin með verkefni, áætlanir og stefnumörkun til þess að byggja upp þol fyrir þessum breytingum,“ segir fyrrum vísindaráðgjafi Baracks Obama fyrrverandi Bandaríkjaforseta. 21. október 2018 09:00
Hafið í framvarðarlínu loftslagsbreytinga Lítið er vitað um áhrif súrnunar sjávar á fiska. Vitað er að hafið í kringum Ísland súrnar hraðar en hlýrri höf sunnar í heimi. Breskur sérfræðingur segir Íslendingum að taka mark á eigin mælingum sem séu einstakar. 10. október 2018 09:00