Segir Artur hafa kýlt og sparkað í sig þar sem hann lá Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. janúar 2019 14:50 Artur Pawel Wisocki ásamt verjanda sínum í dómsal í morgun. Visir/Vilhelm Dyravörður á Shooters sem er lamaður fyrir neðan háls eftir líkamsárás á Shooters þann 26. ágúst síðastliðinn segir að ákærði Artur Pawel Wisocki hafi kýlt og sparkað í sig eftir að hafa verið hrint niður tröppur á næturklúbbnum. Artur neitar þessu en hann segist hafa gengið í burtu eftir að dyravörðurinn hafi dottið í gólfið. Skýrslutaka var yfir dyraverðinum á endurhæfingardeild Landspítalans í hádeginu í dag. Blaðamenn voru ekki viðstaddir. Í máli saksóknara við aðalmeðferðina eftir hádegi í dag kom fram að dyravörðurinn lýsti því þannig að Artur hefði kýlt sig og sparkað í sig eftir fallið. Atburðarásin hefur verið rakin í fyrri fréttum Vísis í aðalmeðferðinni í dag. Fyrir liggur að ákærði Artur kýldi dyravörðinn og elti hann inn á staðinn. Það sést á upptökum og í framhaldinu eru þeir ósammála hvað gerðist en þessi hluti staðarins er ekki vaktaður með öryggisupptökuvél. Artur segir þá hafa fallið aftarlega á staðnum og dyravörðurinn dottið niður um tröppur. Dyravörðurinn segir Artur hafa kýlt sig og sparkað í liggjandi.Telur töluvert afl þurfa til Læknir, starfandi sérfræðingur á bráðamóttöku Landspítalans sem tók á móti alvarlega slösuðum dyraverðinum umrædda nótt, telur að töluvert mikinn kraft þurfi til að brjóta hálshryggjarlið. Brotið varð til þess að hryggjarliðurinn gekk inn í mænuna og olli lömuninni. Sérfræðingurinn lýsti því að hann hefði tekið á móti hinum slasaða sem hefði verið í miklu uppnámi og hræddur. Við taugaskoðun kom í ljós að hann hreyfði ekki útlimi og kvartaði ekki undan sársauka við prófun. Í kjölfarið hafi verið haft samband við skurðlækni og hann lagður inn á gjörgæslu. Saksóknari spurði lækninn hversu mikinn kraft þyrfti til að valda slíku broti á hálshryggjarlið. „Það þarf nú allnokkurn kraft en það fer eftir því hvernig einstakling við erum að tala um,“ sagði læknirinn. Saksóknari benti á að brotaþoli væri sterkbyggður einstaklingur. „Svo fer þetta líka eftir vinklinum, hvernig höggið lendir á.“ sagði læknirinn. Hann ítrekaði að nokkuð afl þyrfti til að brjóta liðinn sem væri sá fimmti, rétt fyrir ofan hálsrótina. Dómsmál Líkamsárás á Shooters Tengdar fréttir Neitar að planið hafi verið að ráðast á dyraverðina Dawid Kornacki, 32 ára Pólverji, sem er ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás aðfaranótt 26. ágúst fyrir utan skemmtistaðinn Shooters í Austurstræti segist sjá mikið eftir því sem gerðist umrætt kvöld. 11. janúar 2019 10:47 „Heimskulegasta sem ég hef gert á ævinni“ Artur Pawel Wisocki, 29 ára karlmaður sem ákærður er fyrir stórfellda líkamsárás fyrir utan næturklúbbinn Shooters aðfaranótt 26. ágúst síðastliðinn, segir að dyraverðir og starfsfólk á Shooters hafi komið illa fram við sig og aðra Pólverja á staðnum umrætt kvöld. 11. janúar 2019 10:17 Áttaði sig á alvarleika málsins þegar dyravörðurinn bað hann um að færa fæturna Yfirdyravörður á English Pub lýsti því við aðalmeðferð í Héraðsdómi Reykjavíkur hvernig hann hefði séð að minnsta kosti fjóra hettuklædda menn hlaupa upp tröppurnar á Shooters og ráðast á dyraverði þar. 11. janúar 2019 14:21 Svarar fyrir líkamsárás á Shooters sem leiddi til lömunar dyravarðar Aðalmeðferð fer fram í Shooters-málinu svokallaða í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 11. janúar 2019 09:00 „Geturðu hjálpað mér því ég er að deyja“ Dyravörður sem varð fyrir árás fjögurra manna fyrir utan Shooters aðfaranótt 26. ágúst segir það hafa verið mikið áfall að sjá kollega sinn liggjandi á gólfinu inni á staðnum eftir slagsmál við hóp manna sem hafði flestum verið vísað af staðnum um hálftíma fyrr. 11. janúar 2019 11:19 Mest lesið Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Fleiri fréttir Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Sjá meira
Dyravörður á Shooters sem er lamaður fyrir neðan háls eftir líkamsárás á Shooters þann 26. ágúst síðastliðinn segir að ákærði Artur Pawel Wisocki hafi kýlt og sparkað í sig eftir að hafa verið hrint niður tröppur á næturklúbbnum. Artur neitar þessu en hann segist hafa gengið í burtu eftir að dyravörðurinn hafi dottið í gólfið. Skýrslutaka var yfir dyraverðinum á endurhæfingardeild Landspítalans í hádeginu í dag. Blaðamenn voru ekki viðstaddir. Í máli saksóknara við aðalmeðferðina eftir hádegi í dag kom fram að dyravörðurinn lýsti því þannig að Artur hefði kýlt sig og sparkað í sig eftir fallið. Atburðarásin hefur verið rakin í fyrri fréttum Vísis í aðalmeðferðinni í dag. Fyrir liggur að ákærði Artur kýldi dyravörðinn og elti hann inn á staðinn. Það sést á upptökum og í framhaldinu eru þeir ósammála hvað gerðist en þessi hluti staðarins er ekki vaktaður með öryggisupptökuvél. Artur segir þá hafa fallið aftarlega á staðnum og dyravörðurinn dottið niður um tröppur. Dyravörðurinn segir Artur hafa kýlt sig og sparkað í liggjandi.Telur töluvert afl þurfa til Læknir, starfandi sérfræðingur á bráðamóttöku Landspítalans sem tók á móti alvarlega slösuðum dyraverðinum umrædda nótt, telur að töluvert mikinn kraft þurfi til að brjóta hálshryggjarlið. Brotið varð til þess að hryggjarliðurinn gekk inn í mænuna og olli lömuninni. Sérfræðingurinn lýsti því að hann hefði tekið á móti hinum slasaða sem hefði verið í miklu uppnámi og hræddur. Við taugaskoðun kom í ljós að hann hreyfði ekki útlimi og kvartaði ekki undan sársauka við prófun. Í kjölfarið hafi verið haft samband við skurðlækni og hann lagður inn á gjörgæslu. Saksóknari spurði lækninn hversu mikinn kraft þyrfti til að valda slíku broti á hálshryggjarlið. „Það þarf nú allnokkurn kraft en það fer eftir því hvernig einstakling við erum að tala um,“ sagði læknirinn. Saksóknari benti á að brotaþoli væri sterkbyggður einstaklingur. „Svo fer þetta líka eftir vinklinum, hvernig höggið lendir á.“ sagði læknirinn. Hann ítrekaði að nokkuð afl þyrfti til að brjóta liðinn sem væri sá fimmti, rétt fyrir ofan hálsrótina.
Dómsmál Líkamsárás á Shooters Tengdar fréttir Neitar að planið hafi verið að ráðast á dyraverðina Dawid Kornacki, 32 ára Pólverji, sem er ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás aðfaranótt 26. ágúst fyrir utan skemmtistaðinn Shooters í Austurstræti segist sjá mikið eftir því sem gerðist umrætt kvöld. 11. janúar 2019 10:47 „Heimskulegasta sem ég hef gert á ævinni“ Artur Pawel Wisocki, 29 ára karlmaður sem ákærður er fyrir stórfellda líkamsárás fyrir utan næturklúbbinn Shooters aðfaranótt 26. ágúst síðastliðinn, segir að dyraverðir og starfsfólk á Shooters hafi komið illa fram við sig og aðra Pólverja á staðnum umrætt kvöld. 11. janúar 2019 10:17 Áttaði sig á alvarleika málsins þegar dyravörðurinn bað hann um að færa fæturna Yfirdyravörður á English Pub lýsti því við aðalmeðferð í Héraðsdómi Reykjavíkur hvernig hann hefði séð að minnsta kosti fjóra hettuklædda menn hlaupa upp tröppurnar á Shooters og ráðast á dyraverði þar. 11. janúar 2019 14:21 Svarar fyrir líkamsárás á Shooters sem leiddi til lömunar dyravarðar Aðalmeðferð fer fram í Shooters-málinu svokallaða í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 11. janúar 2019 09:00 „Geturðu hjálpað mér því ég er að deyja“ Dyravörður sem varð fyrir árás fjögurra manna fyrir utan Shooters aðfaranótt 26. ágúst segir það hafa verið mikið áfall að sjá kollega sinn liggjandi á gólfinu inni á staðnum eftir slagsmál við hóp manna sem hafði flestum verið vísað af staðnum um hálftíma fyrr. 11. janúar 2019 11:19 Mest lesið Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Fleiri fréttir Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Sjá meira
Neitar að planið hafi verið að ráðast á dyraverðina Dawid Kornacki, 32 ára Pólverji, sem er ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás aðfaranótt 26. ágúst fyrir utan skemmtistaðinn Shooters í Austurstræti segist sjá mikið eftir því sem gerðist umrætt kvöld. 11. janúar 2019 10:47
„Heimskulegasta sem ég hef gert á ævinni“ Artur Pawel Wisocki, 29 ára karlmaður sem ákærður er fyrir stórfellda líkamsárás fyrir utan næturklúbbinn Shooters aðfaranótt 26. ágúst síðastliðinn, segir að dyraverðir og starfsfólk á Shooters hafi komið illa fram við sig og aðra Pólverja á staðnum umrætt kvöld. 11. janúar 2019 10:17
Áttaði sig á alvarleika málsins þegar dyravörðurinn bað hann um að færa fæturna Yfirdyravörður á English Pub lýsti því við aðalmeðferð í Héraðsdómi Reykjavíkur hvernig hann hefði séð að minnsta kosti fjóra hettuklædda menn hlaupa upp tröppurnar á Shooters og ráðast á dyraverði þar. 11. janúar 2019 14:21
Svarar fyrir líkamsárás á Shooters sem leiddi til lömunar dyravarðar Aðalmeðferð fer fram í Shooters-málinu svokallaða í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 11. janúar 2019 09:00
„Geturðu hjálpað mér því ég er að deyja“ Dyravörður sem varð fyrir árás fjögurra manna fyrir utan Shooters aðfaranótt 26. ágúst segir það hafa verið mikið áfall að sjá kollega sinn liggjandi á gólfinu inni á staðnum eftir slagsmál við hóp manna sem hafði flestum verið vísað af staðnum um hálftíma fyrr. 11. janúar 2019 11:19
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“