Segir Artur hafa kýlt og sparkað í sig þar sem hann lá Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. janúar 2019 14:50 Artur Pawel Wisocki ásamt verjanda sínum í dómsal í morgun. Visir/Vilhelm Dyravörður á Shooters sem er lamaður fyrir neðan háls eftir líkamsárás á Shooters þann 26. ágúst síðastliðinn segir að ákærði Artur Pawel Wisocki hafi kýlt og sparkað í sig eftir að hafa verið hrint niður tröppur á næturklúbbnum. Artur neitar þessu en hann segist hafa gengið í burtu eftir að dyravörðurinn hafi dottið í gólfið. Skýrslutaka var yfir dyraverðinum á endurhæfingardeild Landspítalans í hádeginu í dag. Blaðamenn voru ekki viðstaddir. Í máli saksóknara við aðalmeðferðina eftir hádegi í dag kom fram að dyravörðurinn lýsti því þannig að Artur hefði kýlt sig og sparkað í sig eftir fallið. Atburðarásin hefur verið rakin í fyrri fréttum Vísis í aðalmeðferðinni í dag. Fyrir liggur að ákærði Artur kýldi dyravörðinn og elti hann inn á staðinn. Það sést á upptökum og í framhaldinu eru þeir ósammála hvað gerðist en þessi hluti staðarins er ekki vaktaður með öryggisupptökuvél. Artur segir þá hafa fallið aftarlega á staðnum og dyravörðurinn dottið niður um tröppur. Dyravörðurinn segir Artur hafa kýlt sig og sparkað í liggjandi.Telur töluvert afl þurfa til Læknir, starfandi sérfræðingur á bráðamóttöku Landspítalans sem tók á móti alvarlega slösuðum dyraverðinum umrædda nótt, telur að töluvert mikinn kraft þurfi til að brjóta hálshryggjarlið. Brotið varð til þess að hryggjarliðurinn gekk inn í mænuna og olli lömuninni. Sérfræðingurinn lýsti því að hann hefði tekið á móti hinum slasaða sem hefði verið í miklu uppnámi og hræddur. Við taugaskoðun kom í ljós að hann hreyfði ekki útlimi og kvartaði ekki undan sársauka við prófun. Í kjölfarið hafi verið haft samband við skurðlækni og hann lagður inn á gjörgæslu. Saksóknari spurði lækninn hversu mikinn kraft þyrfti til að valda slíku broti á hálshryggjarlið. „Það þarf nú allnokkurn kraft en það fer eftir því hvernig einstakling við erum að tala um,“ sagði læknirinn. Saksóknari benti á að brotaþoli væri sterkbyggður einstaklingur. „Svo fer þetta líka eftir vinklinum, hvernig höggið lendir á.“ sagði læknirinn. Hann ítrekaði að nokkuð afl þyrfti til að brjóta liðinn sem væri sá fimmti, rétt fyrir ofan hálsrótina. Dómsmál Líkamsárás á Shooters Tengdar fréttir Neitar að planið hafi verið að ráðast á dyraverðina Dawid Kornacki, 32 ára Pólverji, sem er ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás aðfaranótt 26. ágúst fyrir utan skemmtistaðinn Shooters í Austurstræti segist sjá mikið eftir því sem gerðist umrætt kvöld. 11. janúar 2019 10:47 „Heimskulegasta sem ég hef gert á ævinni“ Artur Pawel Wisocki, 29 ára karlmaður sem ákærður er fyrir stórfellda líkamsárás fyrir utan næturklúbbinn Shooters aðfaranótt 26. ágúst síðastliðinn, segir að dyraverðir og starfsfólk á Shooters hafi komið illa fram við sig og aðra Pólverja á staðnum umrætt kvöld. 11. janúar 2019 10:17 Áttaði sig á alvarleika málsins þegar dyravörðurinn bað hann um að færa fæturna Yfirdyravörður á English Pub lýsti því við aðalmeðferð í Héraðsdómi Reykjavíkur hvernig hann hefði séð að minnsta kosti fjóra hettuklædda menn hlaupa upp tröppurnar á Shooters og ráðast á dyraverði þar. 11. janúar 2019 14:21 Svarar fyrir líkamsárás á Shooters sem leiddi til lömunar dyravarðar Aðalmeðferð fer fram í Shooters-málinu svokallaða í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 11. janúar 2019 09:00 „Geturðu hjálpað mér því ég er að deyja“ Dyravörður sem varð fyrir árás fjögurra manna fyrir utan Shooters aðfaranótt 26. ágúst segir það hafa verið mikið áfall að sjá kollega sinn liggjandi á gólfinu inni á staðnum eftir slagsmál við hóp manna sem hafði flestum verið vísað af staðnum um hálftíma fyrr. 11. janúar 2019 11:19 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Sjá meira
Dyravörður á Shooters sem er lamaður fyrir neðan háls eftir líkamsárás á Shooters þann 26. ágúst síðastliðinn segir að ákærði Artur Pawel Wisocki hafi kýlt og sparkað í sig eftir að hafa verið hrint niður tröppur á næturklúbbnum. Artur neitar þessu en hann segist hafa gengið í burtu eftir að dyravörðurinn hafi dottið í gólfið. Skýrslutaka var yfir dyraverðinum á endurhæfingardeild Landspítalans í hádeginu í dag. Blaðamenn voru ekki viðstaddir. Í máli saksóknara við aðalmeðferðina eftir hádegi í dag kom fram að dyravörðurinn lýsti því þannig að Artur hefði kýlt sig og sparkað í sig eftir fallið. Atburðarásin hefur verið rakin í fyrri fréttum Vísis í aðalmeðferðinni í dag. Fyrir liggur að ákærði Artur kýldi dyravörðinn og elti hann inn á staðinn. Það sést á upptökum og í framhaldinu eru þeir ósammála hvað gerðist en þessi hluti staðarins er ekki vaktaður með öryggisupptökuvél. Artur segir þá hafa fallið aftarlega á staðnum og dyravörðurinn dottið niður um tröppur. Dyravörðurinn segir Artur hafa kýlt sig og sparkað í liggjandi.Telur töluvert afl þurfa til Læknir, starfandi sérfræðingur á bráðamóttöku Landspítalans sem tók á móti alvarlega slösuðum dyraverðinum umrædda nótt, telur að töluvert mikinn kraft þurfi til að brjóta hálshryggjarlið. Brotið varð til þess að hryggjarliðurinn gekk inn í mænuna og olli lömuninni. Sérfræðingurinn lýsti því að hann hefði tekið á móti hinum slasaða sem hefði verið í miklu uppnámi og hræddur. Við taugaskoðun kom í ljós að hann hreyfði ekki útlimi og kvartaði ekki undan sársauka við prófun. Í kjölfarið hafi verið haft samband við skurðlækni og hann lagður inn á gjörgæslu. Saksóknari spurði lækninn hversu mikinn kraft þyrfti til að valda slíku broti á hálshryggjarlið. „Það þarf nú allnokkurn kraft en það fer eftir því hvernig einstakling við erum að tala um,“ sagði læknirinn. Saksóknari benti á að brotaþoli væri sterkbyggður einstaklingur. „Svo fer þetta líka eftir vinklinum, hvernig höggið lendir á.“ sagði læknirinn. Hann ítrekaði að nokkuð afl þyrfti til að brjóta liðinn sem væri sá fimmti, rétt fyrir ofan hálsrótina.
Dómsmál Líkamsárás á Shooters Tengdar fréttir Neitar að planið hafi verið að ráðast á dyraverðina Dawid Kornacki, 32 ára Pólverji, sem er ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás aðfaranótt 26. ágúst fyrir utan skemmtistaðinn Shooters í Austurstræti segist sjá mikið eftir því sem gerðist umrætt kvöld. 11. janúar 2019 10:47 „Heimskulegasta sem ég hef gert á ævinni“ Artur Pawel Wisocki, 29 ára karlmaður sem ákærður er fyrir stórfellda líkamsárás fyrir utan næturklúbbinn Shooters aðfaranótt 26. ágúst síðastliðinn, segir að dyraverðir og starfsfólk á Shooters hafi komið illa fram við sig og aðra Pólverja á staðnum umrætt kvöld. 11. janúar 2019 10:17 Áttaði sig á alvarleika málsins þegar dyravörðurinn bað hann um að færa fæturna Yfirdyravörður á English Pub lýsti því við aðalmeðferð í Héraðsdómi Reykjavíkur hvernig hann hefði séð að minnsta kosti fjóra hettuklædda menn hlaupa upp tröppurnar á Shooters og ráðast á dyraverði þar. 11. janúar 2019 14:21 Svarar fyrir líkamsárás á Shooters sem leiddi til lömunar dyravarðar Aðalmeðferð fer fram í Shooters-málinu svokallaða í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 11. janúar 2019 09:00 „Geturðu hjálpað mér því ég er að deyja“ Dyravörður sem varð fyrir árás fjögurra manna fyrir utan Shooters aðfaranótt 26. ágúst segir það hafa verið mikið áfall að sjá kollega sinn liggjandi á gólfinu inni á staðnum eftir slagsmál við hóp manna sem hafði flestum verið vísað af staðnum um hálftíma fyrr. 11. janúar 2019 11:19 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Sjá meira
Neitar að planið hafi verið að ráðast á dyraverðina Dawid Kornacki, 32 ára Pólverji, sem er ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás aðfaranótt 26. ágúst fyrir utan skemmtistaðinn Shooters í Austurstræti segist sjá mikið eftir því sem gerðist umrætt kvöld. 11. janúar 2019 10:47
„Heimskulegasta sem ég hef gert á ævinni“ Artur Pawel Wisocki, 29 ára karlmaður sem ákærður er fyrir stórfellda líkamsárás fyrir utan næturklúbbinn Shooters aðfaranótt 26. ágúst síðastliðinn, segir að dyraverðir og starfsfólk á Shooters hafi komið illa fram við sig og aðra Pólverja á staðnum umrætt kvöld. 11. janúar 2019 10:17
Áttaði sig á alvarleika málsins þegar dyravörðurinn bað hann um að færa fæturna Yfirdyravörður á English Pub lýsti því við aðalmeðferð í Héraðsdómi Reykjavíkur hvernig hann hefði séð að minnsta kosti fjóra hettuklædda menn hlaupa upp tröppurnar á Shooters og ráðast á dyraverði þar. 11. janúar 2019 14:21
Svarar fyrir líkamsárás á Shooters sem leiddi til lömunar dyravarðar Aðalmeðferð fer fram í Shooters-málinu svokallaða í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 11. janúar 2019 09:00
„Geturðu hjálpað mér því ég er að deyja“ Dyravörður sem varð fyrir árás fjögurra manna fyrir utan Shooters aðfaranótt 26. ágúst segir það hafa verið mikið áfall að sjá kollega sinn liggjandi á gólfinu inni á staðnum eftir slagsmál við hóp manna sem hafði flestum verið vísað af staðnum um hálftíma fyrr. 11. janúar 2019 11:19