Leita Katalónskumælandi Íslendinga Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 13. janúar 2019 22:30 Hópur katalónskra kvikmyndagerðarmanna hafa ferðast víða um land til að hafa upp á Íslendingum sem hafa af einhverjum ástæðum lagt á sig að læra katalónsku. Þáttastjórnandinn segir margt svipa til hjá Katalóníubúum og Íslendingum. Þar sé tungumálið engin undantekning enda hornsteinn í sjálfsmynd beggja þjóða. Þættirnir heita Katalonski og eru sýndir á katalónsku sjónvarpsstöðinni TV3. Þáttastjórnandinn er Halldór Már Stefánsson, tónlistarmaður, en hann hefur búið í Katalóníu í 25 ár og talar reipirennandi katalónsku. Þáttaröðin hefur verið endurnýjuð fyrir aðra seríu og hefst fyrsti þáttur á Íslandi. Undanfarna daga hefur teymið haft upp á katalónskumælandi Íslendingum. „Við höfum farið til Sikileyjar, Berlínar, Japans, Ástralíu,“ segir Halldór Már. „Við reynum svona yfirleitt að hafa svona fimm viðmælendur í þættinum og við höfum fundið fimm hér á Íslandi. Það eru nú ekki margir Íslendingar sem tala katalónsku.“Sjálfstæðisdraumar Katalóníu hafa ekki fengið að rætast en tungumálið er hornsteinn í sjálfsmynd íbúanna.EPA/Alejandro GarciaKatalónska málið hefur áður átt undir högg að sækja en það var bannað í skólum og hjá hinu opinbera á Frankótímabilinu á Spáni, allt til ársins 1975. Halldór segir mikilvægt að vernda tungumálið þar sem það sé hornsteinn í sjálfsmynd þjóðarinnar. Hann segir að þessu leiti séu Katalóníubúar og Íslendingar svipaðir en báðum þjóðum þykir það forvitnilegt ef fólk utan landsteinanna hafi áhuga á málinu. „Það er meira að segja fólk sem hefur aldrei komið til Katalóníu sem talar katalónsku,“ segir hann. „Þetta finnst Katalónum vera mjög merkilegt og ég gæti trúað því að Íslendingum þætti það jafn merkilegt að heyra af fjölda fólks um allan heims sem tala íslensku og eru ekki íslensk.“ Undanfarið hefur fjöldi Katalóníubúa barist fyrir sjálfstæði héraðsins frá Spáni og sjálfstæðisbaráttan mikið í fréttum. Oriol Gispert leikstjóri þáttanna segir katalónska tungumálið þjóðinni mikilvægt í því að viðhalda sterkri sjálfsmynd. „Tungumál er svo sterkt fyrirbæri,“ segir hann. „Við eigum ekki okkar eigið ríki en við eigum okkar menningu og tungumál. Við viljum varðveita tungumálið og við erum mjög stolt af því að vita að margir utan Katalóníu vilji læra málið. Það er mjög fallegt.“ Spánn Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Sjá meira
Hópur katalónskra kvikmyndagerðarmanna hafa ferðast víða um land til að hafa upp á Íslendingum sem hafa af einhverjum ástæðum lagt á sig að læra katalónsku. Þáttastjórnandinn segir margt svipa til hjá Katalóníubúum og Íslendingum. Þar sé tungumálið engin undantekning enda hornsteinn í sjálfsmynd beggja þjóða. Þættirnir heita Katalonski og eru sýndir á katalónsku sjónvarpsstöðinni TV3. Þáttastjórnandinn er Halldór Már Stefánsson, tónlistarmaður, en hann hefur búið í Katalóníu í 25 ár og talar reipirennandi katalónsku. Þáttaröðin hefur verið endurnýjuð fyrir aðra seríu og hefst fyrsti þáttur á Íslandi. Undanfarna daga hefur teymið haft upp á katalónskumælandi Íslendingum. „Við höfum farið til Sikileyjar, Berlínar, Japans, Ástralíu,“ segir Halldór Már. „Við reynum svona yfirleitt að hafa svona fimm viðmælendur í þættinum og við höfum fundið fimm hér á Íslandi. Það eru nú ekki margir Íslendingar sem tala katalónsku.“Sjálfstæðisdraumar Katalóníu hafa ekki fengið að rætast en tungumálið er hornsteinn í sjálfsmynd íbúanna.EPA/Alejandro GarciaKatalónska málið hefur áður átt undir högg að sækja en það var bannað í skólum og hjá hinu opinbera á Frankótímabilinu á Spáni, allt til ársins 1975. Halldór segir mikilvægt að vernda tungumálið þar sem það sé hornsteinn í sjálfsmynd þjóðarinnar. Hann segir að þessu leiti séu Katalóníubúar og Íslendingar svipaðir en báðum þjóðum þykir það forvitnilegt ef fólk utan landsteinanna hafi áhuga á málinu. „Það er meira að segja fólk sem hefur aldrei komið til Katalóníu sem talar katalónsku,“ segir hann. „Þetta finnst Katalónum vera mjög merkilegt og ég gæti trúað því að Íslendingum þætti það jafn merkilegt að heyra af fjölda fólks um allan heims sem tala íslensku og eru ekki íslensk.“ Undanfarið hefur fjöldi Katalóníubúa barist fyrir sjálfstæði héraðsins frá Spáni og sjálfstæðisbaráttan mikið í fréttum. Oriol Gispert leikstjóri þáttanna segir katalónska tungumálið þjóðinni mikilvægt í því að viðhalda sterkri sjálfsmynd. „Tungumál er svo sterkt fyrirbæri,“ segir hann. „Við eigum ekki okkar eigið ríki en við eigum okkar menningu og tungumál. Við viljum varðveita tungumálið og við erum mjög stolt af því að vita að margir utan Katalóníu vilji læra málið. Það er mjög fallegt.“
Spánn Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Sjá meira