Er Dagur eins og ráðuneytisstjóri? 12. janúar 2019 10:30 Braggamálið snýst um eina spurningu: Er einhver sem ber pólitíska ábyrgð á rekstri Reykjavíkurborgar? Allir þekkja afstöðu Dags og Samfylkingarinnar – Dagur ber ábyrgð á vinsælum málum, embættismenn bera ábyrgð á því sem aflaga fer. Árum saman gekk þetta, alveg þangað til ruglið í rekstri borgarinnar var orðið svo mikið að ekki var hægt að horfa fram hjá því. En afstöðu Pírata og Viðreisnar var beðið með eftirvæntingu. Miðað við hvernig flokkarnir höfðu talað um erindi sitt í stjórnmálum mátti vænta skýrrar afstöðu, stjórnmálamenn geta ekki skýlt sér bak við embættismenn, þeir bera ábyrgðina. En fulltrúi Pírata í borgarstjórn, Dóra Björt, réttlætti setu Dags í vinnuhópi um viðbrögð við Braggahneykslinu svona: „Mér finnst akkúrat að hann (Dagur) eigi að sitja. Mér finnst það eins og að víkja ráðuneytisstjóra úr vinnu sem tekur á sínu eigin ráðuneyti. Niðurstaðan er ekki sú að Dagur beri ábyrgð á þessu.“ Þetta hlýtur að vera Norðurlandamet í pólitískum loftfimleikum. Til þess að forða borgarstjóranum undan pólitískri ábyrgð, þá er hann endurskilgreindur sem ráðuneytisstjóri, en eins og kunnugt er þá bera ráðherrar pólitíska ábyrgð á ráðuneytisstjórum og ráðuneytum sínum. En hver er afstaða Viðreisnar? Eru borgarfulltrúar þeirra sammála því að borgarstjórinn hafi sambærilega stöðu og ráðuneytisstjórar og beri því ekki pólitíska ábyrgð? Spurningarnar sem Píratar og Viðreisn verða að svara eru því þessar: Þegar lög og reglur eru brotnar og þegar fjármunum borgarbúa er sóað, ber þá einhver pólitíska ábyrgð? Og úr því að borgarstjóri ber ekki ábyrgðina, hver þá? Ber kannski enginn pólitíska ábyrgð í Reykjavíkurborg? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Sjá meira
Braggamálið snýst um eina spurningu: Er einhver sem ber pólitíska ábyrgð á rekstri Reykjavíkurborgar? Allir þekkja afstöðu Dags og Samfylkingarinnar – Dagur ber ábyrgð á vinsælum málum, embættismenn bera ábyrgð á því sem aflaga fer. Árum saman gekk þetta, alveg þangað til ruglið í rekstri borgarinnar var orðið svo mikið að ekki var hægt að horfa fram hjá því. En afstöðu Pírata og Viðreisnar var beðið með eftirvæntingu. Miðað við hvernig flokkarnir höfðu talað um erindi sitt í stjórnmálum mátti vænta skýrrar afstöðu, stjórnmálamenn geta ekki skýlt sér bak við embættismenn, þeir bera ábyrgðina. En fulltrúi Pírata í borgarstjórn, Dóra Björt, réttlætti setu Dags í vinnuhópi um viðbrögð við Braggahneykslinu svona: „Mér finnst akkúrat að hann (Dagur) eigi að sitja. Mér finnst það eins og að víkja ráðuneytisstjóra úr vinnu sem tekur á sínu eigin ráðuneyti. Niðurstaðan er ekki sú að Dagur beri ábyrgð á þessu.“ Þetta hlýtur að vera Norðurlandamet í pólitískum loftfimleikum. Til þess að forða borgarstjóranum undan pólitískri ábyrgð, þá er hann endurskilgreindur sem ráðuneytisstjóri, en eins og kunnugt er þá bera ráðherrar pólitíska ábyrgð á ráðuneytisstjórum og ráðuneytum sínum. En hver er afstaða Viðreisnar? Eru borgarfulltrúar þeirra sammála því að borgarstjórinn hafi sambærilega stöðu og ráðuneytisstjórar og beri því ekki pólitíska ábyrgð? Spurningarnar sem Píratar og Viðreisn verða að svara eru því þessar: Þegar lög og reglur eru brotnar og þegar fjármunum borgarbúa er sóað, ber þá einhver pólitíska ábyrgð? Og úr því að borgarstjóri ber ekki ábyrgðina, hver þá? Ber kannski enginn pólitíska ábyrgð í Reykjavíkurborg?
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir Skoðun
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir Skoðun