Er Dagur eins og ráðuneytisstjóri? 12. janúar 2019 10:30 Braggamálið snýst um eina spurningu: Er einhver sem ber pólitíska ábyrgð á rekstri Reykjavíkurborgar? Allir þekkja afstöðu Dags og Samfylkingarinnar – Dagur ber ábyrgð á vinsælum málum, embættismenn bera ábyrgð á því sem aflaga fer. Árum saman gekk þetta, alveg þangað til ruglið í rekstri borgarinnar var orðið svo mikið að ekki var hægt að horfa fram hjá því. En afstöðu Pírata og Viðreisnar var beðið með eftirvæntingu. Miðað við hvernig flokkarnir höfðu talað um erindi sitt í stjórnmálum mátti vænta skýrrar afstöðu, stjórnmálamenn geta ekki skýlt sér bak við embættismenn, þeir bera ábyrgðina. En fulltrúi Pírata í borgarstjórn, Dóra Björt, réttlætti setu Dags í vinnuhópi um viðbrögð við Braggahneykslinu svona: „Mér finnst akkúrat að hann (Dagur) eigi að sitja. Mér finnst það eins og að víkja ráðuneytisstjóra úr vinnu sem tekur á sínu eigin ráðuneyti. Niðurstaðan er ekki sú að Dagur beri ábyrgð á þessu.“ Þetta hlýtur að vera Norðurlandamet í pólitískum loftfimleikum. Til þess að forða borgarstjóranum undan pólitískri ábyrgð, þá er hann endurskilgreindur sem ráðuneytisstjóri, en eins og kunnugt er þá bera ráðherrar pólitíska ábyrgð á ráðuneytisstjórum og ráðuneytum sínum. En hver er afstaða Viðreisnar? Eru borgarfulltrúar þeirra sammála því að borgarstjórinn hafi sambærilega stöðu og ráðuneytisstjórar og beri því ekki pólitíska ábyrgð? Spurningarnar sem Píratar og Viðreisn verða að svara eru því þessar: Þegar lög og reglur eru brotnar og þegar fjármunum borgarbúa er sóað, ber þá einhver pólitíska ábyrgð? Og úr því að borgarstjóri ber ekki ábyrgðina, hver þá? Ber kannski enginn pólitíska ábyrgð í Reykjavíkurborg? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen Skoðun Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Skoðun Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson skrifar Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason skrifar Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Sjá meira
Braggamálið snýst um eina spurningu: Er einhver sem ber pólitíska ábyrgð á rekstri Reykjavíkurborgar? Allir þekkja afstöðu Dags og Samfylkingarinnar – Dagur ber ábyrgð á vinsælum málum, embættismenn bera ábyrgð á því sem aflaga fer. Árum saman gekk þetta, alveg þangað til ruglið í rekstri borgarinnar var orðið svo mikið að ekki var hægt að horfa fram hjá því. En afstöðu Pírata og Viðreisnar var beðið með eftirvæntingu. Miðað við hvernig flokkarnir höfðu talað um erindi sitt í stjórnmálum mátti vænta skýrrar afstöðu, stjórnmálamenn geta ekki skýlt sér bak við embættismenn, þeir bera ábyrgðina. En fulltrúi Pírata í borgarstjórn, Dóra Björt, réttlætti setu Dags í vinnuhópi um viðbrögð við Braggahneykslinu svona: „Mér finnst akkúrat að hann (Dagur) eigi að sitja. Mér finnst það eins og að víkja ráðuneytisstjóra úr vinnu sem tekur á sínu eigin ráðuneyti. Niðurstaðan er ekki sú að Dagur beri ábyrgð á þessu.“ Þetta hlýtur að vera Norðurlandamet í pólitískum loftfimleikum. Til þess að forða borgarstjóranum undan pólitískri ábyrgð, þá er hann endurskilgreindur sem ráðuneytisstjóri, en eins og kunnugt er þá bera ráðherrar pólitíska ábyrgð á ráðuneytisstjórum og ráðuneytum sínum. En hver er afstaða Viðreisnar? Eru borgarfulltrúar þeirra sammála því að borgarstjórinn hafi sambærilega stöðu og ráðuneytisstjórar og beri því ekki pólitíska ábyrgð? Spurningarnar sem Píratar og Viðreisn verða að svara eru því þessar: Þegar lög og reglur eru brotnar og þegar fjármunum borgarbúa er sóað, ber þá einhver pólitíska ábyrgð? Og úr því að borgarstjóri ber ekki ábyrgðina, hver þá? Ber kannski enginn pólitíska ábyrgð í Reykjavíkurborg?
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun