Innlent

Lögreglan leitar vitna að slysinu á Hringbraut

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Frá vettvangi slyssins á miðvikudagsmorgun.
Frá vettvangi slyssins á miðvikudagsmorgun. Vísir/Tumi
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir því að ná tali af þeim sem urðu vitni því þegar þrettán ára stúlka á leið í skólann varð fyrir bíl á miðvikudagsmorgun á gatnamótum Hringbrautar og Meistaravalla í Vesturbæ Reykjavíkur.

Lögreglan óskar jafnframt eftir því að þeir sem komu ökumanni og hinni slösuðu til aðstoðar á vettvangi hafi samband við lögreglu í síma 444 1000.

Íbúar í Vesturbænum hafa látið í ljós reiði sína í kjölfar slyssins og krafist þess að fá fund með borgarstjóra, Vegagerðinni, ráðherra og lögreglustjóra. Ákveðið hefur verið að koma til móts við íbúa og setja upp gangbrautarvörslu fyrir skólabörn við gönguljós yfir Hringbraut við Meistaravelli og þá verður samráðsfundur haldinn í næstu viku.


Tengdar fréttir

Ekið á barn á Hringbraut

Upplýsingar um ástand barnsins liggja ekki fyrir að svo stöddu en talið er að það sé ekki mikið slasað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×