Flutningur Dawn Richard á Íslandi vekur athygli: Heyrði lagið sitt í útvarpinu og kom í viðtal Sylvía Hall skrifar 12. janúar 2019 14:29 Dawn Richard tók lagið í Útvarpi 101 í desember síðastliðnum. Skjáskot/101 Söngkonan Dawn Richard var í ferðalagi á Íslandi ásamt eiginmanni sínum í desember síðastliðnum þegar hún heyrði kunnuglega söngrödd í útvarpinu. Lagið sem um ræðir var hennar eigið lag, Jealousy, sem var í spilun á Útvarpi 101.was literally driving in iceland randomly and i’m on the fucking radio. speechless. pic.twitter.com/uBiNFPTZvG — DAWN (@DawnRichard) 16 December 2018 „Var bókstaflega að keyra á Íslandi og ég er í útvarpinu. Orðlaus,“ skrifaði Richard á Twitter-síðu sína í desember síðastliðnum. Glöggur Twitter-notandi þekkti tíðnina og merkti útvarpsstöðina undir færslu söngkonunnar og þá fór boltinn að rúlla.Yfir hundrað þúsund áhorf Unnsteinn Manuel Stefánsson, útvarpsstjóri, segir atburðarásina hafa verið mjög hraða. Eftir að Richard heyrði flutning sinn í útvarpinu setti hún sig í samband við útvarpsstöðina, bauðst til þess að taka lagið og var hún mætt í stúdíóið rúmum sólarhring síðar. „Forsagan er þannig að hún og maðurinn hennar ákváðu að koma til Reykjavíkur og leigja bílaleigubíl og hún var að leita að rappstöð og þá rakst hún á okkar stöð. Næsta lag sem kom var hennar lag og það kom henni mjög á óvart, hún spurði manninn sinn aftur og aftur hvort hann væri sjálfur að spila lagið en svo var ekki,“ segir Unnsteinn í samtali við Vísi. Flutningur söngkonunnar hefur vakið mikla lukku á meðal aðdáenda hennar og hefur verið horft á brot af flutningum á Twitter-síðu hennar yfir hundrað þúsund sinnum. Henni til halds og trausts var hljómborðsleikarinn Magnús Jóhann Ragnarsson sem spilaði undir. Flutninginn má sjá í fullri lengd á YouTube.1.25.19 so raw. so uncut. so nine. pic.twitter.com/twWMv7R2b6 — DAWN (@DawnRichard) 2 January 2019 Stór aðdáendahópur vestanhafs Richard vakti fyrst athygli með stúlknasveitinni Danity Kane sem stofnuð var í raunveruleikaþáttaröðinni Making the Band á MTV. Hún á því stóran aðdáendahóp erlendis og hefur viðtalið vakið mikla lukku á meðal þeirra. Sveitin hætti störfum árið 2009 og í kjölfarið fór Richard að vinna að sólóferli sínum en sveitin kom aftur saman undir lok síðasta árs. Unnsteinn bendir á að það sé mun erfiðara fyrir tónlistarmenn vestanhafs að koma sér á framfæri og oft þurfi mikið til að tónlistarmenn fái spilun á útvarpsstöðvum. Það hafi því komið henni skemmtilega á óvart að heyra lagið sitt á nýrri útvarpsstöð á litla Íslandi. „Fyrir íslenska tónlistarmenn, það fá flestir spilun. Þú gefur út lag og það kemst í spilun einhvers staðar en eins og í Ameríku er það ótrúlega mikil vinna að koma músík í útvarpið og þú þarft að hafa milliliði og stundum umboðsstofur bara fyrir útvarp,“ segir Unnsteinn. „Þess vegna fannst henni svo merkilegt að það væri að spila lagið hennar hér án þess að það væri verið að ýta laginu í áttina að okkur.“Hér að neðan má horfa á viðtalið við Dawn Richard hjá Aroni Mola, Birnu Maríu og Unnsteini Manuel í Útvarpi 101. Tónlist Mest lesið Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Lífið Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Tónlist „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Lífið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni Lífið Trúði varla eigin augum þegar hún sá fyrir og eftir myndirnar Lífið samstarf Kyssast og kela en missa svo áhugann Lífið „Það er ekkert sem brýtur mann“ Lífið Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Lífið „Abbababb, ertu stelpa í fótbolta?“ Áskorun Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Kyssast og kela en missa svo áhugann Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður „Það er ekkert sem brýtur mann“ Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Diane Keaton er látin Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjá meira
Söngkonan Dawn Richard var í ferðalagi á Íslandi ásamt eiginmanni sínum í desember síðastliðnum þegar hún heyrði kunnuglega söngrödd í útvarpinu. Lagið sem um ræðir var hennar eigið lag, Jealousy, sem var í spilun á Útvarpi 101.was literally driving in iceland randomly and i’m on the fucking radio. speechless. pic.twitter.com/uBiNFPTZvG — DAWN (@DawnRichard) 16 December 2018 „Var bókstaflega að keyra á Íslandi og ég er í útvarpinu. Orðlaus,“ skrifaði Richard á Twitter-síðu sína í desember síðastliðnum. Glöggur Twitter-notandi þekkti tíðnina og merkti útvarpsstöðina undir færslu söngkonunnar og þá fór boltinn að rúlla.Yfir hundrað þúsund áhorf Unnsteinn Manuel Stefánsson, útvarpsstjóri, segir atburðarásina hafa verið mjög hraða. Eftir að Richard heyrði flutning sinn í útvarpinu setti hún sig í samband við útvarpsstöðina, bauðst til þess að taka lagið og var hún mætt í stúdíóið rúmum sólarhring síðar. „Forsagan er þannig að hún og maðurinn hennar ákváðu að koma til Reykjavíkur og leigja bílaleigubíl og hún var að leita að rappstöð og þá rakst hún á okkar stöð. Næsta lag sem kom var hennar lag og það kom henni mjög á óvart, hún spurði manninn sinn aftur og aftur hvort hann væri sjálfur að spila lagið en svo var ekki,“ segir Unnsteinn í samtali við Vísi. Flutningur söngkonunnar hefur vakið mikla lukku á meðal aðdáenda hennar og hefur verið horft á brot af flutningum á Twitter-síðu hennar yfir hundrað þúsund sinnum. Henni til halds og trausts var hljómborðsleikarinn Magnús Jóhann Ragnarsson sem spilaði undir. Flutninginn má sjá í fullri lengd á YouTube.1.25.19 so raw. so uncut. so nine. pic.twitter.com/twWMv7R2b6 — DAWN (@DawnRichard) 2 January 2019 Stór aðdáendahópur vestanhafs Richard vakti fyrst athygli með stúlknasveitinni Danity Kane sem stofnuð var í raunveruleikaþáttaröðinni Making the Band á MTV. Hún á því stóran aðdáendahóp erlendis og hefur viðtalið vakið mikla lukku á meðal þeirra. Sveitin hætti störfum árið 2009 og í kjölfarið fór Richard að vinna að sólóferli sínum en sveitin kom aftur saman undir lok síðasta árs. Unnsteinn bendir á að það sé mun erfiðara fyrir tónlistarmenn vestanhafs að koma sér á framfæri og oft þurfi mikið til að tónlistarmenn fái spilun á útvarpsstöðvum. Það hafi því komið henni skemmtilega á óvart að heyra lagið sitt á nýrri útvarpsstöð á litla Íslandi. „Fyrir íslenska tónlistarmenn, það fá flestir spilun. Þú gefur út lag og það kemst í spilun einhvers staðar en eins og í Ameríku er það ótrúlega mikil vinna að koma músík í útvarpið og þú þarft að hafa milliliði og stundum umboðsstofur bara fyrir útvarp,“ segir Unnsteinn. „Þess vegna fannst henni svo merkilegt að það væri að spila lagið hennar hér án þess að það væri verið að ýta laginu í áttina að okkur.“Hér að neðan má horfa á viðtalið við Dawn Richard hjá Aroni Mola, Birnu Maríu og Unnsteini Manuel í Útvarpi 101.
Tónlist Mest lesið Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Lífið Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Tónlist „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Lífið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni Lífið Trúði varla eigin augum þegar hún sá fyrir og eftir myndirnar Lífið samstarf Kyssast og kela en missa svo áhugann Lífið „Það er ekkert sem brýtur mann“ Lífið Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Lífið „Abbababb, ertu stelpa í fótbolta?“ Áskorun Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Kyssast og kela en missa svo áhugann Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður „Það er ekkert sem brýtur mann“ Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Diane Keaton er látin Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjá meira